Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Side 2
BREF TIL BJARGAR
Þjóðlíf er mörgum páttum of
ið og tilbrigði maanlifsins fjöl
breytileg. Ahugasvið fólks eru
sundurleit og margs konar
fræðslu og uppörvunar er leit-
að. Það er andsvar við þessu,
hve mjög tíðkast að nelga mála
flokkum tíma í sjónvarpi og út-
varpi og dálka og síður i blöð-
um og tímaritum. Með því er
leitazt við að koma til móts við
þarfir og óskir fólks, glæða
það, sem talið er horfa til nyt-
semi, menningar og þjóðþrifa,
en líka stundum einfaldlega
róið á mið með hugartari veiði-
mannsins, er ætlar sjálfum sér
aflafeng í einhverri mynd. Það
er í rauninni óþarft að nefna
dæmi um þessa þætti alla:
íþróttaþætti, bókmenntaþætti,
málfarsþætti, atvinnuþætti, tón
listarþætti, kirkjuþætti, mat-
reiðsluþæíti, tízkuþætti, bíla-
þætti, poppþætti.
Ekki hripa ég Únurnar þær
arna til þess að amast við
þessu. Margt af þessu er harla
þarft, eitthvað meinlaust og
gagnslaust, sumt kannski fá-
fengilegt og vafasamt í blandi.
Er þess líka að minnast, að
seint verða felldir ósamhljóða
dómar um svo sundurleitt efni
og misjafnlega meðhöndlað. Á
öðru vildi ég vekja athygli: Til-
viljunarkenndu mati á því, hvað
sé verðugt þeirrar athygli,
sem þessir þættir vitna um.
Ég verð að játa, að það er
einnig nokkuð af handahófi,
hvar ég ber niður. Fyrst kem-
ur mér þó í hug unga fólkið,
sem situr þúsundum saman á
skólabek'kj um, þó vissulega með
misjöfnum áhuga og misjöfn-
um árangri. Þar eru samt marg
ir, sem leggja sig alla fram og
leysa tímafrek og torræð verk-
efni svo af höndum, að ekki er
annars staðar aí meiri trú-
mennska unnið í þjóSfélaginu.
Gæti ekki verið verðugt og
kleift að færa í aðgengilegan
búning frásagnir af þeim ungl-
ingum, sem af óhvikulli elju
glíma við námsþrautir sínar,
eða með framkomu sinni og við
móti, breytni og umgengni geta
til fyrirmyndar heitið á skóla-
heimilum og hvar annars stað-
ar sem væri? Að þvi væri að
minnsta kosti tilbreytni við hlið
ina á poppþáttunum, tízkuþátt-
unum og íþróttaþáttunum, ama-
laust sagt.
Við eigum mikið undi, þekk-
ingu okkar á náttúrufari lands-
ins, og sú þekking þari að vera
sameign okkar að því marki, er
orðið getur. Ég er sannfærður
um, að í höndum manna, sem
næga þekkingu og yfirsýn
hefðu og með kynnu að fara,
gætu þættir um náttúrurann-
sóknir, náttúruvernd og til-
raunir margs konar, er lúta að
sam-skiptum manna við náttúr-
una, orðið mjög gagnlegir og
raunar efni, sem veitti mörg-
um yndi. Dómsmálaþættir út-
varpsins hafa oft verið ágætir.
en kannski er það þyngsta sök-
in, er ka-llar yfir okkur harð-
astan dóm, ef við áttum okkur
ekki á lögum náttúrunnar.
Svo er fyrir að þakka, að
fjöldi fólks ver bæði táma og
fyrirhöfn til líknarmála og
mannúðarstarfs. Meira er þó
ógert en það, sem tekizt hefur
að koma í framkvæmd. Skyldi
það ekki geta jafnazt á við með-
almessu eða kirkjuþætti, þótt af
góðum .vilja og hreinum huga
séu samansettir og auki sjálf-
sagt einhverjum hugarstvrk, að
segja að staðaldri frá þessum
málum, hverju þokar áleiðis
og hvað kallar að?
Um land allt er söngfélögum,
kórum og kvartettum haldið
uppi, oft með prýðilegum ár-
angri, jafnvel í strjálbýlum
sveitum, þar sem fólk leggur
iðulega furðulega mikið á sig
í þessu efni. Þetta er menning-
arstarf, sem þó er mjög lítið
skeytt um af forráðamönnum
fjölmiðlunartækja — miklu
minna en margt annað hliðstætt.
Hér virðist þó tilvalið verkefni
handa sjónvarpinu og mun þjóð
nýtara en sumt, sem það kost-
ar miklu til, svo að ekki sé
minnt á þann góðvilja, sem
það gæti heyjað sér, ex það
sinnti skipulega þessum þætti
þjóðmenningar olekar.
Leiðbeiningar um matreiðslu
Framhald á 1006. s(8u.
HEYRT MEÐ ÖÐRU EYRANU
Nú munu vera sem næst 110 ár siSan niður lögðust með öllu
nautaréttir i Marardal vestan undir Henglinum. Þessar réttir voru
f byrjun októbermánaðar, en nautin éttu Grafningsbúar, Ölfusingar,
Seltirningar og Aóosfellssveitarbúar. Það er haft eftir manni, sem
var f nautaréttum þessum kringum 1850, að þá hafi komið af fjalli
um tvö hundruð naut.
Ólafur Bergsson í SkrlðufelH fór fleiri ferðlr á öræfin en
flestir menn aðrir. Haustið 1936 kom hann i Nauthaga f fimmtug-
asta sinn, og fór hann þó margar ferðir þangað eftir það. Árið
1944 veiktist hann inni við Arnarfell, komst þó heim, en dó fáum
dögum seinna. Hann kaus sér legstað i Selhögum, skógardal innan
vlð SkriðufeH. Þar hafði áður verið heygður reiðhestur hans,
Blesi, Mnn mesti gæðingur.
986
T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ