Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Qupperneq 14
flytja inn hnausakvíslar. Ábnurn- ar voru höggnar af þeim og smíð- aðir úr þeim krókar. Aðalkróka- smiðurinn okkar var Friðrik Guð- mundsson, alþekktur járnsmiður og rokikasmiður. í barka bátanna var hafður plitt ur, og þar stóð maður svo hátt, að borðstokkurinn var í hæð við hnén. Maður sá vel niður í sjóinn fyrir framan bátinn, og fljótlegt var að innbyrða brognkelsin, því að fyrirhafnarlaust var að losa þau af króknum, þar sem engin voru agnhöldin. Með þessum hætti var kleift að veiða, þar sem ekki varð vaðið vegna dýpis, þótt til botns sæist, og mátti stunda veið- ina frá því sjór var hálffallinn út yg þar til hálffallið var að — svo sex klukfcutíma í striklotu — og lengur í smástrauminn. begar hótt var í, var ekki unnt að sjá hrognkelsin. Bezt var að hafa léttan og liðlegan bát. En auð- vitað varð að vera nokkurn veg- inn sléttur sjór, því að ekkert varð greint, ef hann var mjög gáraður. Þá var gagnslaust að fara á Ós, eins og sagt var. — Það hafa þá oft verið úrtök? — O-já, stundum var það. En oft var sjór ládauður, sérstaklega um nætur á vorin. Og vornæturn- ar eru miklu bjartari fyrir vestan en hér i Reykjavík. Það var sönn unun að lifa þessar lognværu vor- nætur einn á báti þarna á ósnum. Að afliðnu lágnættinu vaknaði allt til lífsins eftir næturhvíldina, fugl arnir tóku að kvaka og syngja í öllum átturn. Ég hef ekki lifað meiri dýrð og fegurð en þegar sól- in kom upp á morgnana yfir norð- urfjöllunum og hallir árdagsgeisl- arnir merluðu sjóinn. Það voru sannkallaðar yndisstundir. Þegar stiUur voru, kom svo venju- lega hafvindur, sem við kölluðum vestra, svona um hádegisbilið. Það kalla menn víst hafgolu hér syðra. — Stunduðu margir þessar veið ar? — Ég er nú hræddur um það. Menn streymdu að, bæði innan úr firði og utan úr sveit, Hjarðardal og Valþjófsdal. Þó voru góðar netalagnir úti hjá Hóli á Hvilftar- strönd og víða er þarabrúk utan við Flateyri og alveg út á Sauða- nes. Það er þar uim allt. Talsvert utan við Flateyri er verstöðin gamla, Kálfeyri, og þar veiddu menn hrognkelsi í beitu. Það voru svo sem víða hrognkelsalagnir, en eigi síður margir um Ósinn. Nú var það að vísu svo, að Holt átti land að öUu veiðisvæðinu inn- an við oddann að vestan, en að norðan lágu að því margar jarð- ir. Stöku menn vildu fcoma þvi á, að ekki væru öðrum heimil veiði en þeim, sem áttu þessar jarðir eða sátu þær. Auðvitað var ekki óeðlilegt, þótt þeim fyndist, að þeir ættu að njóta hlunnindanna fram yfir aðra. Út af þessu urðu einhverjar ýfingar, en ekki hafði þessi túlfcun á veiðiréttinum fram- gang. Ég hef lífca heyrt, að ein- hvern tíma fyrr meir hafi sá dóm- ur gengið, að ráði vitrustu og beztu manna, að öllum skyldi þessi veiði jafnheimil. Þetta þótti svo ómetanleg lífsbjörg, sem forsjón- in sendi að bæjardyrum fátæks fólks á þeim tíma árs, þegar oft Var þrengst i búi, að ótækt var talið að svipta það henni. En hvað um það — allir Önfirðingar, sem því gátu við komið, stunduðu þennan veiðiskap að einhverju leyti. Mun- urinn var sá, að þeir, sem fjær bjuggu, urðu að setjast undir ár- ar og róa talsverða leið, þegar þeir fóru á Ós — hinir stjökuðu bara bátnum sínum frá landi. Það eru engar ýkjur, að þessi veiði bjargaði stundum mönnum og skepnum á vordögum áðtir fyrr, þegar kalt blés á norðan og lítið var um hey og mat — þetta var nokkuns konar líftrygging. Gamla fölfcið sagði líka: Gerir feita granna kinn, grásleppan og rauðmaginn. — Og veiddist bara mtktð? — Það var ekki óalgengt að fá tvö, sex og sjö hundruð á bát á fjöru, þótt misjafnt væri eftir veðri og öðru fleira. Stundum gat aflinn orðið mun meiri, jafnvel yf- ir þúsund stykki á bát í einni ferð, þegar bezt hittist á. En þá varð að fara saman mikil hrognkelsa- ganga og ákjósanlegasta veður. Auk þess varð að standa vel á straumi og þó efcki vera margir bátar að veiðum. — En þeir hafa líklega oft ver- ið margir samtímis? — Já-já. Iðulega var það. ég man eftir tuttugu bátum að veiðum samtímis, svo að þú getur ímynd- að þér, hvað komið hefur á land. Þótt heita rnætti, að slíkur báta- fjöldi þurrkaði upp hrognkelsin á hverri fjörunni eftir aðra kom ný ganga með hverju flæði — Stunduðu menn veiðina lengi vors? — Það var byrjað um sumarmál og haldið áfram fram um Jóns- messu. Fyrst bom rauðmaginn eins og maður þekkir, og gráslepp an nofckru síðar. Yfirleitt vildu menn ekfci fást við þetta eftir Jónsmessu, þvi að bæði voru hrognkelsin þá orðin verri og svo var tálið æskilegt, að þau fengju Séð inn Önundarfjörð, bryggþamar i Flateyrl tii hægri. Ljósmynd: PíH Jónsson. 998 itHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.