Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Side 18
Otrardalur, þar sem Guðmundur Sigurðsson átti athvarf um skelð. Ljdsmynd: Páll Jónsson.
JÓN KR. ÍSFELD:
Sveitarvísur úr Ketil-
dalahreppi árið 1882
Þegar skyggnzt er langt aftur í
tímann, er líkast því, að rýnt sé
inn í rökkvaða stofu. Þegar menn
fara að venjast myrkrinu, eins og
sagt er, verður umhverfið smám
saman greinilegra, þótt aldrei
verði það fullkomlega skýrt.
Þegar menn sökkva sér niður i
eitthvert efni frá liðna tímanum,
fer oft svo, að það skýrist betur
og betur, eftir því sem áhuginn
á því vex og athyglinni verður
skarpara beint að því.
Sveitarvísur, sem hér verða
FYRRI HLUTI
nú bi-rtar, eru ortar um húsbænd-
ur í Ketildalahreppi í Amarfirði á
árinu 1882, sennilega snemma á
því ári. Má nokkuð ráða það af
manntalinu frá þessum tíma. Þó að
ekki sé lengra um liðið frá því
vísurnar eru ortar, hefur reynzt
erfitt að fá viðhlítandi upplýsing-
ar um margt af því fólki, sem
þarna er nefnt. Það er líka ekki
fyrst og fremst tilgangurinn með
birtingu þessara vísna að gefa sam-
tímis þeim fullkomna lýsingu á
fólkinu, sem þar er talið upp. Meg-
intilgangurinn er sá að vernda
þessar vísur frá glötun. Þær eru
allt of dýrmætar til þess að glopra
þeim í glatkistuna. Flest það fólk,
sem í vísunum er sagt frá, á niðja
ó lífi, bæði í Arnarfirði og víða
annars staðar á landinu. Það get-
ur verið skemmtílegt viðfangsefni
þessum ættmenmun að leita sér
nánari vitneskju um þessa forfeð-
ur og formæður.
Ég vil geta þess, að fyrir nær
tuttugu órum sá ég vestur í Arn-
arfirði handrit með Iþessum vísum.
Fékk ég að skrifa þær upp og
birti þær síðan í safnaðarblaði
mínu. Ekki man ég nú, hjá hverj-
um ég fékk þetta handrit lánað.
Ég skilaði því til eigandans. Þess
vegna veit ég ekki, hvort bandrit-
ið er nú til. Gaman væri, ef hægt
vœri að fá það til geymslu, til
dæmis í þjóðskjalasafninu. Hand-
ritið var talið skrifað af Jens Þor-
valdssyni, sem 1882 var bóndi í
Feigsdal. Hann hefur skrifað það
fyrir höfundinn, Guðmund Sig-
urðsson, sem ekki er vitað til, að
hafi sjálfur skrifað Ijóð sín.
Höfundurinn kynntur.
Guðmundur Sigurðsson fæddist
2. nóvember 1841 að Botni í
Tálknafirði, sonur Sigurðar Ás-
grímssonar, bónda þar, og konu
hans, Ingibjargar Asbjörnsdóttur.
Það má telja nokkurn veginn víst,
86
T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ