Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Page 6
rhér allt, nema ég og Rauður minn.
Og mér hugsað til hinna
mörgu frænda minna og vina, sem
sumir lifðu nokkuð fram á tuttug-
ustu öldina, er verið höfðu lesta-
menn Patersons. í þennan litla
hivamm fluttu þeir mat og annað
til þeirra, sem í námunum unni í
Brennisteinsfjöllum hér suður af.
í miðnæt'urkyrrðinni er sem ég
heyri málróm lestamanna, þeirra
sem ég man bezt. Þeir, sem koma
úr margmenninu, segja fréttir það-
an, hinir, sem frá námunum koma,
segja það, sem fréttnæmt er úr
fámenni fjallanna. Siðan var skipzt
á farangri og aftur haldið af stað,
en hvammurinn og litla sæluhúsið
biðu í kyrrð fjalla næstu komu-
manna.
Vel man ég einn þeirra, sem
unnu í þessum brennisteinsnámum,
og ég spurði hann og spurði. Meðal
annars sagði hann mér, að sjaldn-
ast hefðu námumenn getað verið
lengur niðri í náimunum en fimm
eða sex mínútur í einu sökum hit-
ans — þá hefði verið skipt um.
Allir urðu að vera í tréskóm, kloss-
um, allt annað soðnaði óðar. Og
margt annað sagði hann mér um
lifið og starfið þarna, sem of langt
mál er að rekja.
Það er runninn nýr og bjartur
dagur, klukkan er eitt eftir mið-
nætti. Ég rís á fætur, fel þessari
enn stæðilegu sæluhústóft þær
hugsanir minar, sem bundnar eru
henni og þeim niönnum, er hún
var gerð handa fyrir rösklega
hálfri öld. Tóftin lætur ekki mik-
ið yfir sér og mun nú flestum ó-
þekkt. Og ekki liggur lengur þarna
um sá aðalvegur og sú alfaraleið
þess byggðarlags, sem að minnsta
kosti í f jórar aldir var voldug sveit
og viöþekkt, bæði innan lands og
utan, Selvogssveitar. í þeirri sveit
sátu um aldir margir Iógmenn
landsins. Þar sátu einnig á 14. öld
tveir hirðstjórar, Vigfús Jónsson
og sonur hans, ívar Hólmur. Þeg-
ar þetta er skrifað, 1968, búa að-
eins, að ég æth, fjórir eða fimm
bændur í Selvogi og.enginn hjá-
leigubóndi. Þar munu nú ekki vera
nein teljandi stekkjarþrengsli, og
er mér tjáð, að bændur þessir búi
vel, eftir þvi sem heyrist nú úr
sveitum yfirleitt.
Nú fer enginn Selvogsmaður leng-
ur þessa gömlu Grindaskarðaleið.
Að vísu var Kerlingarskarð farið
seinustu áratugina, og er það skarð
aðeins suncosr I fjallinu en Grinda-
000
skarð, því það þótti að ýmsu leyti
greiðari leið, en leiðin engu síður
kölluð Grindaskarðaleið.
Þessi leið milli Selvogs og Hafu-
arfjarðar hefur verið mjög fjöl-
farin um margar aldir, það sýna
hellurnar vestan fjallsins. Þar um
má hafa það, sem Grímur Thom-
sen sagði af öðru tilefni: „Gnnþá
sjást í hellum hófaförin“, F.n nú
sporar enginn hestur lengur þess-
ar klappir.
Ég lagði á síðast.a og örðugasla
hjallann, sem var á leið minni
austur. Ég læt Rauð ganga á und-
an mér, þar til komið er á hæstu
brúnina. Útsýni þaðan er mikið til
tveggja höfuðátta, austurs og vest-
urs. Sá, sem kemur upp á brún
þessa mikla fjallaskaga og er ekki
því kunnugri, mun þykja geta á að
líta fyrst í stað. Það má segja, að
þarna séu nokkur heimaskil. Við
höfum í svipinn yiirgefið „ves'ur-
heim“ og höldum í „austurheim“.
Fljótt á litið, er landið ekki ólikt
yfir að sjá og áður var — hraun-
flákar miklir, sem runnið hafa
kringum fell og hæðir, lltið af sam-
felldu gróðurlendi. Þó er gróður-
inn nokkuð meiri til austurs. þótt
lítt sé greinanlegur sökum fjar-
lægðar og halla landsíns. En lengst
í austri ber við „hið víða, biikandi
haf“, Atlantshafið, sem héðan séð
virðist engin takmörk eiga. Við Ut-
nm aftur til vesturs yfir nýfarinn
veg, og sjáum, að undirlendið er
ekki ósvipað því, sem að austan er
lýst. Þegar landið þrýtur blasir þar
einnig við haf, Faxaflói, sem Ligg-
ur til „mikils lands og fagurs'1 í
hinum víða faðmi tveggja mikilla
fjallaskaga, Reykjaness og Snæ-
fellsness.
Svo gott var skyggnið til vest-
urs að þessu sinni, að með góðum
sjónauka hefði ég að öllum líkind
um séð Kerlinguna við samnefnt
skarð á Snæfellsnesi. En á þvi
Kerlingarskarði, sem ég var stadd-
ur á er engin kerling. Við hvaða
kerlingu er þá þetta skarð nyrzt á
Reykjanesskaga kennt? Ef til viil
skýrist það síðar.
Ég stíg á bak, og Rauður fer að
fikra sig ofan fyrri brekku fjalis-
ins, unz komið er að miklum
hrauafláka, sem fyllir dalinn milli
Draugahlíðar að vestan cg
Hvalhnúks að austan. Á hraunbrún-
inni eru tvær allstórar vörður,
Þarna greinist vegurinn af fjallimx
i þrjár kvíslar. Eine r lengst til
hægri, liggur suðvestur með
Draugahlíðum til Brennisteins-
fjalla. Beint af augum fram er
götuslóði í suðaustur út á hraun-
ið, og var einkum farinn af þeim
útbæjarmönnum í Stakkavik og
Herdísarvík. Lengst til vinstri er
gata milli hrauns og hlíðar um
svonefndan Grafning til Stóra-Leir-
dals vestan Hvalskarðs. Þetta er
leið þeirra Austanvogsmanna. Þess-
um leiðurn, ásamt fleiri fornum
slóðum, hef ég nokkuð lýst í bó'k
minni, Harðsporar, sem enn mun
fáanleg hjá bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri.
í hinni litlu ferðasögu Jóns Thor-
oddsens segir fylgdarmaður hans
honurn frá tilefni nafns Kerling-
arskarðs á Snæfellsnesi. En nú hef
ég engan samferðamann, sem ég
geti sagt, af hverju nafn Kerlingar-
skarðs á Reykjanesfjallgarði er
dregið. Samt rifja ég upp þessa
gömlu sögu og segi Rauð mínum
hana á meðan við lötrum austur
yfir hraunflákann í átt til Hval-
hnjúks. Vitanlega er þetta þjóð-
saga eins og sú saga, sem sögð var
skáldinu og sýslumanninum endur
fyrir löngu vestur i hinu Kerling-
arskarðinu.
Saga sú, sem ég rifja hér app,
er sem næst á þessa leið:
í fyrndinni bjó tröllkona í Tröll-
konugjá, norðaustur af Grinda-
skörðum. Eitt sinn fór hún að leita
fanga til Selvogs. Kom hún þar á
hvalfjöru og hafði þaðan með sér
það, sem hún treysti sér til að
komast með. En til hennar sást, og
hún var elt. Erfið varð undankom-
an, og náðist kerla í skarði því,
sem síðan er nefnt Hvalskarð og
hnjúkurinn þar suður af Hval-
hnjúkur. Og þjóðsagan heldur
áfram og segir: Bóndi sá, sem kerl-
inguna elti, fékk sig ekki til að
svipta hana hvalþjósunum, heldur
gerði við hana þann samning, að
hún verði fyrir sig skórðin vestur
á fjallinu, svo að sauðir hans rynnu
ekki þar af fjallinu, heldur sneri
hún þeim aftur til austurs. Eftir
þetta setti tröllkonan grindur í
nyrðri skörðin, en syðsta skarðið
varði hún sjálf, sem eftir það var
kallað Kerlingarskarð.
Ekki getur sagan æviloka þessar-
ar tröllkonu, og hvergi þar í
grennd sjást þess merki, að hún
hafi steinrunnið. í því efni býr
skarðið á Snæfellsnesi betnr.
Svona var sagan, sem ég sagði
Rauð mánum um nafnið á skarðinu,
sem við vorum nýbúnir að fara um.
! »1 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ