Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Blaðsíða 9
mennum sögunnar, þegar þeir
unnu afrek sín. Er það einhlítt, er
þeir sjálfir segja um hvatir sínar,
>eða freistast þeir til þess að færa
það fram, er þeir vissu, að telrið
yrði gott og gilt? Á þeim öldum,
er evrópsk vísindi voru að mót-
ast, voru vísindastörf yfirleitt tal-
in jafngilda því að þræða „hugs-
anir guðs“. Sköpunarsaga í fræð-
um Gyðinga og kristinna manna
lagði drottnara jarðarinnar skyldu
á herðar, og þetta stuðlaði að því,
að vísindalegar athuganir voru
klæddar hjúpi trúarlegrar undir-
gefni.
Það, sem hér hefur verið sagt,
virðist hljóta að leiða til ályktana,
sem mörgum trúmanni munu
þykja beiskar. Samt sem áður
munu kannski sumir þykjast geta
lesið sitthvað út úr þessum orð-
um, er vera má til stuðnings trú
þeirra. Það væri einkum tvennt:
Vísindi nútímans eru sögu-
lega séð framhald náttúruguð-
fræðinnar, og hin háþróaða tækni
getur að minnsta kosti að sumu
leyti talizt uppfylling mikil-
vægra kennisetninga í kristnum
fræðum um ágæti mannsins og
vald hans yfir náttúrunni. Eins og
nú er komið neyðumst við þó til
þess að horfast í augu við stað-
reynd, sem verður ágengari og
ágengari: Vísindi og tækni, sem
þar til fyrir hundrað árum voru
hugtök án tengsla, hafa nú fallizt
í faðma og lagt mönnum í hend-
ur ofboðslegt vald, sem þeim er
um megn að hafa stjórn á, eftir
áhrifum þess á náttúru og um-
hverfi að dæma. Sé þetta rétt rök-
semdafærsla, hvílir þung ábyrgð
á krisftndóminum.
Það er næsta hæpið, að tortím-
andi mengun umhverfisins verði
afstýrt með því að beita vísindum
og tækni enn frekar en orðið er
til lausnar þvílíkum viðfangsefn-
um. Vísindi okkar og tækni hafa
sprottið úr jarðvegi, er tilreiddur
var af kristnum hugmyndum um
afstöðu mannanna til náttúrunnar
umhverfis sig, og þessar hug-
myndir hafa ekki aðeins kristnir
og nýkristnir menn tileinkað sér,
heldur einnig þeir, sem talsverðri
hreykni kalla sjálfa sig eftir-
kristna. Kommúnistar eru til
dæmis haldnir þessum hugmyná6
um, ekki síður/ en aðrifj og það
sýnir meðal annars, að marxism-
inn hefur sprottið af rétum krist-
indómsins, alveg eins og Múham-
eðstrúin, og má raunar færa rök
að því eftir öðrura leiðum. Þótt
við höfum átt Kóperníkus, er jörð-
in enn miðdepill alheimsins, og
öll tilveran snýst um hana. Þótt
við höfum átt Darwin, skynjum
við ekki okkur sjálf eins og þátt
í náttúrlegu samhengi stórrar
heildar. Við stöndum utan við
náttúruna, við fyrirlítum hana og
auvirðum, og við errnn reiðu
búin til þess að misbjóða henni,
ef við þykjumst hafa eyrishagnað
af því. í þessum anda talaði ríkis-
stjórinn í Kaliforníu, Ronald Reg-
an, þegar hann lét til sín taka deil-
una um stofnun Rauðviðargarðs-
ins, einhverja hatrömmustu deilu,
sem orðið hefur um friðunarmál
í Bandaríkjunum: „Hafið þið séð
eitt rauðviðartré, hafið þið séð
þau öll!“ í augum manns, sem er
á valdi hins kristna viðhorfs til nátt
úrunnar, getur tré aldrei verið
annað en stofn með greinum og
Horft úr Almannagjá til Ármannsfells. Nafnlð ber þvi vltnl, að felltð hefur f öndverðu verið bústaður vætt.
ar, ármanns, sem trúlega hefur vakað yflr þlnghelglnnl. Engtnn hefðl leyft sér að vlnna spjöll I Ármannsfelll
á þelm tímum, Bifreiðin er ávöxtur af samruna og samvinnu vlslnda og tæknl. Nú rista blfntiðir sundur
gróðurinn I Bolabási, og alW bendlr tll þess, að klarrbrekkurnar I sk|óll Ármannsfells breytist I gróðurvana
au'ðn á tHtölulega fáum árum. 4«"" j. f
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
777