Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Blaðsíða 11
ÓLÖF JÓNSPÓTTIR:
Stef aUanna
Haustið er liðið hjá, vetur
genginn í garð.
Æ niðar hafið við klettótta
ströndina, þar sem drengurinn
ólst upp, og vindarnir blása all-
an daginn, svo að vangar herð-
ast og roðna.
Hafið seiðir til fjarlægra
stranda hugann unga, sem op-
infí Íténdur.
Aftur og aftur endurtekur
sig sama stefið í breyttu hljóð-
falli og smátilbrigðum, og nú
syngur lífið hér énn einú sinni.
Skyldan og þráin takast á, hvor
sigúar nú?
Gamli bóndinn er kominn. að
fótum fram. Brjóst fiáns er
þungt þg bakið bogið, bráðum
fer liann.
Gamfá feonan er- ekfei eins
gömul, húrt geturrlifað lengi
enn, ef einhver hugsar um
hana. En þegar sonurinn er
farinn og gamli maðurinn er
farinn, hver er þá eftir?
Hvorugur getur sofið, báðir
hugsa um það sama, en gamla
konan sefur vært, enda þreytt
eins og allar gamlar konur
voru þá, og reyndar ungar líka.
Daginn eftir er sunnudagur
með roki. Efeki verður farið á
sjó í dag. Sonurinn fer í fjár
húsið fyrr en venjulega, gamli
maðurinn getur það ekki leng
ur. Þegar hann heffir gefi§ kind
unum, ^tefnir hánn til fjalls.
Það fjall stendur eitt sér
fremst á nesi, fjarri öðrum fjöll
um, það gnæfír Úþp úr sjávar-
rótinu og sfeer sundur sortann.
Hann gepgur fyrst upp aflíð
andi hlíðina, með vindinn á
hlið, sem togar í föt hans, en
hann skeytir því engu, því að
meira blæs innra.
Beint af augum stefnir hann, \
alltaf á brattann, er hvað eftir
annað nær fokinn, kemst upp
á tindinn. Þar er varla stætt
fyrir roki.
Samt stendur hann þar eins
og stytta með aðra hliðina í
veðrið.
„Ég ætla að vera hér á mín-
um stað.“
Og um leið lygnir í sálinni,
þegar ákvörðun er tekin. r
Ungi bóndinn í Vík gengur
niður af fjallinu, eins og margir j
hafa gert á undan honum.
Að ganga á fjallið er að horf
ast í augu við sjáifífh sig.
Aldrei framar mun hann hopa
á hæli, aldrei bregðast orði
sínu.
Þegar hann kom heim, gekfe
hann rakleitt til föður síns, tók
um axlir lians og Sagði: .
„Ég fer ekkert, pabbi minn“,
og gamli maðirrinn grét.
Um nóttina dú hann, eins og
hann hefði b&ra verið að bíða
eftir þessu.
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
779