Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 7
fi á staðinn eða á leið til kirkju.
g gæti vel ímyndað mér, að allir
Selvogsbúar eldri og yngri, sem
heimangengt áttu, hafi verið við
messu að Strönd þennan dag. Síð-
ar sannfærðist ég im það, eftir að
hafa dvalizt á ýmsum stöðum, að
hvergi hafi ég kynnzt kirkjurækn-
ara fólki heldur en í Selvogi. Rétt
áður en tekið var til við messu-
gerðina, kom hópur fólks að kirkj-
unni, og þekktu menn, sem úti
stóðu, þann sem reið fyrir hópn-
um. Var það aldraður maður, mik-
ill vexti og hvítur á skegg, sem
allmikið var. Sat sá á hvítum hesti,
stórnm og fögrum, sem lagði sand-
inn undir sig á flughröðu skeiði.
Maðurinn var stórbóndinn Jón
eldri á Hlíðarenda í Ölfusi, en
gæðingurinn, sem hann sat á,
sögðu bændurnir, að væri hinn
frægi Konungs-Grani, og kominn
þá nokkuð við aldur.
Svo hófst messugerðin. Prestur
var séra Ólafur Magnússon, pró-
fastur í Arnarbæli, þar eð Strand-
ar kirkja var fyrir nokkrum árum
orðin ein af útkirkjum Arnarbælis.
Við hjónin höfðum aldrei heyrt til
séra Ólafs fyrr, tæplega séð hann
og því aldrei talað við hann fyrr
en í þetta skipti. Ekki mun okfcur
Sigrúnu hafa grunað þá, að við
ættum eftir að verða sóknarbörn
séra Ólafs og Strandarkirkju. Ekki
ætla ég mér að lýsa hér verkum
séra Ólafs í kirkju, hvort heldur
fyrir altari eða í stól, það er allt
svo alþekkt. Einkum var það þó
söngur hans, sem hreif okfcur, og
ég vil segja alla, sem heyrðu. í
Strandarkirkju má segja, að hann
hafi algjörlega leitt sönginn, að öll-
um, sem þar sungu, ólöstuðum.
f úteftirleið frá kirkjunni var
farið af baki við aðalheimferðar-
hlið Herdísarvíkui’bæjarins, sem
sneri mót vestri. Þórarinn stóð á
hlaði úti, tók á móti okkur og
leiddi til stofu. Bráðlega kom frú
Ólöf húsfreyja og fór að bera á
borð. Verð ég að segja, að þar var
ekkert við neglur skorið. Veiting-
ar allar og viðurgemingur þar var
svo alþekktur og rómaður, að ein-
stakt mátti kalla. Sama má reynd-
ar segja um allt fólkið í Selvogi,
þótt gestrisni hjónanna í Herdísar-
vík á þeim árum, væri sérstaklega
viðbrugðið, svo og öllum höfðings-
brag.
Þegar kaffi hafði verið drukkið
að vild, röbbuðu bændurnir Þórar-
inn og Þorvarður Krýsuvíkur-
bóndi saman litla stund. Ég tók
lítinn þátt í því samtaldi, heldur
stóð upp frá borði og gekk á hlað
út. Konurnar voru horfnar eitt-
hvað inn í bæinn. Ég gekik ofuriít-
ið upp fyrir bæinn og leit þaðan
til fjalls og fjöru. Herdísarvíkur-
tjörn, ekki stór en fögur með
nokkurri silungsveiði, liggur milli
sjávarkambsins og alls túnsins, svo
til að bæjardyrunum. Vestur úr
aðaltjörninni eru nokkrar smærri
tjarnir, aðskildar af hólmum og
eyjum. Vissi ég seinna, að svæði
það var nefnt Brunnar. Undrandi
starði ég á allt þetta, sem fyrir
augu mín bar nú, og þótt umhverf-
ið til Iandsins sýndist ærið hrjóstr-
ugt og gróðurlítið, vissi ég þó, að
þessi jörð var ein af gullkistum
íslands til lands og sjávar. Og mér
flaug í hug sú hljóða spuming,
hver myndi verða hér næstur
bóndi eftir Þórarin. Við þessari
spurningu hugans fékk ég þá vit-
anlega ekkert svar, og svo hátt hef
ég víst ekki hugsað þá stundina,
að ég kæmi þar til greina —
fannst það vafalaust alveg fráleitt.
Ég sá fólkið koma út á hlað og
hraðaði mér þangað. Ég þakkaði
hjónunum veittar góðgerðir og
þægilegheit, kvaddi þau og tók
saman hesta okkar. Þegar við rið-
um frá hliðinu, hefur mér áreiðan-
lega ekki komið til hugar, að svo
til upp á dag kæmum við hjón-
aftur að þessu hliði sem ábúendur
Herdísarvíkurinnar.
Ég sé, að nú hefur það tekið
mig talsverðan tíma og þó nokkuð
rúm að færa það í letur, sem flaug
um huga minn á örfáum augna-
blikum við orð Kristmundar, sem
vöktu þessar sýnir af tíu ára
svefni. Ég gat þess ekki við hann,
hváð ég hafði hugsað, en tók sam-
talið upp, þar sem niður hafði fall-
ið, og ræddum við saman smá-
stund. Síðan var gengið til náða.
Þegar við hjónin vorum háttuð,
ræddum við þetta mál nokkra
stund. Við þær samræður kom í
hug mér, áð í gegnum önn og
margvísleg störf undangengin tíu
ár, var sem ég hefði gleymt .að
mestu, að Herdísarvíkin væri til.
Nú birtist hún, með öllum sínum
töfrum, í huga mínum, svo
sem ég hafði litið hana fyrir rétt-
um tíu árum, þá við fyrstu sýn.
Nú vou öll hús þar lokuð og bær-
inn yfirgefinn. Nú gat enginn leit-
að þar náða eða skjóls, og virtist
þar alger afrækja. Kulnaðir voru
þar allir eldar, sem aldrei höfðu
dáið á heimilisarni, svo lengi sem
hægt var að rekja aftur í aldir.
Eftir samtal okkar hjóna þetta
kvöld var ég ákveðinn að hafa tal
af Einari Benediktssyni, að þeim
fresti liðnum, sem bann setti sér
til þess að gefa Kristmundi eitt-
hvetf svar.
Þegar við Kristmundur skildum
næsta morgun, og hann hélt heim
til sín, sagði ég honum, að ef ég
fengi Herdísárvikina til ábúðar,
gætum við slegið heimatúnið í fé-
lagi og skipt heyinu jafnt. Dg
Kristmundi mun hafa þótt þetia
betra en ekki.
Þegar Kristmundur var íarinn,
rifjaðist upp fyrir mér, að vorið
og sumarið 1917 hafði ég, við vexu
mína í Krýsuvík, kynnzt meira
fénu frá Herdísarví'i heldur en
fólkinu þaðan. Þó var oft rætt um
Þórarin í Herdísarvík og búskap
hans þar, sem talinn var mikiil og
góður. Lönd jarðanrva liggja sam-
an, og gekk fé því allmikið sam-
an. Þetta sumar sá ég því alimargc
fé frá Herdísarvík og dáðist að,
hve fallegt það var, vænt og
hraustlegt. Jók þetta enn á löngun
mína til Herdísarvíkur, og ekki dró
það úr, að ég var búinn að sjá það
og reyna, að á þeim býlum, sem
við réðum yfir, gat efcki skapazt
nein framtíð, og var ég í sannleika
sagt búinn að fá nóg af feita seln-
um þar. Ég ákvað því að hirða
ekki um þá fjögurra daga bið,
sem Einar hafði talað um við Krist-
mund, heldur dreif mig strax
þennan sama dag til Reykjavíkur
á fund Einars. Tók hann miér Ijúf-
mannlega, en sagði mér, sem Krist-
rnundi, frá manni nokkrum, sem
langaði í jörðina, en sem sér virt-
ist efnalítill eða efnalaus, og hefði
hann því litla trú á, að nokkuð
gæti orðið úr viðskiptum þeirra í
millum. Við Einar ræddum þetta
mál nokkra sbund, og að Iokum
bað hann mig að hafa samband
við sig innan fárra daga.
Frá Einari Benediktssyni fór ég
og leitaði uppi Þórarin frá Herdís-
arvík.
Ég vissi af biturri reynslu minni
og margra annarra, fyrr og seinna,
að vægast sagt væri lítið vit í að
taka Herdísarvíkina til ábúðar og
ætla að lifa þar á afurðum sauð-
fjárins, með því að koma þangað
með óhagvant fé, á móts við það
að fá keypt fé fráfaranda. Ég vissi
því, að dýrt mætti fé Þórarins
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
367