Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Blaðsíða 13
aWarið, nema hvað þar eru mikl- ar sanddyngjur, svokallaðar Land- eyrar, sem líka koma úr sjó um 'fjöruna. Og efnið í þeim — það ©r einnig skeljasandur. Kringum Holt, fyrir mynni Bjarnardals og allt út fyrir Hjarðardal, er einnig geysimikið sléttlendi og ágætar engjar, og þar er Tólfkarlaengi, sem nefnt er, í landi Holts — ákaf- lega góð spretta á því oftast. — Þú minntist á skeljasandinn — kom ekki einu sinni til mála að reisa sementsverksmiðjuna í Önundarfirði? — Jú, Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur var þar við rann- sóknir og mælingar, gagnkunnug- Ur maður, sonur Ásgeirs heitms Torfasonar á Sólbakka. Hann mældi þykkt sandlagsins — þetta reyndist gífurleg ná.ma, þótt ekki muni ég tölurnar. Úti í firðinum er afarmikið af kúfiski, aðallega með vesturströndinni frá Holts- odda og alveg út undir Barða, en lí'ka að norðanverðu frá Flateyri og út á Bjargavík. Önundarfjörð- urinn var langa tíð beitunáma, eftir að farið var að plægja kú- fiskinn upp, hvergi á Vestfjórðum neitt til jafns við það. Þeir sóttu þangað beitu norðan frá Ísaíjarð- ardjúpi og vestan af fjörðum. — Eigum við þá ekki að víkja að hrognkelsaveiðinni? — Jú, það er nú aðalefnið — annað ætlaði ég ekki að tala urn. Á grynningunum innan við Holts- odda var oft mepgð af hrognkels- um. Iðulega liggur rauðmaginn þar við hlið grásleppunnar á með- an hún bíður hrygningar. Að henni lokinni hefur grásleppan sig á bu-rt, en rauðmaginn verður eftir og annast frjóvguð hrognin á meðan þau eru að ktekjast út. Hrognkelsaveiðar höfðu lengi ver- ið stundaðar þarna með þeim hætti að menn óðu grynningarnar á fjöru með gogg á löngu skapti, og með igoggnuim kræktu þeir í hrogn kelsin. Við sig höfðu þeir bund- inn spotta með seilarnál á enda, þræddiu ihrognkelsin með henni upp á bandið eða seilina og drógu aflann á eftir sér. Þannig vazlaði ég fram og aiftur, þegar ég var stráikur. Fyrir aldamótin var þó tekin upp önmur veiðiaðferð — stanga- veiðin, sem ég ætla að lýsa hér. Á Innri-Veðrará bjó frændfólk okk ar, og þar ólst upp Ólafur Jens- son, sem seinna var kaupmaður og útgerðarmaður á Hofsösi og þar á eftir póstmeistari í Vestmannaeyj- um, faðir Baldurs útibússtjóra út- vegsbankans í Kópavogi. Faðir minn, Jónatan Magnússon, sagði mér, að Ólafur hefði tekið upp þessa nýju veiðiaðferð, þegar hann var unglingur. Og Ólafur — jú, hann var fæddur árið 1879. Þá höfum við það svona nokkurn veginn, hvenær þessi nýlunda kom fil sögunnar. — f hverju var svo breytingin fólgin? — Menn hættu að vaða sjóinn og draga aiflann á sjálfum sér. Það var farið að nota báta og nýtt veiði teeki. Þetta voru sívalar trésteng- ur, sex, átta eða níu álna iangar, og á öðrum endanum var járnhólk ur, en á hinum fimm bognii- st.áV- krókar, agnhaldslausir. Árar voru ekki notaðar, helduo- stjökuðu menn bátnum áfram, og var þá beitt þeim enda stangarinnar, sem hólkurinn var á, en hinurn auðvit- að, þegar hrognkelsin voru krækt. Þar sem krókarnir voru fimm og vissu í allar áttir, þurfti ekki leng- ur að hafa gát á þvi, hivernig stöng in sneri í hendi manns eins og áður, þegar goggurinn var aðeins einn. Við smíði þessara króka þurfti að gæta þess, að þeir væru úr góðu efni og þyldu hnjaslc. Úr ■ því greiddist, þegar faiið var að r 1 M I N N SUNNODAGSBLAÐ 997

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.