Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Side 15
INGÓLFUR JÓNSSON:
Hvítar hendur
*
Hrafni varð starsýnt á hendur
Jónasar, sem hann lét hvíla á skrif-
borðinu fyrir framan sig, þannig
að lófarnir sneru upp. Gat það
verið, að þessi stóri, breiðvaxni
maður ætti þessar m.iólkurhvítu,
litlu hendur, sem frekar virtust
tilheyra barni en manni um fimm-
tUigt.
Jú, það var nú enginn vafi á
þvi, hugsaði Hrafn, enda sat
hann sjálfur gegnt Jónasi við skrif
borðið, svo að um missýningu gat
ekkl verið að ræða.
T f M 1 N N — SUNNUÐAGSBLAÐ
— Þetta tal er ekki til neins,
get ég sagt yður, sagði nú Jónas,
þeir á ráðningarskrifstofunni
höfðu heimild til að vísa til mín
mönnum, en mitt er að velja eða
hafna. Og þér skiljið víst bezt sjálf
ur, að hjá mér er ekki staða handa
yðtir. Yður hefði verið nær að
missa ekkj þessa stöðu, sem þér
höfðuð.
Að þessum orðum töluðum reis
Jónas úr sæti sínu og gaf með því
til kynna, að samræðum þeirra
væri lokið.
Hvítar hendur, hugsaði Hrafn á
leið sinni niður stiga þessa harð-
viðarklædda, reykvíska verzlunar-
húss, sem Jónas réði fyrir. Hvítar
hendur og harðviður eiga ekki illa
saman, bætti hann við með sjálf-
um sér.
En höfðu hendur Jónasar ávallt
verið svona litlar og hvítar? Lik-
lega höfðu þær verið það. Jónas
hafði snemma kunnað þá list að
hlífa höndum sínum. Hrafn mundi
hann ungan, þegar þeir voru báð-
ir nýkomnir til Reykjavíkur í at-
vinnuleit. Það var á dögum hins
brezka hernáms, þegar allt í einu
var næg vinna handa öllum. Þeg-
ar rautt gull Bretans seiddi fólk
kyrrlátra sveita suður, þar sem
bær var að breytast í borg.
Þá hafði fundum þeirra Hrafns
og Jónasar borið saman í rykug-
um flutningadöllum við hafnar-
bakkann í Reykjavík: Uppskipun-
arvinna dag eftir dag og viku eftir
viku. En dvöl Jónasar í sveit hafn
arverkamanna varð ekki löng.
Ávextir og vindlingastokkar, sem
stundum losnuðu úr umbúðum,
áttu greiðan aðgang að vösum
Jónasar og urðu nær samtímis að
verzlunarvarningi í höndum hans.
— Margt smátt gerir eitt stórt,
var orðtak Jónasar, sem einn dag-
inn kvaddi vinnuhópinn við höfn-
ina og gekk fyrstu skrefin I áttina
til þessa glæsta húss, sem hann
átti nú og réði yfir eins og kéng-
ur. Þaðau stjórnaði hann útibúum
sinum og varð jafnan fyrstur
manna til að gefa efthiéktarverð-
ai gjafir til líknarmála, einkum
þær gjafir, sem voru frádráttar-
hæfar til skatts.
Ósvífnar tungur sögðu, að Jónas
hefði eygt þann möguleika að
byggja nógu veglegt hús, þar sem
stórfjárhæðir gætu týnzt, svo að
skattalögreglan, sem jafnvel veitt-
ist að máttarstólpum þióðfélagsins,
færi ekki neina sigurför til hans.
Hvítu hendurnar hans Jónasar
hafa dugað honum dyggilega, hugs-
aðj Hrafn um leið og hann gekk
upp tröppur lítils og fremur ó-
sjálegs húss. í það átti hann sama
erindi.
Þar kom maður til dyra, og
Hrafn sá sér til undrunar annan
vinnufélaga frá hernámsárunum
— mann. sem margt hafði reynt,
en kunnað að taka sigrum og ósigr-
um, sem höfðu skipzt á undalega
oft í lífi hans, með sömu yfirlætis-
lausu róseminni.
— Svo að þú ert að koma frá
Jónasi, kunningja okkar, sagði hús-
ráðandi: Og fékkst ekki vinnuna.
Já, ráðningarstofan er búin
að segja mér frá þér, og starfið
þíður þín, ef þú vilt.
— Já, en þú veizt, Hreinn, að
ég missti stöðuna, fannst Hrafni,
að hann yrði að segja, svo að hann
villti að minnsta kosti ekki á sér
heimildir.
— Misstir stöðuna — hvað varð
ar mig um það? sagði Hreinn og
brá fyrir glettnisbjarma í bláum
augunum. — Trén vaxa upp úr
rústunum, drengur, og við erum því
aUtaf einhvers virði meðan ein-
hverjum finnst taka því að taia ilia
um okkur. Komdu nú og fáðu þér
kaffisopa og reyndu að gleyma
Jónasi, sem varð fyrstur okkar til
að kveðja kola-og sementsdalla
Bretanna.
Hrafn gekk á hæla þessa gamla
félaga síns inn í lítil og þröng húsa
kynni, sem þó voru í augum hans
bgartari en bin, sem hann hafði
fyrir stundu kvatt, þó að þar bæri
hvttar hendur við ljósan harflvið.
183