Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Blaðsíða 17
Séð ofan í norskan f jörð. að föruneyti vina og vandamanna, gvo sem títt er, begav í langferð er haldið. Snúningasamt varð í flugstöðinni, og var flugvélin ekki komín á loft fyrr en klukkan 35 mínútur yfir tólf. í hópi beirra, sem á flugvellinuim stóðu og veif- uðu til okkar í kveðjuskyni, var Kristinn, dóttursonur minn, þriggja ára snáði. Frétti ég er heim kom, að hann hefði hágrát- ið, svo ægilegt fannst honum að sjá afa gamla hverfa út í geiminn í þessum furðufugli, er þarna hófst á loft. Annar dóttursonur minn og nafni tók aðra afslöðu til málsins, enda var hann sex ára gamáll. Hann hafði sem sé lýst því ákveðið yfir, að hann gerði Norðmönnum þá úrslitakosti, að ef afi fengi ekki gott rúan t'l að sofa í í Noregi, skyldi hann sjá svo um, að Ólafur Noregskonungur, sem var að koma í heimsókn til Reykjavíkur þennan dag, skyldi verða að liggja á gólfinu. Vélin flýgur einn hring vfir Reykjavik, en tekur síðan stefnu í suðaustur. Þegar hún fer yfir Seltjarnarnesið, flýgur mér í hug það, sern kveðið var: Seltjarnar- nesið er lítið og lágt. Lengra fylgi óg ljóðinu ekki, því mjög er nú þéttbýlt orðið á nesinu og eigi kemur mér til hugar, að þeir, sem þar búa, hugsi smærra en aðrir Islendingar. Flugvélin smáhækkar flugið austur yfir Hellisheiði og fylgir síðan ströndinni í átt til Vestmannaeyja. Brátt er hún kom- in í 7000 feta hæð, og í þeirri hæð er flogið alla leið til Noregs. Á vinstri hönd liggur nú hið frjó- sama Suðurlandsundirlendi eins og útbreitt landabréf, grænn íitur þess gleður augað, Til hægri renn- a saman himinn og haf, sem kögr- ar sendna ströndina hvítum. brotn- andi bárum. Inn til landsins rísa fjöll ög jöklar í blárri móðu fjar- lægðarinnar. Við fljúgum yfi - ósa stórfljótanna: Ölfusár og Þjófsár. Okkur gefur sýn yfir þorp suðurstrandarinnar: Þorláksliöfn, Stokkseyri og Eyrarbakka. Klukk- an 12,55 okkur ber hratt ýfir Vest- mannaeyjar, en nú er þó nokkurt skýjafar orðið, svo eigi sér þar til kennileita nema stutta stund. Nú fljúgum við ofar skýjum svo ekki er rieitt merkilegt að sjá, þó að hvítar skýjabreiðurnar myndi að visu eins konar vetrarlandslag fyr- ir augum okkar. Athyglin beii'ist nú að vélinni að innan og sain- ferðafólkinu. Þetta er ein af vél- um Braatens bins norska, flug- vélajöfurs og skógræktarmanns, nokkuð gömul, en nýlega uppgerð. Hún er fremur hægfleyg, en ann- ars talin góður farkostur, og víst er það, að ekki væsir um okkur í sætum hennar. Ég sit í næstaft- asta sæti í vélinni og gefst mér þvi ekki kostur að athuga samferða- fólkið nema hnakkasvip þess. Flugvélin svífur ofar skýjum. en öðru hverju grisjar þó í gegn- um þau og sér niður á blágrænt hafið, þar sem greina má þungar, líðandi öldur, sem í einstaka stað vppa hvítum hnútum. Mettir og vel á okkur komnir hyggjumst við Iiaukur, sætisfélagi minn og starfs bróðir síðasíliðin 32 ár, að fá okk- ur blund. En rétt í sama mund og vökuvitund mín ;ekur að slævast. rís Jón fararstjóri úr sæti, ávarp- ar lið sitt og skýrir meðal annars frá því, að ef einhverjir óski eft ir að færast milli flokka, sé það heimilt, ef samkomulag náist milli þeirra, er flytjast vilja og svo TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 401

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.