Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Síða 8
Kristinn E. Andrésson er
einn þeirra manna sem mestan
svip hafa sett á íslenzkt menn-
ingarlíf þessarar aldar. Hvern-
ig sem menn líta' á pólitískan
boðskap lians verður því ekki
haggað að áhrif hans í bók-
menntum á fjórða áratug aldar-
innar og reyndar lengur voru
afar glögg og djúptæk. Segja
má að rit Kristins, íslenzkar nú-
tímabókmenntir 1918—1948,
marki lok þess skeiðs er rót-
tækir vinstri menn mótuðu öðr-
um fremur stefnuna á þeim
vettvangi. Þetta mikla vérk hef-
ur vitaskuld orðið umdeiit, en
það er samið af hrífandi rit-
snilld, yfirsýn og víða skörpum
skilningi. Þar birtist lesandan-
um livarvetna brennandi trú
höfundar á mátt orðsins listar
til baráttu fyrir félagslegum
markmiðum sósíalista. Það ligg-
ur að visu í augum uppi að
pólitísk stefnufesta, ,,kredda“
Kristins, setur bókmenntamati
hans ströng takmörk, en um
leið gerir hún túlkunina bein-
skeyttari og áherzluþyngri en
ella. Og nú þegar baráttuár
Kristins heyra sögunni til ættu
menn að geta lagt nokkurn veg-
inn hlutlægt mat á starf hans.
í blóma aldurs gerðist hann leið-
togi fylkingar sem brátt varð
voldug: það er sú sveit sem
kennd hefur verið við rauða
penna.
í vor sendi Kristinn E.
Andrésson frá sér á vegum
Máls og menningar stóra bók
um tíma rauðra penna, Enginn
er eyland. Hún fjallar um árin
fyrir seinni heimsstyrjöld,
uppgang sósíalista á tíð
kreppu og sívaxandi skugga
af fasismanum. Aflvaki
þessarar alþjóðahreyfingar
sósíalista var bundinn
dæmi- Sovétríkjanna og vonum
manna um sigur kommúnism-
ans vítt um lönd, heimsbylt-
ingu. Þetta var tími glæstra hug-
sjóna, sjö sólir á lofti, — og
elömóður manna og atorka í
störfum fyrir málstað sinn var
mikil. Nú kann okkur að þykja
menn á þessum árum íurðu
rómantískir og nánast barna-
legir í pólitískum hugmyndum
sínum. En baráttugleði þeirra
og ósérplægni vekur aðdáun,
svo mjög sem þeir eiginleikar
hafa látið undan síga meðal vor
í seinni tíð. Af þessum sökum
meðal annars eru tímar rauðra
penna girnilegir til fróðleiks.
Og nú hefur Kristinn E. Andr-
ésson fyrir sitt leyti endurvak-
ið þá í hinni nýju bók sinni.
Ilún er álitsgerð höfundar um
þessi ár, og verður ekki betur
skilgreind en með orðum hans
sjálfs i inngangi:
„Ég sit.hér ekki í stóli sagn-
fræðings. Ætlun mín er ekki að
rita sögu þeirra ára sem hér
verður fjallað um. Frásögn mín
takmarkast við að bregða upp
mynd, einni af mörgum, endur-
vekja áhrif hennar, rekja sam-
an í heild einstaka drætti henn-
ar og eins að greiða þá sundur.
Mig langar til að geta leitt
mönnum fyrir sjtnir eða látið
menn finna hver var kjarninn
eða inntakið í baráttu þessa
tíma, eins og hún 'var háð og
skilin af þeim er nefnast „rauð-
ir pennar“, og þá einskoi’ða ég
mig ekki við ársritið með því
nafni né rauða penna hér
heima, heldur reyni jafnframt
að bregða ljósi á hliðstæða bar-
áttu erlendis eins og ég tel
nauðsynlegt til að fylla upp
myndina“.
Af þessum orðum er fullljóst
hvers eðlis bók Iíristins er.
Vera má að sumir heíðu frem-
ur kosið annars konar verk frá
hendi hans, minningar frá
starfsferli höfundar eða sögu
þeirra samtaka þar sem hann
var í fyrirsvari. En fráleitt er
að láta slikar óskir villa sér sýn
við lestur bókarinnar: vitanlega
ber að meta hvert ritverk í
ljósi þess hlutskiptis sem höf-
undur ætlaði því. Og þótt Eng-
inn er eyland sé aðeins að
nokkru leyti minningabók er
hún mjög persónulegt rit eins
og allt sem Kristinn E. Andr-
ésson liefur samið. Bókin er
full af lífi, rituð af mikilli
mælsku og rómantískum and-
hita: höfundur er jafn trúr mál-
stað sínum og fyrrum, — og
bjartsýnn á framgang hans
þrált fyrir allt.
Það er alkunna hver áföll
hafa riðið yfir pólitiskan átrún-
að Kristins og samherja hans
frá dögum rauðra penna. Upp-
víst varð um stórfelldar kúgun-
araðgerðir á valdaárum Stalíns
í Sovétríkjunum og annað
misferli í framkvæmd kommún
ismans þar og gegn öðrum
þjóðum. Þegar menn gerðu sér
þetta almennt Ijóst um síðir
linuðust ærið margir í trúnni,
einnig þeir sem harða’st höfðu
gengið fram í áróðri fyrir
Sovétríkjunum. En Kristinn
lætur ekki bilbug á sér finna:
ANDI BARÁTTUSKEIÐS
800
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ