Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 18
Grænlendingur leikur iistir sínar á húSkeip.
Kirkjan i Kúlúsúk, byggð árið árið 1922,
hvers vegna þessir krossar eru
þarna á víðavangi. Þetta eru gaml
ar dysjar eins og tíðkuðust einu
sinni á íslandi. Hér eru ekki nein
ir kirkjugarðar, og þess vegna er
fólk dysjað hér og þar eins og
gerðist í heiðni.
_ Gangan mjakast áfram, og kross
unurn fjölgar eftir því, sem nær
dregur þorpinu. Fóiikið lætur ým
iiss orð falla, því að fæst af því hef-
ur litið neitt slikt áður — sumir
virðast jafnvel hálfhneykslaðir.
En sinn er siður i landi hverju.
Loks kemur þorpið í ljós í lít
illi vík, sem segja má, að sé full
af ís. Húsin lítil — rauðmáluð
timburhús og nokkuð þokkaleg
að sjá. En þau hefur danska stjórn
in látið byggja og gefið fólkinu.
Það virðist lifa þarna áhyggjulitlu
lifi á kostnað dönsku stjórnarinn-
ar, og einhver segir, að ódýrara
væri að vista það á dýru gistihúsi
í Kaupmannahöfn en hafa það
þarna. En hér lifir það lífi sínu
og lætur hverjum degi nægja
slína þjáningu, alls um fjögur
hundruð manns.
Við skoðum okkur um í þorp
inu um stund og horfum meðal
annars á Grænlending leika listir
sínar á búðkeip, er allur er úr
selskinni, sem mun orðið sjald-
gæft. Þá var kirkjuklukkum
hringt. Flestir ferðalanganna fara
inn í guðshúsið, þar sem einnig er
skóli þorpsins. Kirkju þessa reistu
skipbrotsmenn árið 1922. Hún ber
þess líka merki, að hún er nokk
uð komin til ára sinna. Það er dá-
lítið einkennilegur hugblær, sem
ríkir þarna í kirkjunni á þessum
drottins degi, og mér verður hugs
að til gamallar sveitakirkju úr
torfi á íslandi — kirkjunnar á
Hofi í Öræfum. Það er sérstætt
guðshús, þokkalegt og betur hirt
en þetta, sem við sitjum nú í hér
kyrjandi sátma á hjara veraldar.
Flestir taka undir við hinn bland-
aða, grænlenzka kór, sem gerir
sálmunum góð skl, eins og organ
istinn. Þessi sérstæði kór hefði
sómt sér vel í hvaða kirkju sem
væri.
Prestur er enginn til þess að
stíga í stólinn. En á altarinu ligg-
ur grænlenzk biblía opin, en sú
heilaga bók var fyrst prentuð á
þeirri tungu árið 1856. En græn
lenzku skilja víst engir., sem þarna
eru inni, nema heimamenn.
834
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ