Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Page 10
INGÓLFUR JÓNSSON: ÁRIÐ 1941 — Gakktu til hliðar, piltur minn, áður en þeir draga poka- draslið upp, sagði góðlegur, lág- vaxinn maður við mig, þar sem við stóðum í lest ensks flutningaskips grákaldan vormorgun árið 1941. — Þetta eru járnbönd, sem þeir nota, svaraði ég hálfhikandi, því að ég fann gerla til fákunnáttu þenn- an fyrsta dag minn í uppskipun- arvinnu við höfnina í Reykjavík. — Járnvírar geta brostið eins og öll önnur haldbönd, sagði nú góð- legi maðurinn, sem ég vissi, að hét Snorri, með áherzlu. Já, þeir geta brostið, hélt hann áfram. En hve- nær er ekki á okkar færi að reikna út. En hæpinn útreikningur væri líka gagnslaus þeim, sem fengi svona sementsstafla í hausinn. Hann fengi frí frá öllum reikningi og allri Bretavinnu upp frá því. Því að varla er reikningur og Bretavinna að ráði í himnaríki. Eða heldur þú það? Og nú hló Snorri glaðlega. —. Bretavinna. Nei, ætli það, svaraði ég og skyrpti út úr mér sementsrykinu. — Það er að minnsta kosti ekki annað eins bölvað ryk þar og í þessum djöfuls skítuga dalli, sagði nú Sveinn, hávaxinn, ljós- hærður piltur, sem stóð hjá okk- ur. Nú, mér er svo sem sama, strákar. Ég er búinn að ráða mig á norskan flutningadall, sem sigl- ir á morgun, svo að ég er laus við þetta allt saman, og þið við mig. Og hann hló framan í okkur. — Fjandans flan er þetta í þér, Svenni minn, sagði Snorri með áhyggjusvip. Flan, ég segi — flan, því að hvaða ástæða er til að fara að flækjast með útlendum heims- hafsförum, þegar nóg vinna er í landi. Þetta kalla ég óráð, Svenni minn, og það nú, þegar taflinu er svo snúið við, að sótzt er eftir verkamönnum, í stað þess að við urðum að bíða dag eftir dag, vinnu- og auralausir. Nú er verka- maðurinn ekki lítilsvirtur vonar- gepill, heldur eftirsóttur. Eftir- spurnin eykur verðmætið, og það gildir einnig um okkur! En nú er búið að losa pokana, piltar, svo að við skulum raða á fjölina. Það var tekið til óspilltra mál- anna, og fyrr en varði var stafl- inn tilbúinn. — En það árans ryk, sagði nú Jóhann, breiðvaxinn, fámæltur maður á sjötugsaldri. — Ryk, já, ekki vantar það, sagði Svenni — þetta er hernáms- rykið okkar. Þá kom loks atvinna, þegar allt fór í bál og brand í heiminum og Bretar sáu sér hag í að hertaka hólmann okkar, svo að Þjóðverjar kæmust ekki hingað og settu upp herstöð. Já, ástandið er í algleymingi, svo að varla verður þverfótað fyrir hermönnum, hvar sem er. Nú, ég ætla að dusta þetta ryk af fótum mér og sjá mig um. Svo kem ég aftur heim til að sjá, hvernig ykkur reiðir af í gull- ryki brezka heimsveldisins. — Þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur af okkur, Svenni, sagði Snorri. Við komumst af og fáum einhvern sveitamanninn í þinn stað. Þeir streyma hvort sem er til Reykja- víkur eins og gullgrafarar. Já, þeir koma, karlagreyin, enda orðnir leiðir á eltingaleik við fé og hross. Og hann leit stríðnislega til mín, svo að auðséð var, hver átti sneið- ina. — Sveitamenn, svaraði ég — þeir eru svo sem ekkert öðruvísi en þið, sem hafið alið allan aldur ykkar hér í bænum. Nema kannski það, að við erum aldir upp á grasi, en þið á möl og grjóti. Þetta ger- ir ef til vill mun í viðhorfi og hugsunarhætti, því að aldrei hafið þið borið ljá í grænt gras eða set- ið léttstígan hest á góðri stund, þið kunnið að sjálfsögðu ekki að meta þau geðhrif, sem því fylgja. Þeim mun síður gætuð þið átt hlutdeild í gleði fjármannsins, sem veit hjörð sína heila í húsi, er hríð in geisar. — Svona eruð þið, sveitamenn- irnir, —- hélt Snorri áfram. Þið haldið, að við getum ekki skilið ykkur. Nú, við sjáum ykkur koma úr þessari sæluvist ykkar hingað á mölina, strax og fréttist um vinnu. Og fæstir ykkar snúa heim aftur, heldur setjizt þið hér að og gerizt malargöngumenn. Nú, þið ■eruð svo sem velkomnir. Reykja- vík þarf að stækka, svo að henn- ar gæti sem mest. Nú var enn komið að næstu hleðslu og málhvíld tekin, enda veitti ekki af, þar sem loftið í lest- inni varð æ verra. — Þetta er sízt betra en að leysa myglað hey í lítilli hlöðu, sagði ég í hléi við Snorra, sem ég hélt mig mest að, þar sem hann hafði fyrst yrt á mig og var auk þess sá, sem sagði okkur fyrir verkum, enda þaulvanur hafnar- verkamaður, þótt ekki væri nema þrítugur að aldri, á að gizka. — Leysa hey — það er víst ekki svo skemmtilegt, svaraði Snorri. En það er nú ekki alltaf sement, sem við fáumst við hér í höfninni. Bretar þurfa allmikið af því í undirstöður undir bragga og skotpalla, en þeir þurfa líka mat- væli og margt annað, sem við skip- um upp. Það er munur að eiga við það, piltur minn, og fyrir kemur, að Bretinn gefur okkur epli eða appelsínur, þegar kassar brotna. Það er alltaf einhver bragðbætir í súpunni, sagði kerlingin, þegar kötturinn hennar missti fuglslöpp- ina niður í matarpottinn. Og enn hló hann framan í okk- ur. — Ég vildi nú heldur brenni- vín til að skola kverkarnar, sagði Einar, fölleitur, veiklulegur mað- ur um tvítugt, sem lá svo lágt rómur, að varla heyrðist til hans. — — Brennivín, sagði Axel, hár, rauðbirkinn, hraðlegur náungi, sem ekki hafði orðið orð á munni fyrr í lestinni. Þú hefðir nú helzt með það að gera, Einar. Það er nú ekki fyrir svona veimiltítur eins og þig, sem liggja eftir fyrsta glasið eins og guðs volaðir vesling- ar. Að drekka brennivín og liggja eins og dauðskotinn selur, er til (02 T t M I N N — SUNNGDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.