Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Blaðsíða 20
VID GLUGGANN í Danmörku hefur verið stofn um nefnd manna, er þeir. sem telja sig svikna af auglýsingum, geta leitað til með kærumál sín. Mun nefnd þgssi krefjast, að auglýsendur strndi við bókstaf auglýsinga sinna. Þess er vænzt, að þetta muni fljótlega leiða til þess, að minna verði um gífuryrði og villandi fagurgala í auglýsingum. ★ Liepehöfen er minnsta sveit- arfélagið í Vestur-Þýzkalandi. íbúarnir eru þrír. Sveitarstjór- inn Gerhald Basedow, heldur sveitarstjórHarfundi sex sinn- um á ári, og hann boðar þá með því að berja í þilið, því að lnnu megin við það búa hjónin Adolf og Els Predöhl. ★ Víða um heim verður ungum mönnum æ ógeðfelldara að gegna herþjónustu, og hefur hinn hroðalegi hernaður Banda rikjamanna í Indó-Kína magnað það ógeð stórlega, að sjálfsögðu mest vestan hafs, en þó einnig i öðrum löndum. Þeir Banda- ríkjamenn, sem fremur hafa kosið að flýja land en hlýða her kvaðningu, skipta nú orðið tug um þúsunda. En það eru ekki aðeins í herveldunum, þar setp ungir rnenn i herþjónustu eiga það yfir höfði sér að vera sendir í önnur lönd og álfur til mann- drápa og hermdarverka, að her- þjónusta er illa séð. Jafnvel meðal svo friðsamrar þjóðar sem Dana, neita fleiri og fleiri að æfa vopnburð, enda þótt eng ar líkur séu til þess, að danski herinn þurfi að grípa til vopna um fyrirsjáanlega framtíð. Þar eru þeir, sem neita herþjónustu á forsendum, sem gildar eru metnar, látnir sinna ýmsum öðr um störfum, og þá öllu lengri tíma en hinir, sem ekki skor ast undan heræfingunum. Nú bíða herkvaðningar tvö þúsund Danir, sem ekki vilja bera vopn, og hefur danska stjórnin séð sig tilneydda að taka upp nýja stefnu. 'Fyrir fá- um dögum var opnaður á Sjá landi skóli, þar sem þeir, er ekki vilja inna af höndum her þjónustu, eiga að stunda nám, sem gerir þá hæfa til starfa við lýðhjálp ýmiss konar og kennslu, svo sem í barnaheim ilum/uppeldisstofnunum, sjúkra húsum og vistheimilum bagaðs fólks. Þetta er í fyrsta skipti í veröldinni, að þeim, sem ekki vilja gegna herþjónustu, er gefinn kostur á þvílíkri skóla göngu 1 staðinn. Þegar er talið, að tíundi hver maður í Dan- mörku muni með öllu frábit- inn herþjónustu, og augljóst þykir, að þeim, er svo bregðast við, muni fjölga til mikilla muna á næstu árum. Þetta nýja skipulag þykir þeim mun líklegra til góðs ár- angurs að þeir, sem skorast und an herþjónustu, eru oft að ýmsu leyti mannvænlegri en hinir, sem hlýða kvaðningu möglunar lítið, bæði framfarasinnaðri og meiri hugsjónamenn. ★ Rannsókn, sem gerð hefur verið í Málmhaugum í Svíþjóð, hefur leitt í ljós, að þar er ískyggilega mikið af blýi í blóði Skólabarna — sem næst helmingur þess, sem leiða myndi til minni háttar blýeitr unar. Þetta blý er talið komið úr bifreiðabensíni, en í það er blandað blýi til þess að gera bifvélar hljóðlátari. Við sams konar rannsókn hefur komið á daginn, að blý er einnig í blóði barna í sveitaþorpum á Skáni. í Englandi hefur kunnur próf essor leitt líkur að því, að blý í andrúmslofti enskra borga sé skaðlegt andlegri heilsu barna. Blý getur bæði átt þátt 1 heila skemmdum og truflað taugakerf ið. Eru nú uppi háværar raddir, sem krefjast þess, að bannað verði að blanda blýi í bensín. ★ Danskur kvikmyndaleiðangur, sem fór til Grænlands fyrir nokkrum árum, var tryggður gegn öllu hugsanlegu tjóni hjá Lloyds-tryggingarfélaginu. Nú bar svo við. að einn leiðangurs manna gerði grænlenzkri stúlku barn. og var þess síðar krafizt, að tryggingarfélagið greiddi barnsmeðlagið. Spruttu af þessu málaferli, því að tryggingarfé- lagið var í meira lagi tregt tii þess að taka slíkt á sig. Mála- lyktir urðu þó þær, að trygg ingarfélagið var dæmt til þess að greiða barnsmeðlagið. ★ Blöð, útvarpi og sjónvarpi hef ur vikum saman verið beitt í Los Angeles í Bandarikjunum til þess að vekja almenning til skilnings á því, hvílík hætta staf ar af mengun andrúmsloftsins. Meira en hundrað félagssam- tök hafa lagzt á eilt. Meðal annars var fólk mjög hvatt til þess að nota strætisvagna og járnbrautarlestir í stað þess að fara hvern spöl í einkabíl, og var almenningsvögnum fjölgað, svo að fólk kæmist leiðar sinn ar með sem auðveldustum hætti. Árangurinn af þessu öllu varð næsta lítill. Tómlæti al- mennings var svo mikið, að allt var unnið fyrir gýg, jafnmargt einkabifreiða var á götunum eft ir sem áður og ekki er mælan legt, að neitt drægi fir mengun inni. 788 TtUlNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.