Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 21
ihreppi, ennfremur kennari mörg
ár. — Eftirmælin, sem skráð eru
við dánardaginn í kirkjubóicina um
Einar breppstjóra eru þessi:
„Merkisbóndi og framkvæmdamað
ixr hinn mesti og auk þess hvers
imanns huigljúfi“.
20.
Bogi mœtur, bróðir hans,
býr þar lika glaður
með mörk ágætri móinslands,
er mannsins bætir gleðistanz.
21.
Sú Ragnheiðar heitið ber,
hún er Ámadóttir,
veitir greiða görpum hér,
glatar neyð, um búið sér.
Bogi var- albróðir Einars og bjó
alltaf í Hringsdal. Hann varð að-
eins 54 ára og lézt 10. ágúst 1902.
Kona hans var Ragnheiður Árna-
dóttir, Árnasonar, Gislasonar
prests að Selárdal. — Á manntal-
inu 1882 er Bogi 34 ára, en Ragn-
heiður 32 ára. Synir þeirra eru
Brynjólfur Jón þriggja ára, Einar
tveggja ára. — Einar varð þjóð-
kunnur maður fyrir ritstörf sín.
Hann starfaði lengi og á allmörg-
um stöðum sem kennari og lét vel
það starf.
22.
Friðrik, Jón og Elías
enn á Hóli byggja,
dyggðum þjóna, en dylja þras,
drýgja á Fróni jötnaþjas.
23.
Með reglu stóra og rausn mikla
rækja búsumsýslu,
Margrét, Þórunn, María,
sem minniskór í greind bera.
24.
Búin sóma hjónin hýr,
hreinar dyggðir stunda,
reglublómi og rausn þar býr
og risnu dóma nægt órýr.
Friðrik, Jón og Elías Jónssynir,
bónda á Hóli í Bakkadal í Ketil-
dalahreppi. Þeir voru bræður
Magnúsar, föður Maríu, sem nefnd
er í 19. vísunni. — Þórunn Gísla-
dóttir, kona Friðriks, var alsystir
Einars og Boga í Hringsdal. Fór til
Vesturheims með börnum sínum,
Magnúsi, Gisla, Matthiasi og Jó-
hönnu eftir lát manns síns. María
Gisiadóttir, kona Elíasar, var al-
systir Þórunnar. Þau voru barn-
iaus. Hún fór með Maríu systur
sinni til Vestuiheims. — Margrét
Ólafsdóttir var kona Jóns. — Þeg-
ar manntalið var tekið 1882 var
aldur þessara húsráðenda, sem hér
segir: Jón var 57 ára, Margrét 41
árs, Elías 55 ára, María 39 ára,
Friðrik 49 ára, Þórunn 26 ára.
25.
Utan vanda ágætur,
þó efnin litil hafi,
býr á Granda Guðmundur
og gefni banda Ragnheiður.
Um þennan Guðmund og Ragn-
heiði hef ég ekki getað aflað mér
upplýsinga. Þau eru ekki á Granda,
þegar manntalið er tekið, heldur
hjónin, sem nefnd eru í næstu
Vísu.
26.
Ásbjörn nefni ég aldraðan,
sem unir með Þuríði,
sjálfsmanns stefnu sífellt ann,
sínum efnum haga kann.
Ásbjörn Ásbjörnsson húsmað-
ur, 61 árs. Kona hans var Þuríður
ívarsdóttir, 54 ára. Þau búa ein á
Granda. Ásbjörn var lengi blindur.
Hann dó 4. júní 1900.
27.
í Feigsdal bvggir baugsnjótur,
af brögnum Jens er nefndur,
vinum tryggur, veglyndur,
virða ei styggir, góðsamur.
28.
Örvabeitir ágætur
á sér konu væna,
sem að heitir Sigríður,
sæmdir heitar títt vinnur.
Jens Þorvaldsson bóndi, 44 ára I
manntalinu. Hann mun hafa ritað
vísurnar upp fynr Guðmund. Jens
dó 27. september 1886. í kirkju-
bókinni segir um hann látinn:
„Merkisbóndi og hreppsnefndar-
maður og einn hinn bezti maður í
Daiahreppi". Sigríður Jónasdóttir,
kona hans, var lengi ljósmóðir í
Ketildalahreppi. Voru þessi hjón
sérstaklega vinsæl. — í manntal-
inu eru börn þeirra talin: Ragnheið-
ur átján ára, Þorvaldur sextán ára,
Ragnhildur tólf ára, Ástríður níu
ára, Jón G. E. sjö ára. Þá eru einn-
ig á heimilinu Þorvaldur Ingimund
arson, 75 ára, og Ragnheiður Jens-
dóttir, sjötíu ára, foreldrar Jens
húsbóndans.
29.
Jón Eiríki borinn býr
á Bakka menntahraður
og mánasíkja dokkin dýr,
dyggðarík, já, listaskýr.
30.
Gáfuð, vitur gullbaugs slóð,
Guðbjörg Ólafsdóttir,
þar hjá situr þornasjóð,
það skal ritað, fært i ljóð.
Jón Eiríksson, síðar íshússtjóri
á Bíldudal, var 42 ára 1882. Kona
Feigsdalur — þar var „baugsnjóturlnn'
.örvabeitirinn'
Jens.
• ■ -
Ljósmynd: Páll Jónsson,
TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
m