Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Blaðsíða 13
Það var enginn annar til þess að létta undir með foreldrum mínum, þegar þau þraut heilsu og krafta. Þau eru nú bæði látin fyrir fáum árum. Hann dó fyrr, þá orðinn hálf- tíræður, og hún fáum árum síðar, tæpra 97 ára. Þau áttu bæði heima hér til æviloka. Ef þú vilt, að ég hnýti aftan í þetta einhverjum staðreyndum um sjálfan mig, þá fæddist ég hér á Skammadalshóli 16. apríl árið 1912. Faðir minn hér Einar Þor- steinsson og var frá Skammadal, en móðir mín Halldóra Gunnars- dóttir og var frá Gunnarsholti í Reynishverfi. Stóð sá bær þar, sem nú heitir Holtsendi. Foreldrar mín- ir byrjuðu búskapinn hér 1899 og bjuggu hér allan sinn búskap. — Hefur þú þá átt heima á sama bænum alla þína ævi? — Já. Ég hef hvergi átt lög heimili annars staðar. Það var etoki orðin tízka í mínu ungdæmi að senda hvern ungling í skóla — ég hlaut ekki aðra skólagöngu en fjög urra vetra barnaskólanám. — Það vita nú samt þeir, sem kunnugir eru, að þú hefur aflað þér mikillar þekkingar. Hvernig fórst þú að því? — 0, ég veit ekki. Ætli það sé ekki helzt með heimalestri — já, og svo af viðræðum við fróða menn. Maður lærir nú lítoa notok- uð á því. En við vorum byrjaðir að minnast á grúskið. Þú hélzt því áfram á fullorðinsárum, þrátt fyr ir erfiðar aðstæður? Þegar ég var 29 ára, varð ég fyrir þeirri einstæðu heppni, sem iíklega er mesta happ, er á mínar fjörur hefur nokkru sinni rekið: Ég missti heilsuna og var spítala- matur í full tvö ár, og reyndar lítt fær til vinnu í heilt ár þar á eftir. — Hvað kom fyrir þig? — Það voru berklarnir. Liklega hef ég aldrei orðið jafngóður lík amlega, en sálin í mér beið ekki neinn hnetoki við þetta. — Varð þetta til góðs fyrir grúskarann í þér? — Já, það er von þú viljir, að ég reyni eitthvað að rötostyðja þá glannalegu fullyrðingu, sem ég lét út úr mér áðan. Fyrst er nú það að segja, að 1 sjúkrahúsinu toynntist ég minni góðu konu, hún vann þar í eld- húsinu. Hún heitir Steinunn Stef ánsdóttir og er frá Kilfafeili 1 Fljötshverfi. Þegar ég svo taldi mig færan til þess að halda aftur á vit sveitar minnar, fylgdist hún með mér og héfur síðan verið minn betri helmingur við bústörf in. Það er hafið yfir allan efa, að kvonfangið var langstærsta happ- ið, sem *af veikindum mínum hlauzt. Og þá er komið að hinu, sem við, á Þórbergsmáli, getvbn kallað paragraf II: Nú hafði mér allt í einu gefizt tóm til þess að lesa, hugsa og jafnvel að skrifa. Á sjúkrahúsum þurfa menn nefni lega aldrei að hugsa fyrir morgun- deginum. Þar er allt lagt upp í hendurnar á þeim. Og þetta, sem ég nefndi, að lesa, hugsa og jafn- vel að skrifa, það hef ég aldrei lagt niður, heldur haldið því við eftir mætti, en að vísu sjálfsagt of á kostnað búskaparins. — Hvaða fræði eru það eink- um, sem þú hefur — að eigin sögn — skotið fram fyrir búskapinn? — Jarðfræði. Hið fyrsta, sem segja má, að ég ynni skipulega að, voru steingervingar í móbergi hér í Mýrdalnum. Var það fyrst fyrir áeggjan Jóhannesar heitins Áskels sonar og í samstarfi við hann, sem ég byrjaði á þessu. — Varð mikill árangur af því starfi? — Já. Það má alveg segja það. í sambandi við þær rannsóknir hefur ýmislegt komið fram, sem áður var óþekkt. Við söfnuðum miklu, einkum steingerðum sæ- skeljum og kuðungum. Sumt af því hefur farið á söfn í Reykjavík, en einnig á ég töluvert safn hér heima. Margir þessara steingervinga fundust allhátt í fjöllum, og sann ar lega þeirra í berglögunum, að setlagið, sem þeir voru í, hefur brotnað upp við sprengigos úr sjávarsetlagi, sem samkvæmt þessu hlýtur að vera djúpt í jörðu undir öðrum yngri berglögum hér í Mýrdalnum. En það er nú svo með jarð- fræði, eins og reyndar fleiri fræði greinar, að þegar einni spurningu hefur verið svarað, vatona tíu nýj- ar, sem krefjast allar svars, hver fyrir sig. Þegar steingervingarn- ir voru fundnir og manni hafði skilizt, hvers vegna þeir voru ein- mitt á þeim stöðum, þar sem þeir fundust, var forvitnin vatoin um sjálfa bergmyndunarsögu æsku- EINAR H. EINARSSON — náttúrufræðingurinn og fræSimaður- inn á Skammadalshóli i Mýrdal. stöðva minna. Og afleiðingin af því er aftur sú, að þetta hef ég verið að reyna að kanna — og hef farið til þess flestum mínum frístundum síðast liðin tuttugu ár. Þannig hafa til dæmis tvö seinustu sumur mestan part farið til þess að rannsaka ummerki goss — eða gosa — í Sólheimajökli á þrett ándu öld. En um þessi gos er ótrú- lega lítið að finna í íslenzkum heimildum, en aftur á móti þeim mun meira í mýrdælskum jarð vegi. — En nú eru það fleiri svið náttúruvísinda en jarðfræði, sem þú hefur hugað að um dagana? — Já. Það getur líka verið gam- an að líta eftir fugli eða blómi, sem á vegi manns verður. — Hefur þú athugað fugla á skipulegan hátt? — Já. Nokkuð hef ég fengizt við það. Einkum þó flöktoufugla. Og komudaga farfugla hef ég skráð í mörg ár. Þú myadir kannski vilja segja mér eitthvað um þá hluti. — Eitthvað held ég, að ég hafi nú minnzt á þetta í útvarpinu fyr ir nokkrum árum. En það er ekki víst, að allir, sem þetta lesa, hafi heyrt það, eða muni það nú, svo kannski sakar ekki, þótt ég drepi aðeins á það hér. Við Hálfdán Björnsson á KvíStoerjum höfum unnið saman að þessari athugun nú um nokkurra ára skeið, og T Í M 1 N N SUNNTjDAGSBLAÐ 781

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.