Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 16
getur af sér líf. Allir þættif hinn-
ar lifandi náttúru eru hver tlðrum
tengdir. Sé einhver numinri burt,
hættir náttúran að starfa. Þetta er
hið þýðingarmikla undirstöðuat-
riði alls, og þetta var sumum hinna
gömlu spekinga ljóst. Sumar
menningarþjóðir hafa skilið þetta,
en yfirleitt hefur mannkynið þó
látið þetta lögmál sem vind um
eyrun þjóta. Þessi sannindi eru nú
sú kenning, sem hin nýja vísinda-
grein um verndun náttúrugæða
byggist á. Hið órbfa innbyrðis sam-
hengi náttúruaflanna er hinn
rauði þráður allra náttúrulögmála.
Virði maðurinn þetta ekki, hlýtur
náttúran að snúast gegn honum.
Áburður er tvímælalaust nauðsyn-
legur til þess að halda við frió-
semi jarðvegs, en hann er ekki
einblítur. Menn skyldu ekki halda,
að áburður. og sízt af öllu tilbú-
inn áburður. eeti komið aigerlega
í stað hinna náttúrleCTu efnabreyt-
inga. sem orsaka friósemi jarð-
veesins. Að bví er bezt verður vit-
að. bá er ekki unnt að halda líf-
inu við til lengdar með gerviað-
ferðum. Ég bef sagt það áður og
get staðið við það, að það er iafn-
haldlítið að rækta auðnir íslands
með erlendu grasfræi og tilbúnum
áburði og að mála hús að utan með
vatnslitum. Vatnslitir rigna fljótt
af. og ef ekki er haldið áfram
stöðugri áburðargiöf, deyja grösin
út. Þetta getur hver maður reynt,
sem ekki trúir.
— En ef við snúum okkur aft-
ur að skógunum og starfi ykkar,
skógræktarmanna?
— í starfi okkar, skógræktar-
manna, gildir það lögmál fyrst og
fremst, að temia sér þol og þraut-
seigju, því óvíða þurfa menn að
bíða lengur eftir því að sjá árang-
ur verka sinna. En ef maður læt-
ur ekki skyndihugdettur sjálfs sín
eða annarra ráða ferðinni, heldur
fetar sig hægt og hægt áfram, eft-
ir því sem vísindaleg þekking
heimilar, er engu að kvíða. Mér
hafa oft komið í hug orð, sem vin-
ur minn, Valtýr heitinn Stefánsson
ritstjóri, sagði fyrir mörgum ár-
um: Hvers vegna á sólin að skína
á ísland sumar eftir sumar, ýmist
á berangur eða á eintómt gras,
sem verður að sinu á næsta vetri,
í stað þess að skína á tré, sem
safna sólarorkunni ár frá ári, og
gefa okkur verðmæti, sem fram-
tíðin getur notið?
— Fjármál skógræktai Uinar
eru líklega orðin harla ólík því,
sem þau voru, þegar þú varðst
skógræktarstjóri og opinbert fram
lag til þessara mála var hálft átt-
unda þúsund króna?
— Það hafa allar tölur á íslandi
umturnazt gersamlega á þeim ára-
tugum, sem síðan eru liðnir, svo
ekkert er lengur sambærilegt. Ég
veit, að þeir, sem stjórna fjármál-
um íslendinga, eru yfirleitt hlynnt-
ir íslenzkri skógrækt, þótt mér
finnist þeir stundum smátækir.
Sannarlega ber mér að þakka þau
opinberu fjárframlög, sem skóg-
ræktin nýtur, en hitt er engu síð-
ur staðreynd, að fjárframlög og
störf skógræktarfélaganna á land-
inu eru ómetanleg. Frá þeim kem-
ur allt að fjórðungur þeirra fjár-
muna, sem varið er til skógrækt-
ar á ári hverju. Fyrir nú utan alla
þá uppörvun og starfsgleði, sem
skógræktarfélögin í landinu veita
mönnum. Það er þessi samheldni
og samhjálp íslenzkra skógræktar-
manna, sem verið hefur okkur
styrkasta stoð á umliðnum árum,
og hún mun halda áfram að vera
það, þótt einhverjar víg-dísir verði
til þess að reiða að okkur branda
sína af lítilli velvild og enn minni
þekkingu, eins og nýleg dæmi
sanna. Annars virðast það álög á
mörgum íslendingum að skrifa og
skrafa mest um það, sem þeir hafa
ekki hundsvit á. Æ fleiri eru nú
farnir að skilja það, hverja þýð-
ingu skógrækt hefur fyrir mannlíf
í þessu landi. Fyrir nokkrum ára-
tugum gat Hallormsstaður fram-
fleytt einni fjölskyldu og tveim
hjáleigubændum að auki, en getur
innan skamms séð fyrir öllum nú-
tímaþörfum sextán meðalfjöl-
skyldna.
Og ef íslenzkar sveitir eiga ekki
að geta framfleytt svo mörgu
fólki, sem samfélag okkar krefst,
eigi þjóðfélagið ekki allt að sporð-
reisast og fara úr böndunum —
Framhatd á 362. siSu,
Þessi mynd er af spjaldi, sem meira var gert til gamans en alvöru árið 1949. Fellt
var rösklega 8 metra hátt lerkitré á HallormsstaS og skornar úr þvi sneiðar. Sú
neSsta rétt ofan við rótina, sú næsta í 1,3 m hæS, og síðan sneiðar með 1 metra
miilibili. Með því að mæla árhringi hvers árs fæst glöggt yflriit um sumarhitann
eSa öllu heldur vaxtarskllyrði hvers árs. Þvermál rissmyndarinnar er hið sama og
af sneiðunum, en hæðin er einn á móti hundrað. Þefta fré var aðeins 28 ára frá
gróðursetningu, en í öðrum löndum geta menn rekið árferðið hundruð og jafnvel
þúsundir ára aftur i tímann eftir breidd árhrínga.
376
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ