Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Blaðsíða 13
Grímur M. Helgason, forstöðgmaður han dritadeildar Landsbókasafnsins, dáns prests, þótti gott að heyr.i til hans, texti: kanverska konan. Fyrir- lestur var haldinn eitt kvöldið (Sig- urður stjóri á Itólum), ekki gat ég farið þangað. Eitt kvöldið var grímuball, þangað kom óg ekki heldur. Tombóla 'var haldin, ekki var eg þar. Leikið var á hverju kvöldi og sungið flesta daga. Eg gisti hjá Jónasi. Sigurður stjóri var þar líka 3 nætur. Einu sinni fór Jónas fram í sveít og gisti um nótt- ina. Eg kom til ýmsra: sýslumanns, Baldvins, Blöndals, Kr . Gíslasonar, Ólafs frænda (hann var lasinn), Pálma Péturssonar o. fl. Á mánudaginn 5. marz hélt eg heim á leið og í Hofsós. Jónas lækn- ir fylgdi mér og Sigurði stjóra yfir að Lónsbrekkum, léði Sigurði hest þangað, en mér að Hellulandí — þar var minn hestur, Glói, allan sýslufundartímann. Þaðan hélt Sig- urður gangandi heim að Hólum, en eg einn út í Hofsós. Á þriðjudaginn 6. marz fór eg úr Hofsósi og heim. Við, sér Pálmi urðum samferða út í Haganesvík, komurn að Miðhóli, og þar stönz- uðum við í Víkinni. Hélt séra Pátmi fram-í Hamar, en eg heirn. ÖIlu leið vel heima. Já, satt er það, ,sem Fggert Ólafsson segir: Get eg helzt þangað . girndin lúti — gott er að vera kominn heim“. Þú sérð, að skagfirzkir sýslu- nefndarrnenn og sveitungar þeirra hafa áít ýmissa kosta völ til dægra* styttingar fyrir rúnnnm firomtíu ár- um, memningarlíf á Króknum verið fjöiskrúðugt, segir Grímur og bros- ir. Frá dagbókunum leitar hugur inn til bréfasafnanna, sem getið er í þessu nýja bindi handritaskrár-. inmar. Ég spyr, hvort safninu ber- ist mikið af sedibréfum, gö'mlum eða nýlegum. — Allmikið, segir Grímur, en menn eru dálítið tviátta í þessum efnum. Þeir gera sér að vísu grein fyrir því, að sendibréf hafa geysi- mikið heimildagildi, en er öðrum þræði sárt um heiður æt.tingja sinna, eins og skiljanlegt er, þyk- ir hreinskilnin og einlægnin í bréf unum ef til vill of mikil. Einka- bréfum er í upphafi ekki ætlað a® fara margra á milli, þess vegna gefa brétfritarar sér oft lausari tauminn en ella, finnst svo stundum of langt gengið. þegar dregur að lokum bréfsins og biðja viðtakanda í öll- um bænum að brenma nú miðan- um, svo illa skrit'aður og flýtis legur sem hann sé. Ep sumir gleyima að brenna bréfum, sem betur fer, því fylla sum þeirra skörð, sem annars væru vandfyllt. Og það er einmitt gildi bréfanna sem sögulegra gagna, sem veldur því, að söfn sækjast eftir þeim, en setja hömlur á notkun þeirra, svo að sum þeirra eru ekki til af nota fyrst um sinn. — Gaman væri að líta á eitt eða tvÖ brétf. — Hérna er til dæmis bréf úr bréfasafmi Stefáns Vigfússonar Schevings, umboðsmann að lngj- aldshóli — hann var uppi frá 1766—1874, svo þetta er nokkuö gamalt safn. Bréfið er frá Þorgilsi Þorgilssyni. Það er stutt, en segir ‘ langa gamalkunna sögðu, það et sagan um spottamn, þennan Örlag* þráð ísienzkrar þjóðar. Láigubúð 13. marz 1821. Veleðla herra húsbóndi, auðmjúk heilsan. Nú þar stér neyð rekur eftir mér að eignast færi, en hef engin ráð það að fá eður eignast nein- staðar að, leita eg yðar í neyB minni að biðja yður so vel gjöra T I M I N N — SUNNPDAGSHLAt) 397

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.