Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 19
Þegar sálmasöngnum lýkur, streyima allir út. í kirkjudyrum eru menn meS samskotabauka, Bem flestir gefa eitthvað í. Kannski á að dubba kirkjuna upp eða jafn- yel reisa nýja. Með þetta í huga höldum við inn í þorpið miðsvæð is, þar sem okkur er sýndur hinn frægi trumibudans Grænlendinga. Þetta er særingadans, sem dansað- ur var, þegar menn þurftu að út kljá deilumál sín á milli. Þarna er engin lögregla, ekkert fangelsi og ekkert yfirvald, sem menn geti ieitað til ef þá greinir á um eitt hivað. Þetta fer fram með mikium söng og trumbuislætti, og söngur- inn er brigzlyrði og skammir á báða bóga. Til áherzlu berja svo söngmennirnir saman hausunum. Sá ber sigur úr býtum, sem yfir gengur andstæðing sinn í orðum. Þegar menn höfðu að lokum skor- ið úr deilum sínum með þessum hætti, höfðu þeir skipti á eigin konum í tvær eða þrjár vikur, og eftir það var aUur ágreiningur gleymdur. Hvernig væri að útkljá deilumálin í hekninum með þess um einfalda hætti? Það væri öðru- vísi umhorfs í okkar hrjáða heimi, ef það hefði verið gert. En það gagnar lítið að spyrja þannig. Þessi aðferð „á ekki við í menningunni“. Þessi staður hefur sína sérstöðu, sinn hrikaleik, sín óskráðu lög. Þetta er heirnur út af fyrir sig, lítt snortinn af skark ala heimsins og ailar líkur á, að svo verði enn um langa hríð. t Gömui kona fer með særingar og er iðin við það, enda klappar þetta ókunna fólk mikið eftir hverja syrpu. Hún er ófeimin við að láta tilfinningar sínar í ljós. Bóndi hennar fer einnig með sær ingar. Og á meðan þau hjónin kyrja, selja börnin varning sinn og verður vel ágengt. Þau slá ekki af verðinu, þótt sumir reyni að prútta. Einhvers staðar í nánd spangóla sleðahundar, og það er engu líkara en þeir séu að leggja áherzlu á mikilvægi trumbudans ins. Eða kannski þeir séu að dansa sinn eigin dans? Að loknuim trumbudansinum er farið að hugsa til beimferðar. Gangan til flugvallarins hefst, og börnin elta okkur með varning sinn. En nú lækkar verðið þeirn Frúiri stígur fram með bumbuna. Stígvél hennar eru grænlenzkur listasaumur, en pilsi'ð og blússan skræpóttur iðnvarningur. Bumbur eru barðar og fornlr jarðandar ákallaðir. Fyrrum hefur þetta verið heílög athöfn. Nú er hæt+ vlð, að það sé að verða verzlunarvara. mun rneira sem nær dregur flug- vellinum. Að baki okkar heyrist gelt og spangól sleðahundanna. Það voru göngulúnir og svang ir ferðalangar, sem stigu inn í Skýfaxa, sem beðið hafði eftir okk ur. Á leiðinni út á flugvölinn höfð um við séð fyrir okkur svínasteik og rifjasteik og kjúklinga, og nú væntum við þess, að eitthvað af þessum kræsingum yrði borið á borð fyrir okkur á leiðinni yfir Grænlandshaf, því að við höfðum bvorki fengið þurrt né vott þess- ar fjórar klukkustundir, sem stað ið var við í Kúlúsúk. Því miðúr urðum við af svínasteikinni og kjúklingunum. í staðinn komu flugfreyjurnar, svo elskulegar sem þær voru nú, með fcvöldverð, seni var heldur skorinn við nögl og oli það nokkrum vonhrigðum með al farþega. Útlendingarnir höfðu orð á þessu sín á milli. Þessi skammtur var heldur naumari en hádegisverðurinn, en samt hinn ljúffengasti. En kannski hafa ein hver mistök orðið, þegar matur- inn var látinn í flugvélina. Eftir um það bil tveggja stunda flug var lent á regnvotum flug brautum Reykjavíkurflugvallar, böðuðum ljósum, og þegar við stig um út úr flugvélinni, tók rignxng- in á móti okkur. Síðustu ferðinni með ferðamenn til Grænlands í ár var lokið. r t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 835

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.