Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 13
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri — cinn allt of fárra eldhuga, sem ævh
langt hefur unniS sleitulaust aS framgangi þess málefnis, .sem. hann tók
ástfóstri viS þegar í æsku.
— En hvenær hóíst áhúgi þinn
á skógræktinni?
— Hann kom nú svona smátt og
smátt. Á uppvaxtarárum mínum í
Reykjavík var búskapur svo að
segja í hverju horni, þótt víðast
væri hann heldur smár í sniðum
og lítið, sem menn báru úr býtum.
Þetta voru erfið ár, og mikil fá-
tækt víða hjá almenningi. En hvað
skógræktinni viðkemur, þá hef ég
líklega orðið fyrir sterkustum
áhrifum af Einari Helgasyni í
Gróðrarstöðinni í Reykjavík. Hann
var nágranni okkar, og við vorum
alltaf að sniglast í kringum hann,
strákarnir úr hverfinu. Hann var
ákaflega barngóður, eins og þeir
Laufásmenn og fleiri, og því afar-
auðvelt fyrir unglinga að hænast
að honum, enda varð sú raunin.
— Svo leggur þú auðvitað út á
námsbrautina eins og ætt þín og
uppeldi stóð til?
— Já. Ég settist í menntaskól-
ann í Reykjavík og lauk stúdents-
prófi, en ég viðurkenni fúslega,
að það gerði ég ekki vegna þess,
að ég væri hrifinn af náminu,
nema því, sem Bjarni Sæmur.ds-
son kenndi mér. Menntaskólanám
þótti mér aldrei skemmtilegt, en
ég vissi ofurvel, að það var óhjá-
kvæmilegur áfangi, ef maður ætl-
aði eitthvað að sækja fram í lífinu,
svo ég gekk að því eins og hverju
öðru verki. í menntaskólanum
eignaðist ég marga góða vini og
félaga, þótt við svo síðar dreifð-
umst í ýmsar áttir, og ævistörf og
lífsviðhorf hafi orðið með ýmsu
móti.
— Það væri nú gaman að heyra
nöfn einhverra þessara gömlu fé-
laga?
— Já. Mér koma í hug núna á
stundinni nokkrir, sem öll þjóðin
kannast við. Menn eins og Bjarni
heitinn Benediktsson, Finnbogi
Rútur Valdimarsson, Gísli Guð-
mundsson, Ragnar Ólafsson og Jó-
hann heitinn Sæmundsson, en ég
nefni þessa menn af því, að þeir
fóru hver sína götu í stjórnmálum
síðar meir.
— Hvað tókst þú þér fyrir
hendur, þegar stúdentsprófið var
um garð gengið?
— Ég sigldi til Kaupmannahafn-
ar eins og margir íslendingar hafa
gert, bæði fyrr og síðar, og hóf
þar nám í skógrækt.
— Varstu lengi í Danmörku?
— Þetta var sex ára nám, og
því lauk ég á tilsettum tima. Segja
má, að allur tíminn væri eitt óslit-
ið nám, því á veturna voru kennd-
ar bóklegar greinar, en verklegar
æfingar voru að sumrinu. Þó gat
ég skroppið heim, eitthvað tvisvar
eða þrisvar, á meðan á þessum
tíma stóð. En þetta var strangur
skóli og erfiður, einkum framan
af. En námið var skemmtilegt og
ákaflega fjölþætt. Við vorum send-
ir um alla Danmörku og meira að
segja suður í Þýzkaland. Þetta var
með öðrum orðum bæði skemmti-
legt og girnilegt til fróðleiks, þrátt
fyrir harðan skóla.
— Var þetta fjö&nennur skóli?
— Nei. í minni deild vorum við
aðeins átta — og einhvern tíma
heyrði ég því fleygt, að við vær-
um dýrustu skólanemendur Dana-
veldis. í raun og veru er alls ekki
ósennilegt, að svo liafi verið. En
vegna þess, hve fáir við vorum,
lærðum við lika meira. Og hafi
það verið rétt, að við værum dýr
ustu nemendur Danmerkur, þá gat
Danmörk aftur í staðinn hrósað
sér af því að eiga þann skógrækt-
arskóla, sem einna mestrar virð-
ingar naut í allri Evrópu.
— Komst þú svo strax heim að
námi loknu?
— Þegai ,, þessum sex árum var
lokið — }að var vorið 1932 —
var ekki a8 neinu að hverfa fyrir
mig hér heima, enda kreppa og
atvinnuleysi í landi. Við það lengd-
ist dvöl mín í Danmörku um eitt
ár. Ég vann — kauplaust að vísu
— við jarðvegsrannsóknir hjá
prófessor Weis, sem verið hafði
kennari minn, og einn þeirra, sem
ég mat hvað mest. Hann var langt
á undan samtíð sinni, enda misskil-
inp af mörgum, og frábær kenn-
ari. Það var hrein unun að heyra
hann flytja ræðu, því hann talaði
dönsku svo vel. Já, danskan er
fallegt mál í munni góðs manns,
skaltu vita!
TlMINN - SUNNUUAGSBLAÐ
373