Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 07.12.1969, Page 19
ÞÓRARINN FRÁ STEINTÚNI: Á afmæli Kvæðamanna- félagsins Iðunnar Ég ætla fyrst að hafa yfir nobfcr- ar Ijóðlínur, úr kvæði eða þulu, sem ég setti saman fyrir nokfcr- um árum. Ég nefndi það AMarhátt: Váleg þrengist vöfc og frýs, á vökunni úti rnuggar. Áin brynjuð bláum ís, byrgjast hélu gluggar. Við andvöku mér hugur hrýs, húrnið óró bruggar. Ferhendunnar frjóa dír friðar þá og huggar. Seinna að vonum sólin rís og svipum frá mér stuggar. Litla barnið ljósið kýs, en ljósinu fylgja skuggar. Ljósinu fylgja líka dimmir sfcuggar. Og enn þetta: Löngum íslen^sk ljóðaþrá ljósið mijii handa bar og véitti bragnum frá bjarnyl frónskum anda. Við, sem nú erum komin á efrl ár, höfum notið mifciUar og sér- stakrar hamingju. Segja má, að við höfum lifað i og fengið til við- miðunar tvo heima: Liðinn tírna, svo sem hann hefur verið um ald- ir, og tæknibyltingu undanfarinna áratuga. Margt hefur að undanförnú rek- ið hér á fjörur. Útlend áhrif flætt yfir. Um það má gott eitt segja, sé því tekið með varúð. Hér hefur Kvæðamannafélagið Iðunn tekið varðstöðu um einn þátt okkar þjóðlegu erfða — þann þáttinn, sem mikilsverðastur er: Ljóðið. Við erum víst sammá’a um það, að blindur er bóklaus mað- ur. Og svo einnig, að bókin hafi bjargað íslenzku máli og þjóðerni fram til þessa dags. Segja má með nokkrum rétti, að þjóðin hafi lagt lífið að veði fyrir bókina. Flateyjarbók ein var gerð úr 128 skinnum. Úr skinn- inu fengust fjögur blöð. Miðað við verðlag nú, fcostaði efni í þessa einu bók senniiega um tvö hundr- uð þúsund krónur. Þjóðin gerði bækur úr skæðaskinninu, en mældi heiðarriar í roðskóm. Nú um skeið hafa ýmsar blikur verið á lofti. í sjónyarpsþætti rit- höfunda á dögunum skildist mér, að til álita kæmi, hvort rithötund- ar og skáld eigi að semja hugverk sín handa fiáum útvöidum eða sauðsvörtum almúganum. Ég held nú, að efcki verði það svokallaðir fagurfræðilegir fagur- kerar eða ritdómarar, sem að lok- um mæla skáldverkum aldur. Hæstirétturinn verður þjóðin, svo sem verið hefur. í þessum þætíi var mikið talað um epísk, symbólsk og absúrdísk verk. Við höf: :u ágæt, íslenzk nöfn um allt þetta. svo sem söguleg, táknræn, að ó 'leymdum absúrdismanum, sem er vel þýtt með orðunum fjarstæða eða flónska. Útlendu nöfnin eru vist fínni. En þurfum við nokkuð að skamniast obkar fyi’ir íslenzkuna? Nú er mikill áróður hafinn til þess að breyta og byita íslenzfcri Þórarinn frá Sfeintúni. ljóðagerð. Svokölluð ijóð í óbundnu máli eru nú í tizku. Og harður áróður rekinn þeim til framdráttar. Vel má vera, að óbundið, ljóðrænt form geti nálg- ast það að heita ljóð. Og sá háttur er hafður á ljóðagerð „með þjóð- um“. En fcjá okkui1 er þetta ekki svona einfalt. Kvæðl það, sem kveðið er, og ljóð er eitt og hið sama ís- lendingi. Það gerir okkar sérstæða . form, sem við erum víst mikils til einir um á heimsbyggðinni: Hóf- uðstafir — stuðlar og rim. Þessi þjóðlega erfð er það fjöregg, sem Iðunn gætir. Og þennan arf ber okkur að varðveita. Hann he-fur enzt bezt á löngum vetrarvökum, og svo mun enn, ef sæmilega er á haldið. Eða hvað mundum /ið nú vilja gefa til að eiga danskvæð- in sem sungin voru á Jörfa. Eða þó ekki væri nema viðlagið við dansinn í Hruna. Óbundið mál er efcki ljóð á íslandi. Það getur verið í fallegri Ijóðrænni framsetningu, og er þá fremur arftaki sögunnar í hnotsl.urn. Að hér býr /íú íslenzk þjóð með íslenzkt mál á vörum, Eddumá! og Liljuljóð leiftr% á spurn og svörum — lagið bundið efni í óð urn þar réði kjörum. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ T003

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.