Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Síða 13
Ólafur Þorvaldsson þlngvörður.
fttí Iborða hjá Gunnari. Hann bjó
Uppi á íofti, yfir búðinni.
— Hvernig líkaði þér að vera
verzlunarmaður?
— Vel. Annars var ég nú ekki
alger nýliði, þegar ég kom til
Gunnars, þvi að ég var búinn að
vera átta ár verzlunarmaður hjá
Milljónafélaginu í Hafnarfirði. Þar
var mikið að gera og mikið um
að vera, því að félagið gerði út
tíu kúttera, auk allra annarra um-
svifa, og hluthafar voru bæði á
íslandi og í Danmörku. Þar var sá
siður að loka búð klukkan fimm
síðdegis, einkum framan af vetri.
Þegar lokað hafði verið, fóru all-
ir inn í skrifstofu til þess að færa
inn í bækurnar, því að reikning-
arnir urðu að komast utan með
áramótaferðinni. Lára gamla, sem
þá var helzta millilandaskipið, fór
alltaf ferð upp úr áramótum, og
það var geysilegur strekkingur og
kapphlaup allan fyrri hluta vetr-
arins að hafa allt tilbúið í áramóta-
ferðina. Þá voru nú hvorki ritvél-
ar né reiknivélar til þess að létta
mönnum störfin. Allt var reiknað
með heilanum og skrifað með
hendinni.
— Ég heyri, að þú ert ekki alls
ókunr.ugur verzlunarstörfum.
— O-nei. Eiginlega finnst mér
ég geta skipt ævi minni í þrjá,
nokkuð jafna hluta: Verzlunar- og
kaupsýslustörf (ég var um tíma
kaupmaður í Reykjavík), landbún-
að og veru mína á alþingi, en þar
var ég í aldarfjórðung.
— Við höfum enn ekki minnzt
á Iandbúnaðinn, svo heitið geti.
Hvar bjóstu?
— Það var nú nokkuð víða. Ég
hef átt heima í mörgum sveitum
og sýslum. Fyrst voru það nú þessi
tvö ár, sem ég bjó í Straumi. Svo,
þegar ég hafði um mörg ár verið
við ýmis verzlunar- og skrifstofu-
störf í Reykjavík og Hafnarfirði,
þá fluttist ég vestur á Snæfellsnes
og bjó þar í sex ár.
— Hvar var það?
— Á Stakkhamri í Miklaholts-
hreppi. Þetta var gömul konungs-
jörð, og við tókum hana á leigu
tveir, ég og Björn Jónsson frá
Strýtu, bróðir Ríkarðs Jónssonar
myndhöggvara og þeirra systkina.
Við Björn höfðum unnið saman í
Reykjavík, og þá kom það fljótt í
ljós, að í báðum rann sama sveita-
blóðið, og þá ákváðum við það að
taka í sameiningu jörð til ábúðar.
Þessi ágæta fyrirætlan okkar fór
þó verr en skyldi, því að á öðru
búskaparári okkar á Stakkhamri
andaðist Björn, og eftir það undi
_ég ekki þarna, þótt búskapur minn
treindist að vísu nokkur ár enn.
— Bjugguð þið ekki báðir við
sæmileg kjör, þegar þið fluttuzt
burt frá Reykjavík? Það hefur
þurft þó nokkra löngun til sveita-
búskapar til þess að hverfa frá
öllu hér?
— Þetta var óviðráðanleg
árátta. Þegar ég fór úr Reykjavík,
var ég í vel launaðri stöðu. Lík-
lega hef ég aldrei á ævi minni
fengið hærra kaup, ef miðað er
við peningagildið. Svipuðu máli
gegndi um Björn, nema ef hann
kann að hafa verið örlítið betur
staddur en ég.
— Hvernig var svo að búa á
Stakkhamri?
— Jörðin er stór, bæði til lands
og sjávar. Vetrarbeitin er allt að
því óþrjótandi, einkum í Gláms-
flóa. Hann er víðáttumikiU mjög
og hreinasta ævintýraland fyrir
sauðkindur. Vötnin í honum og
tjarnirnar eru vist eitt af því, sem
óteljandi er á landi voru, og á milli
þeirra eru háir hryggir með mikl-
um fjalldrapa. Þess á milli eru
brokflög, mjög loðin, en svo ger-
samlega rótlaus, að það er hezt
ek-ki hægt að fara um þau, nema
á skíðum, og það gerðum við oft.
Það kom víst meira að segja fyrir
að bjarga þurfti mönnum, sem þar
voru í hættu staddir, og komust
hvorki fram né aftur. Þetta kom
að vísu aldrei fyrir í minni tíð, en
mér var sagt frá því, og það mun
rétt vera. Þegar ég kom vestur,
sögðu gamlir menn mér, að það
væri haft fyrir satt um búskap á
Stakkhamri, að þar þyrfti aldrei að
gefa kind hey, ef hún næði niður
á þúfu í Glámsflóa. Þeir orðuðu
þetta víst svona: Það þarf þá ekki
að gefa henni hey það kvöldið. En
einn ókost hafði Glámsflói, og hann
mikinn: Þar voru óskaplegar hætt-
ur fyrir kindur haust og vor, þegar
tjarnirnar voru hvorki auðar né
með heldu svelli. Það var alls ekki
um annað að gera en standa yfir
fénu allan þamn tima, sem svo
stóðu sakir.
— Hvert lá leiðin, þegair bú-
skapnum 4 Stafckhamri lauk?
— Ég seldi Síakkhamar og
fluttist suður á Hvaleyri við Hafn-
arfjörð. Þar tók ég til ábúðar tvö
býíí, Sveii iskot og Tjarnarkot. Þau
TllilNN - SUNNUDAGSBLAÐ
517