Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Qupperneq 4
SíSumúli í BorgarfirSi. Lfósmynd: Páll Jónsson.
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI:
Hofmenn höggva
i.
Fáir munu þeir á voru landi,
sem ekki kannast við hverinn
Skriflu, sem frá fornu fari hefur
séð laug Snorra Sturlusonar fyrir
heitu vatni og nú á síðustu áratug-
um yljað upp hvert hús í Reyk-
holti. En hverinn er merki],'«ur fyr-
ir ýmislegt fleira, hann er og tölu-
vert sögufrægur. Og fyrir hundr-
að árum var hann í vitund margra
Borgfirðinga aU-s merkastur fyrir
sérkennilegt hátterni sm í dulinni
fortíð. Hefur Kristleifur Þorsteins-
son gert því ágæt skil i þætti um
jarðhita 1 Borgarlirði, sem prent-
aður er í II. bindi Héraðssögunn-
ar.
Hann segir svo frá, að í bernsku
hafi hann he.yrt þá sögu, að Skrifla
hafi fyrst verið i Geitiandi, hinni
fornu byggð, sem nú er löngu úr
sögunni sem slík. Höfuðbólið í
Geitlandi hét Reykholt og þar
var Skrifla. Eitt sinn bar svo til,
að blóðföt manns nokkurs. er sak-
laus var myrtur, voru þvegin í
hvernum, en sú var trú manna, að
hverir þyldu ekki blóð saklausra
og flyttu sig úr stað við slík.ir
kringumstæður. Skrifla stakk sér
því í jörð niður og leitaði niður
í sveitir. Hvíldi hún sig á þrem-
ur stöðum, og eru á 'peim öllum
volgar laugar siðan til marks um
þarkomu hennar — í Teiísgili við
Húsafell, Laugarbrekkum skammt
frá Húsafelli og austan við bæinn
i Stóra-Ási. Þaðan hélt Skrifla til
Reykholts, þar sem enn er hún.
Til sannindamerkis um sógn
þessa sýndu gamlir menn staðinn
í Geitlandinu við Reykholt hið
forna: Hleðsl-u um vatnslind,
reyndar kalda, en með ljósleitu
grjóti umhverfis, líkt og sjá mátti
á steinum nærri hvernum.
í lok spjalls síns um Skriflu
getur Kristleifur þess, að það
fylgdi sögunni, að næst þegar
Skrifla tæki sig upp, flytti hún
heim í bæ í Reykholti og kæmi
upp undir hjónarúminu. „Nú hef-
ur þessi spá rætzt. Skrifla er kom-
in heim, en ekki með þeim gusu-
gangi, sem börn hugsuðu sér fyr-
ir sjötíu árum, heldur hlý og hóg-
lát og hvers manns eftirlæti. Hún
vermir nú upp hverja vistarveru I
öðrum stærsta héraðsskóla lands
ins, svo og kirkju staðarins". seg-
ir Kristleifur.
2.
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er
getið þessa ferðalags Skriflu, en
orsakarinnar ekki.
Jón Árnason hefur þó i safni
sínu sögu um annan hver, sem vék
úr stað fyrir blóði saklauss manns.
Hún er skráð af Magnúsi Gríms-
syni „eftir vanalegri sögn manna
í Borgarfirði“. Hún er úr sama
byggðarlagi og Skrifla, og eiga
báðar sögurnar vafalaust ræ*ur
sínar að rekja til einiiar. Kristleif-
ur drepur stuttlega á þessa þjóð-
sögu, en til að nálgast kjarna þessa
máls, skal nú þjóðsagan birt hér
orðrétt samkvæmt handriti Magn-
úsar Grímssonar:
508
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ