Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Blaðsíða 12
ig á mér liggur þá“. Og þar með
sner hann sér aftur að saman-
tektinni, en ég hljóp til bílsins,
sem beðið hafði með stakri þolin
mæði á meðan þessu fór fram.
Daginn eftir hringdi ég eins og
um hafoi verið taiað, og Einar lét
tilleiðast að spjalla við mig. En
það var þurrkur í Mýrdal þessa
dagana og engin von til þess, að
bændur gætu sinnt flækingum úr
Reykjavík fyrr en að loknu dags-
verki.
Kvöldið eftir var ég seztur inn
í stofu til Einars og tekinn að lit
ast þar um með forvitni þess
manns, sem kemur á bæ í fyrsta
sinn. Ég vissi, að þeir hlutir, sem
prýða stofu þeirra Skammadais-
hjóna, eru ekki keyptir í Reykja
hans. Hér er líka mikið af alls kon-
ar útskurði, þar á meðal bókastoð
ir forkunnlegar, skornar í birki.
Margt fleira mætti telja, en ein-
hvers staðar verður að stanza.
Þetta ætti líka að nægja til þess
að sýna þeim, sem ekki vissu það
áður, að .það er enginn venjulegur
bóndi, sem hér býr.
— Hvenær byrjaðir þú á þínu
fræga grúski, Einar? varð mér
fyrst fyrir að spyrja, þegar ég loks-
ins gat slitið mig frá bókastoðun
um hans.
— Það hófst nú eiginlega strax
á barnsárum mínum. Ég hafði
snemma mikinn áhuga á náttúru
fræði, og það kom fyrir, að ég
þætti vera lengi, þegar ég átti að
r»
„Þeim mun dásamlegra er lífið,
sem maður kynnist því beturu
Við ókum austur Mýrdalinn í
stillilogni og glampandi sólskini.
Það var tekið að halla degi. „Viltu
ekki stanza fyrir neðan Skamma-
dalshól“, sagði ég, „mig langar til
að hitta Einar bónda að máli“.
BíIIinn stanzaði þar sem um hafði
verið beðið, og ég stökk út. Einar
var að taka saman hey á skákinni
rétt neðan við bilveginn. Við heils
uðiimst. „Ég er að skrifa viðtöl við
merká menn í Sunnudagsblað Tím-
ans“, sagði ég. „Við merka menn?“
spurði Einar og hló. „Þá er nú
aldeilis ekki víst, að þú sért á rétt
um stað“. En maðurinn var of vin-
gjarnlegur til þess að hægt væri
að leggja strax árar í bát — ég
hélt áfram að biðja um viðtalið.
„Jæja, hringdu til mín um eittleyt
ið á morgun, við skulum sjá, hvern
vík, heldur búnir til af bónda sjálf-
um — og það jók forvitni mína
um allan helming.
Það, sem fyrst vekur athygli,
eru málverk á veggjum, bæði
mörg og falleg: Reynisdrangar og
umhverfi þeirra, þar sem öldur
orotna á skerjum á merkilega sann
færandi hátt. Mynd frá Vestmanna-
eyjum (smáeyjar) — Mýrdalsjökull
og heiðarnar að honum — landsýn
frá Dyrhólaey bátar í austfirzkri
höfn „Neðri bærinn" á Kálfa-
felli í Fljótshverfi.
Þetta eru hvorki meira né minna
en fimm málverk. Og þótt undir-
ritaðan bresti allt, sem til þarf að
dæma þau frá listrænu sjónarmiði,
þá gleðja þau augað. En það er
fleirá en málverk, sem prýðir stofu
Einar H. Einarssonar og konu
mrnmmmummmmm-
sækja hestana. Þeir gengu í heið
inni hérna fyrir ofan bæinn.
— Hvað varstu þá að skoða?
— Það gat verið berglag í kletti,
blóm við læk eða bara jörðin, sem
ég gekk á. Þú gat það auðveldlega
komið fyrir, að ég steingleymdi
því, að mér hafði verið sagt að
flýta mér, eða að ég væri yfirleitt
að sækja hesta. En þegar ég rank-
aði við mér og var kominn á bak,
þá var kannski reynt að fara þeim
mun hraðar yfir.
— Það hefur náttúrlega ekki
verið mi'kið um tækifæri til þess
að láta eftir slíkri „ónáttúru"?
— Onei. Það var nóg annað að
gera. Ég var einkabarn foreldra
minna og því ekki öðrum að ýta
en mér. Það er sömuleiðis því að
þakka eða kenna, að ég bý hér nú.
780
1 I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ