Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Síða 18
Hér var eitt sinn eitt af þorpum Eiitreumanna. En hersveit frá Etiópíu brenn di það vor.ið 1967. Eftir liggja á sandinum brunaleifjj', leirkerabrot og brömluð búsgögn. Þetta, sem þarna liggur, hefði eins vel getað fundizt við fornleifagröft í Egyptalandi eða Litlu-Asíu og verið mörg þúsund ára gamalt. Líf þessa fólks hef- ur ekki breytzt til mikilla muna. Verkfæri og lífshættir hafa í meginatriðum haldizt svipaðir, og samfélagsliætt- irnir eru sennilega keimlíkir og þeir voru endur fyrir löng j. Það verður helzt ráSið af niðursuðudósum, sem stöku sinnum bregður fyrir, að þetta eru ekki bronsald- arminjar. f árásum sínum vorið 1967 notuðu Etiópíumenn meðal annars sprengjuflugvélar, og fullyrt er, að þá hafi log- andi bensínhlaupi verið steypt yfir varnarlaus sveita- þorpin, hjarðmennina og fénaðinn á beit og fólkið við vinnuna sína á akurblettunum. Meira en þrjú þorp voru brennd til ösku í þessari lotu. En umhejmurinn rumskaði ekki, og fólkið, sem af komst, fékk ekki aðra hjálp en þá, sem skæruliðarnir gátu látið í té. nú eru ekki nema þrír þeirra frjáls ír menn. Hinir eru fallnir eða komnir í hin iUræmdu fangelsi. Etiópíuanenn, einhver hin miðalda- legustu I öllum heiminum. Etiópdumenn hafa bannað bók- staflega allan félagskap Eritreu- manna. Þetta gildir jafnt uim kven- félög og æskulýðsfélög sem stétt- arfélög og samtök, sem gætu ver- ið stjórnmálalegs eðlis. Fólk á hvergi að geta náð saman til þess að bera saman ráð sín. í leyni hef- ur það þó víða reynt að koma á einhvers konar samtökum, og sinna sérstakir erindrekar og trún aðarmenn þjóðfrelsishersins þvi hlutverki. I því efni er víða stuðzt við konur, og annars stsðwr eru hinir fáu og fátæklejfn skólar landsins hafðir að yfirskini. Flug- rit eða slíkt kemur að litlu haldi, því að ekki er nema fáundi hver maður læs. Tilraun, sem þjóðfrels- isherinn gerði til þess að koma upp skólum á yfirráðasvæðum sín- um, fór úr skorðum árið 1967, því að hersveitir Etiópíumanna gerðu þá sérstakt herhlaup til þess að koma skólunum fyrir kattarnef. f þessari herför var flest jafnað við jörðu á stórum svæðum. Eritreumenn standa að mörgu leyti í svipuðum sporum og Alsír- búar, er þeir börðust við Frakka, og að sumu leyti svipað þjóðffrels- isihreyfingunni í Víet Nam f ðnd- verðu. Hermdarverk þau, sem Eti- ópíuher vinnur í þorpum og byggð um, þar sem Ihann kemur, magnar sífellt hatrið, og þjóðfrelsishern- um verður þar jafnan bezt til manna, er etiópskir hermenn hafa farið um. Höllustum fæti stendur þjóðfrelsisherinn uppi á hálend- inu, þar sem fólkið talar eina af tungum Etiópíumanna og aðhyllist einnig trúarbrögð þeirra. Þó eru bæði kristnir menn og Múíhamm- eðstrúarmenn meðal foringja þjóð frelsishersins. En mál Eritrea hafa ekki enn fengizt rædd í alþjóðasam tökum. Etiópíumenn hafa staðið mjög fast gegn því, að atferli þeirra í Eritreu sé hreyft hjá Sam- einuðu þjóðunum og notið þar lið- sinnis voldugra aðila. Að því er keppt, að styrjaldar- Innar í Eritreu sé helzt hvergi getið. 1002 TfHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.