Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Qupperneq 21
Guðjón Bj. Guðlaugsson: Þurrkhúsið hans Valdimars í Hnífsdal Valdimar Þorvarðsson, kaup- maður í Hnífsdal, var framtaks- samur maður. Hans aðalverzlun og starf var fiskkaup og fiskverkun. Á Vestfjörðum eins og annars staðar á landinu eru sumrin stutt og sólskinsdagar fáir til fiskþurrk- unar. Kringum árið 1920 byrjaði Valdimar um haust að þurrka salt- fisk á verbúðarlofti við kolaofn. Mun það hafa verið hálfþurr fisk- ur, sem ekki tókst að fullherða við sól úti. Tilraun þessi gaf svo góða raun, að hann lét byggja allstórt þurrkhús áður en langt leið. Það var af timbri gert með stfúnsteypu gólfi og járn á þaki, svipfagurt utan að sjá, málað og vel frá geng- ið með nægilega miklum gluggum. Loftlúgur voru á hliðum og turn á þaki fyrir loftstrauminn. Inni var komið fyrir súlnaröðum, er náðu upp í þak. Á milli þeirra voru settar grindur, eins konar hillur, það breiðar að armlengd var inn á miðju þeirra og bilið upp hæfilegt tií að koma fiskl þar fyrir. Var breitt á þær frá báðum hliðum. Grindurnar voru úr þri- strendum fururenningum og hryggurinn látinn snúa upp til þess, að snertipunkturinn væri sem minnstur við fiskinn. í hús- inu voru fjórir stórir, sívalir kola- ofnar eins og þeir, sem notaðir voru í stórum stofum eða sölum hér áður fyrr. Var af þeim ail- mikill hiti. Um þessar mundir var hjá Valdi- mar verkstjóri, er hét Jóhar.nes Jónsson, gamall áraskipaformaður og bátseigandi í Hnífsdal. Hann var að sjálfsögðu hægri hönd Valdi- mars við þurrkhúsið og gætti þess. Virtist að þeim gömlu mönnun um færi þetta starf vel úr hendi sem og önnur, því að aldrei heyrð- ist talað um nein óhöpp eða mis tök í sambandi við þurrkunina. Þetta var þó töluvert vandasamt starf og þurfti nákvæmni, ástund- un og matni við. Þeir þurftu að styðjast við sína eigin reynslu. Ekkert annað þurrkhús var til í Hnífsdal áður eða síðar eða þar um slóðir, nema hafi það verið til á ísafirði, en ekki er mér kunnugt um það, og aðeins fárra ára reynsla var komin á þurrkhússtarfsemi hér í Reykjavík. Þurrkhúsið var að sjálfsögðu ekki notað á surnrin, en ulla vet- ur meðd’.i Vaidimars naut v,ð. Enginn anaar tók við þvi af hon- um, og er Valdimar Þorvarðsson því sá eini, sem s* avfrækti þurrit- hús í Hnífsda’, og líkiega þar fyrir vestan eins og fyrr segir. Auk þess fisks, sem Valdimar keypti af sínum föstu bátum, tók hann til veraun-.r fisk frá hirium kaupmönnunum, Guðmundi Sveinssyni og Jónasi, bróður sín um. Það var því töluvert magn af fiski til þurrkunnar. Fyrstu veturna unnu aðallega fimm menn við saltfiskinn milh þess, sem fiskaðgerð og önnur störf kölluðu að. Voru það þessir menn: Sigurður Guðmundsson frá Unaðsdal, Páll Jónsson og Guðlaug ur Bjarnason, allt menn komnir yfir miðjan aldur, Benedikt Hal- dórsson, piltur um tvítugt og drengur að nafni Guðjón, þá rúm- lega fermdur. Aðstaðan við vinnuna var í þá daga fremur erfið og vinnubrögð- in frumstæð. Fiskurinn var dreg- inn á sleðum frá hinum kaup- mönnunum hátt í kílómetra vega lengd, en borinn á handbör- um milli húsa. Vaskað var í köld- um steinskúr með dýrum móti norðri, óuppbituðum með um, sem sneru móti norðvestri. Vatnið í vaskakr n — þau voru úr tré — varð að sækja i læk norðan til við skúrinn og að sjálf- sögðu að brjóta vök á ísinn, þesa'r frost var, stundum langvarandi. Það má geta nærri, að kaldsamt Valdimar Þorvarðsson. hefur vaskið verið hjá körlunum í Steinskúrnum, sem oft voru ekki í ofgóðum hlífðarfötum. Ljósið var olíuljós, lampar eða luktir, því að þá var rafmagnið ekki komið. Auk þessara manna, sem nefnd- ir hafa verið, unnu stundum kon- ur við að breiða upp fiskinn og alltai við að pakka. Þá var allur sá fiskur bundinn * búnt sem vógu 50—60 kíló, og síðan saum- aður utan um þau strigi. Þdð var kallað að „innpakka" eða „pakka fiskinn". Þessi starfsemi V'amimar.s var ekki svo lítil, miðað við það afla- magn, sem á land barst og íbúa- tölu þorpsins, er vai um þrjú hundruð manns. Þetta var áður en frvstíhúsin komu til sögunnar og hefði því annað nvort orðið að selja fiskinn „upp úi salti“ fyrir þeim mun minna verð eða geynia hann til vors og treysta á sói og sumar, sem oft var skammvinnt og votviðrasamt. En fyrir það að þurrka fiskinn á þennan hátt feng ust þó nokkur vinnuíaun til þeirra, er að þessu unnu, sem var hinum vinnandi manni dýrmætur sumar- auki og vonandi nefur Valdimar haft einhvern ágóða i sinn hlut fyrii framtak sitt og árvekn: i stanfi. Þó að Valdimar Þorvarðsson bæri ekki skoðanir sinar né til- finningar á torg, þykist ég vita, að hann hafði ekki síður ánægju en ágóða af athöfnum sinum, og þá ekki sízt af því að láta starfs- fólk sitt vera þátttakendur í því með sér, sem annars hefði haít minna að gera um háveturinn. Hann hafði líka marga góða starfs- menn, er unnu hjá honum fjölda- mörg ár, þar sem gagnkvæmur skilningur hjúa og húsbónda mætt- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 525

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.