Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 2
w ★★ Frelsi, jafnrétti og bræðra lag — það eru fögur orð. Og mikil er sú guðs gjöf, hvenær sem þessi faguryrði verða meira en orðin tóm. Mér dettur í hug bæði bræðralagið og jafnréttið, núna þegar starfsfólk skattstjór anna er í óðaönn að sannfæra sig um það í vorbliðunni, að framtöl skattborgaranna séu nokkurn veginn við veg og ráða bót þar á, ef einhvers staðar eyg ist misbrestur. Það fylgir vita- skuld þeim lögum og reglum, sem fulltrúar þjóðfélagsins hafa sett. Vinni gift kona fyrir kaupi, fær hún (eða kannski öllu held- ur bóndi hennar) helming þeirra tekna undanþeginn skatti. En hafi konan, sem naut þeirra fríð inda í fyrra eða hitteðfyrra, misst manninn sinn, eru tekjur hennar háðar öðrum ákvæðum: Þær skulu reiknast allar til skatts og útsvars. — Vertu at- hvarf ekkjunnar og faðir föður lausra, — segir einhvers stað ar. Vextir eru háir í landi okk- ar, og þeir koma til frádráttar skattskyldum tekjum. Sé efnað ur maður með ríflegar tekjur skuldugur, endurgreiða ríki og sveitarfélag honum, að segja má verulegan hluta vaxtanna á næsta ári í lækkun á útsvari og tekjuskatti. Sé sá, sem skuldar, aftur á móti tekjurýr, þá kem ur ekki til slíkrar endur- greiðslu, því að frá litlu eða engu er að draga. Slíkir menn verða sjálfir að bera vextina að mestu eða ölllu leyti. Allt lýtur sínu lögmáli i veröldinni. Sektir eru algeng refsing, þegar menn gerast sekir um eitthvert misferli. Það er sjálf- sagt ágæt ráðstöfun — pyngjan er mörgum svo viðkvæm. Ka- þólska kirkjan beitti mjög svip uðum aðferðum á miðöldum, og lét þá ríka menn gjalda miklar fjárhæðir sér til aflausnar, en sætti sig við lítið úr hendi þeirra, sem af litlu höfðu af að taka. Mér er ekki kunnugt, að hvaða leyti sektir eru nú háð ar efnahag manna. Má vera, að brennivínssektir örsnauðra rón anna til dæmis, séu aðeins brot af því, sem efnaðir menn eru látnir greiða, ef þeir sæta kár- ínum fyrir ölæði. En nokkurn veginn liggur 1 augum uppi, að sekt, sem er fátækum manni og félitlum veruleg refsing, er rík um manni leikur einn að borga. Eigi ríkir og fátækir að vera jafnir fyrir lögunum, þarf ær- inn munur að vera á, eigi sekt að vera jöfn refsing. Þegar fó- getaúrskurður er fenginn um verkbann, þarf að leggja fram tryggingu vegna hugsanlegs tjóns, sem af verkbanninu leið ir. Þingeyskir bændur, sem áreiðanlega verða fæstir taldir til ríkra manna, hafa átt í deilu við stofnun, sem stendur styrk um fótum. Hinum þingeysku bændum er gersamlega ofviða efnahags síns vegna að leggja af eigin ramleik fram tryggingu, sem nemur gífurlegum fjárhæðum. Stofn unin, sem með nokkrum hætti er almannaeign, gæti það hins vegar, ef dæmið horfði þannig við, og þeir, sem henni stjórna, tækju ekki á sig minnstu áhættu persónulega. Þeir hefðu sitt á þurru. Jafnrétti — eða hvað? ★★ Látum þetta tal niður falla, og víkjum heldur að æðar dúni, sem kvað vera fjarskalega dýr vara. Prúðir blikarnir synda úandi á vogum og víkum, og grámórauð æðarkollan fer bráð um að verpa og reyta af sér dún inn til þess að skýla eggjum og ungum. Olía, sem víða vill kom- ast í sjóinn, er þessum nytja- fuglum mikill háski. Nú eru þó til ráð til þess að hefta það, að olía, sem farið hefur í sjóinn, dreifist vítt um, ef magnið er ekki ofboðslegt og ráð í tíma tekið. Þau eru að vísu ekki galla laus, en samt nokkurs virði. Englendingar strá á olíuna efni, sem veldur því, að hún sekkur til botns. Það þykir allgott ráð, þegar fljótt er til þess gripið og olían hefur ekki borizt langar leiðir. Þá ferst að vísu.allt líf á sjávarbotninum, þar sem olían lendir, og við það má una, þeg ar illt hefur gerzt, ef svæðið er lítið. Frakkar nota annað efni, sem veldur því, að olían hleyp ur saman í ströngla og keppi við öldusláttinn á hafinu og flýtur þannig á fjörur. Þessi að- ferð er talin betri. ★★ Við flytjum inn flest, sem nöfnum tjáir að nefna. Æðar- fuglinn viljum við með engu móti missa, og hrylling vekur, þegar sjófuglar verða olíu að bráð, hverjir sem þeir eru. Væri nú ekki ráð, að við hefðum handbær þessi efni á nokkrum stöðum á landinu, — nóg af þeim — ef fljótt þyrfti að grípa? Sitthvað er lagt í kostn- að við það, sem síður skyldi, og aldrei sakar nú að vera við öllu búinn. J. H. 362 IllUINN SITNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.