Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 19
hann. Þú getur ekki þakkað mér með öðru en sýna þig verðugan þess toausts, sem ég auðsýni þér. Gleymdu aldrei, að heiðsrlpiki borgar sig bezt. Og héma er ávís- un handa þór, tíu þúsund krónur, og með hama getur þú byrjað heið- arlegt líf. Vindil? Láttu fáeina í vasann. Búskapux Svía var bágborinn á þessum þrengingartímum. Öllu hafði verið sópað burt úr landinu, hráefnum og iðnaðarvamingi og matvælum úr dýraríkinu og jurta- ríkinu, og í staðinn hafði komið ógrynni af þýzfcum peningum. En peningamir voru ekki aetir. Menn treystu á innflutning vestan um haf, en úr honum dró stöðugt, unz heita mátti, að hann stöðvað- ist með öilu. Of seint sáu forráða- menn þjóðfélagsins, að neyð vofði yfir. Ríkisstjórnin hét á alþýðu manna að spara það, sem ekki var til, nefmdir og ráð settust á rök- stóia og skömmtunarseðlar voru prentaðir. En þessi útdeiling lífs- nauðsynja komst ekki á, fyrr en allt var þrotið eða á þrotum. Jarð- ræktina varð að glæða. En hvem- ig átti að fara að því? Það hafði jafnvel verið gengið á útsæðið til þess að halda uppi útflutningnum, kvikfénaði hafði fækkað til mikilla muna, áburður var ekki til Og eldsneyti þraut: Engin kol komu frá Englandi, og flotinn sat að naumum birgðum landsmanna. Skógarnir voiru alls staðar, satt var það, en flutningatækin brugðust. Sá viður, sem komst á markað, náði aldrei að þoma, og stybban verður meiri en hitinn, þegar við- urinn er blautur. Almenningux — fólkið, sem erfiðaði — bjó við humgur og kulda. Aðrir voru þeir Svíar, sem sóttu kauphallirnar, og þegar verðbólg- an magnaðist jafnt og þétt, varð leikurinn hættulega ginnandi. Skyndikaup, skyndigróði — það var markmiðið. Menn keyptu með þriggja daga gjaldfresti án þess að leggja fram nökkum eyri — það var venja. Síðan var selt á ný sama dag og skuldin féll i gjalddaga. Það gaf oft ávinning. Fljótlega þótti samt álitlegra að geyma verð- bréfin — sækja í bankana lánsfé, sem nam öllu verði þeirra. Þegar verðið hafði stigið nægjanlega, var greiður vegurinn: Ný lán og ný kaup koll af kolli. Það reið á að festa fé, hlíta lögmálum framboðs og eftirspumar, kaupa á sannvirði. Það var vörnin gegn verðfalli pen- inganna, því að lirunið vofði yfir, þó að enginn léti það hræða sig. Seðlaveltan var talin tákn vel- gengninnar, og það var eins og allir hefðu erft sömu hugsunina frá feðrum og mæðrum: Hundrað krónur voru þó alltaf hundr&ð krónur. Braskæðið breiddist út eins jg sóttnæm pest, og b'inkarnir mögn- uðu faraldurinn með nær því ótak- mörkuðum Iánuro. Allar stéttir tóku þátt í kapphlaupimu um gróð- ann: Greifar, hershöfðingjar og aldraðir grafarar, stórkaupmenn, snöggsoðnir forstjórar, emhættis- menn og ríkisstarfsmenn, stúdent- ar, veitingaþjónar, bændur, sem fengu mikla peninga fyrir litla uppskeru. ' Skrifstofufólk mynd- aði igróðafélög eins og það myndar nú leshringi eða pöntunarfélög — yngsti bókarinn og sendilinn gerðu stórkaup. Háir og lágir — allir stóðu í gróðabralli. Hákarl- amir á peningamiðunum voru stétt út af ’fyrir sig, og fremstur í flokki þessara gullkálfa var ÓG. Sá orðrómur komst á kreik, að köfnunarefnisverksmiðjurnar nýju hefðu keypt fimmtán lestir af pok- um. Það var merki þess, að þær ættu loks að taka til starfa, og hluta bréfin stigu um mörg hundruð krónur. ÓG átti stórfé bundið í Köfnun hf., en hann greip tæki- færið og seldi hlutabréf sín. Það kvað hafa verið síðasti gróðinn, sem hann hreppti. Auður hann var allur bundinn í stóreignum, mest hlutabréfum, og útlendum pening- um, sér í lagi þýzkum mörkum. En hann hafði einnig safnað gíf- urlegum skuldum, svo að hamn gæti keypt eins og hann lysti. Ósigur Þýzkalands skelfdi suma, en glæddi vonir annarra. Viðskipt in dróigust saman, en ekki nema rétt sem snöggvast. Svo féll allt í sama farveg og áður — sumir færðust í aukana. Það var komið fram á árið 1919, og enn spáði loftvog spákaupmannanna góðum hyr. Þó var eins og nokkurs óstöð- ugleika gætti, og loks féll loftvog- In. Óveðursskýin hrönnuðust á loftinu, þrumuveðrið skall yfir — fyrst einhvers staðar í fjarska, en þó ekki lengra undan en svo, að þeir, sem höfðu sæmilega skynj- un, vissu hvað á seyði var. Fyrsta stórskrugigan reið yfir: Prívatbanfc inn í Stokkbólmi varð gjaldbrota og bankastjórinn var vistaður í fangelsinu á Langhoxmi. iuau: Loftvogin boðaði storm. Banka- stjórunum varð hverft við og ræða þeirra ekki lengur já já, heldur nei nei. ÓG hafði stórtapað á þýzku mörkunum sínum, og reiðufé hans rýrnaði og fór loks með öllu í súg- inn. Hann seldi ókjörin öll af hluta bréfum og varð enn að sætU sig við tap. En hann ætlaði að halda sumum hlutabréfum sínum, á hverju sem gekk — ekki missa tökin á skipafélögunum og bönk- unum. Og hann reyndi í blindni að glæða toú á vafasömum hluta- bréfum með nýjum stórkaupum Það hefði hann átt að láta ógert. Svo komu áramótin 1920 og 1921, og senn leið að hræðilegu vori. Loftvogin féll niður úr öllu valdi, svo að neðar varð ekki kom- izt — þar fyrir neðan var auðn og tóm. í kjölf^rið fór fullkomin ringulreið í kauphöllunum. Nauð- ungarsölur hertu á hruninu. 411s staðar var grátur og gnístran tanna, gjaldþrot, sjálfsmorð og hvers konar ógæfa í öllum áttum. Og nú vitnuðust furðulegir hlut ir: Fjöldi manna hafði kéypt hluta- bréf eins fyrirtækisins í þeirri trú, að það væri skipafélag, þótt raun- ar ætti það að framleiða landbún- aðarvélar. En nú var öllu lokið, og gilti einu, hvað fólk hafði keypt. Snögglega hafði tekið fyrir öll viðsfcipti. Verð á timbri féll um 65—70%, og þó gekk það ekki út. Sögunarmyllurnar þögnuðu, trésmiðjunum var lokað, og hálf- smíðuð skip grotnuðu niður á stokkunuim í skipasmiðjunum. Skipum var lagt við akkeri, og þau, sem nýlega höfðu kostað tvö þúsund krónur á hverja lest, seld- ust með naumindum á tíunda hluta þess verðs. Menn reikuðu um atvinnulausir. Enn flaut ÓG á flóðbylgju hrunsins. Hann talaði með leyndar- dómsfullum svip um mikla og trygga fjárfescingu, þótt hlutabréf væru eldd lengur nefnd i þeirri andrá. Þó hökti allt á lehfótum En bankastjórarnir sáu fram á, 2ð gjaldþrot myndi magna ringulreið- ina, svo að ena íékfcs't frestur, ÓG greip til örþrifaráðs, sem varð síðasta tilraun hans til þess að rétta við hag sinn. Hann lagði fram tvö hundruð pund af þýzk- um mörkum og keypti feiknamikl- ar birgðir af hönzkum í Leipzig. Framhald á 526. s(ðu. TfMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 523

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.