Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 13
Karmelklaustrið á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði.
Um 1100 settust einsetubræð
ur að á fjallinu Karmel í Pale-
stínu að fordæmi spámannsins
mikla, Elíasar, sem þar var
um 000 árum áður en tímatal
kristninnar hófst. Þegar fram
liðu stundir sameinuðust ein
setubræðurnir í klaustri, og
þarna var sett klausturregla um
1214 — ein hin strangasta
klausturregla með sífelldri
bænagerð við kvrrð og einangr
un. Síðar dró nokkuð úr strang
leika hennar, en um miðja sex
tándu öld færðist hún aftur
nær sínu fyrra horfi með starfi
og fordæmi spænskrar Karmel
systur, hinnar heilögu Teresu
frá Avíla, sem talin er eins lcon
ar endurstofnandi reglunnar.
Karmelklaustur eru um allan
heim. 1961 voru til 327 Karmel
munkaklaustur og 732 Karmel
nunnuklaustur. Fvrsta nunnu
klaustrið var stofnað 1452 í
Geldern, sem er rétt hjá Diissel-
dorf í Þýzkalandi. Klaustrið í
Hafnarfirði var stofnað árið
1939. Það ár komu hingað til
lands þrjár nunnur frá Karmel
klaustrinu í Egmond í Hollandi
í því skyni að koma hér á fót
klaustri. Þegar fyrsta álma
kiaustursins var næstunl full-
byggð, skall styrjöldin á. Það
varð þess valdandi, að nunii .
urnar þrjár misstu allt samband
við Holland og fóru því til Ame-
ríku og voru þar í Karmrl
klaustrum, unz styrjöldinni s!ot
aði. 1945 komu þær svo aftur
hingað til lands, og var þá lok
ið við fyrstu álmu klaustursins.
Seinna var það stækkað wikið.
Nú eru hér fimmtán nunnur í
Karmelklaustri og una vel hag
sínum á okkar — og þeirra —
kalda landi. Því að KaiVht.-Uyst-
ur eru íslenzkir rikisborgíirar
og heita íslenzkum nöfnum.
og þangað komu systurnar hver af
annarri í brúnum búningum reglu
sinnar — konur af fjarlægum lönd
um, sem snúið hafa baki við
glatwni heimsins og eignazt nýtt
heimlkynni í friðsæld Jófríðar
islaða.
Syistir María Ólöf er doktor i
bókmenntum og heimspeki frá há
skóianum í Utreeht í Hollandi. í
doklorsritgerð sinni fjallaði hún
urn bókmenntalegt giidi Njálu,
sem hún tatdi að verulegu leyti
skáJdsögu.
— Hvað oMi því, systir Ólöf, að
þú valdir þér þetta verkefni?
— Á árunurn kringum 1920 var
mikill áhugi á Eddufræðum og
íslendingasögum, bæði í Þýzka-
landi og Hollandi. Norræna var
kennd í háskólunum hollenzku —
í Amsterdam, Utreeht, Leiden og
Groningen. Prófessor R.C. Bauer
og dr. Van Eeden, norrænufræð
ingur frá Amsterdam, fóru báðir
til íslands og skoðuðu marga
kunna sögustaði sumarið 1912. Ár
ið 1923 var dr. A.G. van Hamel
skipaður prófessor í forngermönsk
um fræðum við Utrechtháskó'la,
hágáfaður maður og ágætur
kennari. Þetta varð meðal annars
til þess, að ég fór að lesa norrænu
sem aukagrein að loknu kandidats
prófi í Utrecht. Ég ætlaði mér
þá að verða kennari, og þess vegna
var bollenzka aðalnámsgrein mín.
Þar að auki lagði ég stund á forn-
þýzku.
Prófessor van Ilamel er mörg
um íslendingum að góðu kunnur.
Hann kom mörgum hollenzkum
TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
829