Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 21
laust, að suðurgafl baðstofu var
hlaðinn úr sniddu upp í gegn.
Þá var glugginn í skoti á hleðsl-
unni. Vildu þá kamparnir skyggja
á, ef gluggaskotin voru djúp.
Svipuð þessu var liúsaskipun al-
mennt í Meðallandi og víðast í
Vestur-Skaftafellssýslu. En svo
voru sumir bæir með betri og
meiri húsakost og aðrir lélegri.
Öll hús voru gerð upp af reka-
viði, sem barst upp á sandana. En
mikil og erfið vinna var að hirða
þessi rekatré, saga þau og hefla
og vinna á ýmsan hátt.
Kirkja sveitarinnar, sem ein
húsa þar var smíðuð úr timbri ein-
göngu, var gerð úr rekaviði í hólf
og gólf, utan og innan — stórt og
vandað hús.
Ég ætla að láta hér fylgja með
stutta lýsingu á útliti bæjar, sem
heitir að Hnausum, eins og hann
var um aldamótin síðustu. Þar var
mannmargt heimili og vel efnáð.
Bæjarröndin var sjö burstir mót
suðri og auk þess tvö hús laus við
frammi á hlaðinu, en töldust bæj-
arhús.
Vestast var smiðja með heilþili,
dyr nær austurvegg, hurð á hjör-
um með læsingu. Þá austan við
þykkan vegg var fjósið, stórt og
stæðilegt hús, þil fyrir ofan loft-
bita, en snidduhlaðið gaflhlað að
neðan, dyr við austurvegg og
tvennar dyr. Innan við innri
hurð var stigi upp á loftið, en til
vinstri handar hurð fyrir dyrum
inn í fjósið, þar sem kýrnar voru.
Á loftinu var setu- og vinnustofa
heimilisfólksins. Reisifjöl var á
húsi þessu á sterkum langböndum,
sex rúðna gluggi á suðurgafli. ann-
ar minni á norðurenda. Biti var
um þvert hús, um tvö fet frá gólfi.
Næst var svefnhúsið, inn í það var
gengið um bæjardyr, sem var
næsta hús austan svefnhússins,
með heilþili bæði, dyr á miðju
þili. Innarlega á vesturvegg voru
göng í svefnhúsið. Niðri var þiljað
í hólf og gólf, sex rúðna gluggi
á gafli, þrjú rúm við vesturvegg
og tvö austan megin. Þetta var
svefnhús kvenna. Upp úr áður-
nefndum göngum var stigi upp á
karlmannaloft. Þar var falleg skar-
súð og þiljaðir portveggir. Þrjú
rúm voru þar einnig vestan meg-
in og tvö austan megin. Fjögurra
rúðna gluggi var á suðurgafli og
smágluggi á norðurgafli. Þetta var
svefnhús karla. Um sumartímann
bjó heimilisfólkið í þessum húsum.
Til hægri — austur — við bæj-
ardyr voru dyr í stofuna, hún var
þiljuð með vel hefluðum, breiðum
borðum (rammaþiljur), sex rúðna
gluggi á suðurgafli, lágt grasþrep
undir heilþili. Loft var yfir stof-
unni, borð undir glugga og kistur
með veggjum.
Norðan við stofugaflinn héldu
göng áfram gegnum næsta vegg,
austur í búrið. Það var rúmgott
hús með lofti, þar var geymdur
allur tilbúinn matur. Þar var
skammtað, oft drukkið þar kaffi
og snæddar smærri máltíðir. Þar
voru hillur, borð, bekkir og alls
konar hlutir tilheyrandi mat-
reiðslu.
Búrið geymir býsna margt,
byrður, ker og annað þarft,
aska, diska, öskjurnar,
ámur, trog og skjólurnar.
Þannig hljóðar gömul vísa.
Fyrir austan búrið var skemma
með heilþil, eins og búr — dyr
á miðju þili með læstri hurð.
Loft var á bitum og lítill gluggi á
þilinu.
Frammi á hlaðinu fram undan
skemmudyrunum stóðu tvö sam-
byggð hús, eldhús og eldhúsdyr. í
því síðar nefnda var mölunarkvörn
og fleira. Þau sneru stöfnum i
vestur. Bak við bæjarröndina var
heygarðurinn, austast í honum var
gerð heyhlaða siðar.
Á þessum bæ voru betri og
meiri hús en algengt var. Þó voru
til í sveitinni jafngóð eða betri
hús, en því miður mjög óvíða. Þó
skal hér nefndur bærinn Syðri-
Steinsmýri (uppbær). Þar var bæj-
(arrönd með sjö burstum með
’heilþiljum. nema eldhús og fiós-
baðstofa. í miðju voru bæjardyr
með timburveggjum báðum megin
(rennusund), austan megin var all-
rúmgóð stofa. vel þiljuð (ramma-
þiljur), níu rúðna gluggi á suður-
hlið, en með norðurhlið stofunnar
voru breið göng, austur í baðstof-
una. Norðan við göngin var búr.
Baðstofan var stór, um sjö álna
breið, með vel þiljuðu porti og
fallegri skarsúð á sperrum. í suð-
urenda var afþiljað herbergi. Hinn
hlutinn var einn salur. Þar var
gluggi á vesturhlið og annar á
norðurgafli. Með báðum hliðum
voru rúmin, þrjú til fjögur hvoru
megin. Norður af bæiardyrum voru
dyrnar inn í búrið. Undir baðstofu
lofti var fjósið.
Veslan bæ'ardvra var stofa með
sex rúðna glugga, vel þiljuð og
máluð, innar af henni var herbergi
með tveimyr rúmum (a'Haf
uppbúnum). Rft var yfir báðiim
stofunum með reisifiöl á lanffhönd-
um.
Austan við fiósið austast í bæj-
arröndinni. var skemma með
gevmslulofti Vestan við vpsturstof
una var önnur skemma l’Tr henni
voru göng vestur í eldh”^ið. p»ra
var vestast í bæiarröndinni, stórt
með tvennum hlóðum og stórri
eldnevticnpvmslu.
Þetta var vandaður og vel gerð-
ur bær. enda mannmargt heimili
og vel efnað um þetta levti — það
er um oCT fvrir 1900.
Ég tel mig muna allvel eftir
þessu. bví að ég kom oft á þennan
bæ á þessum árum, og mun lýs-
ingin því nærri sanni. En hún var
skrifuð 1940—1942.
Viðbætir 1951 og 1970.
Síðan framanritað var skráð,
hefur miög breytzt útlit op ástand
Meðallands. Ný hús hafa víða verið
byggð og annars staðar endurbætt,
vegir eru lagðir að sveitinni og um
hana. Bílfær vegur er frá Ásavatns-
brú suður yfir hraun með brúrn
yfir Skorur og Kvíalæki hiá Leið-
velli og Melhól og heim að flest-
um bæjum, og um Eldvatnsbrú
upp yfir Landbrot að Skaftárhrú.
Sími er frá Kirkiubæiarklaustri
um Landbrot og Meðalland. Sand-
ur hefur mjög heriað sveitina og
nokkrar jarðir eyðzt af völdum
hans.
Á Efri-Steinsmýri er nú aðeins
einn búandi, Syðstibær er fluttur
vegna vatnságangs. nýbýlið Hólm-
ur lagt níður, Feðgar komnir í
eyði, einnig Leiðvöllur og Sandur,
einbýli í Sandaseli.
Sandgræðslugirðing er fyrir
skömmu komin fyrir austan bæinn
á Hnausum og nýlega er gerð í
sama skyni um fjörutíu kílómetra
löng girðing um Skarðs-, Hrauns-
og Leiðvallarland. Strax mun sjást
árangur af friðuninni.
Fyrir sunnan bæina i Út-Meðal-
landi hefur komið mikill nýgi'æð-
ingur, svo komið er allbreitt gras-
lendisbelti, þar sem sandleira var,
allt frá Kúðafljóti og nokkuð aust-
ur í Sjávarmela. Svo sums staðar
er orðin slægja á þessum nýgræð-
um.
Þessa þætti um útlit og atvinnu-
hætti æskusveitar mivnar, Meðal-
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
381