Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 11
Örskammt frá hverasvæðinu
á Hveravöllum er hraunsprunga
með lítilfjörlegri hleðslu. Þarna
var eitt sinn fylgsni Eyvindar
og Höllu, trúlega þó aðeins
skamma hríð, því að hvorki hef-
ur þar vistlegt verið né óhult
á þeim tíma árs, sem hugsan-
legt var, að menn ættu leið um
Kjöl, er að vísu mun hafa verið
fáfarinn um miðbik átjándu
aldar, sem og aðrar öræfaleiðir,
svo sem sjá má af því, að eitt
sinn kom til tals hjá yfirvöld-
unum að gefa Eyvindi upp sak-
ir, ef hann gerðist leiðsögumað-
ur ferðamanna á fjöllum. Hann-
grímur Jónasson, sem marga
stökuna hefur kveðið, orti eitt
sinn, er honum varð hugsað til
Höllu, sem ein kvenna hefur
legið mörg ár úti á fjöllum, svo
að kunnugt sé:
Örlög fárra urðu svona.
Undir hraunsins
Skútastöllum
bjó hér áður íslenzk kona
útlagi — á Hveravöllum.
Meiri tryggð af sönnum sefa
sýnist fjarri huga mínum,
að einhver vildi önnur gefa
auðnulausum vini sínum.
Laufey Valdimarsdóttir var
aldrei í tölu þekktra hagyrð-
inga. Eftir hana er þó þessi
vísa:
Sofðu, vinur, vært og rótt,
vaki ég hjá þér þessa nótt,
líður hún eins og
elding fljótt,
unz okkur birtan skilur.
Magnús Teitsson á Eyrarbakka
kvað á þennan hátt um stúlku
eina, líklega á þeim árum, er
sofið var í baðstofum:
Er að hátta mærin mjúk,
milt á sígur húmið.
Augun mæna öfundsjúk
upp í hjónarúmið.
Einar Einarsson, sem eitt
sinn var djákni í Grímsey,
komst svo að orði, er hann
virti fyrir sér rústir eyðibæjar:
Bærinn lengi byggður var,
blómleg engin þóttu.
Heyjafeng á flatirnar
fljóð og drengir sóttu.
Veit ég prúður var hann fyrr
vors í skrúði þínu.
Gg þegar knúði kuldi á dyr
kotið hlúði að sínu.
Dalurinn gnótt
af öásevid bauð
dag og nótt á stumfæAi.
Nú er tóttin eftir auð,
orðið hljótt á grundum.
Grær og týnist gata í mó,
glatast stóð í haga.
í leynum dalsins liggur þó
lands og þjððar saga.
Hæpið er, að mönnam vegni
að verðleikum, og má raunar
hvarvetna sjá þess dæmi, að
svo er ekki. Halldór Helgason á
Ásbjarnarstöðum orðaði þetta
svo:
Lán og gæfa gæðamanns
gengur á höltum fótum,
en djöfullinn og herlið hans
hjálpar sínum nótum.
Um duttlunga mannlífsins og
viðbrögð mannskepnunnar við
þeim er einnig þessi vísa Bene-
dikts Gíslasonar frá Hofteigi:
Margur hló og hafði ró,
hvar sem bjó og fór hann,
átti þó sinn auðnuskó
ekki nógu stóran.
Indriði Þórkelsson á Fjalli
lýsti svo þrautaráði þess, sem
á óhægt um vik í vosi tilver-
unnar:
Og þótt harðni heljartök,
höfum við í draumi
einhvers staðar auða vök
ofan að lífsins straumi.
Gnúpur.
sl
skammar fyrir brennivínið, alveg
eins og það er til skammar fyrir
þig að yrkja kvæði, án þess að
kunna það. Haltu þig frá hvoru
tveggja — þá verðurðu kannski að
manni.
Einar svaraði engu, en leit und-
an, og var líkast því, sem liann
beygði af. Það er svo sem ekkert
undarlegt, þar sem hann ætti
hvorki að drekka né yrkja, en ger-
ir hvort tyeggja, hugsaði ég, og var
næsta fegirin að vera ekki í spor-
um Einars. Þessir verkamenn voru
sjáanlega ekki beint hneigðir fyrir
hugaróra, enda starfið fjarri slíku
vafstri.
Dagurinn leið að lokum, og við
gengum stirðir og rykgráir upp að
skúr á norðurbabka hafnarinnar,
þar sem sett var merki við nafn
okkar, sem höfðum unnið við sem-
ent í þágu brezka heimsveldisins.
— Fari, það bölvað — það rign-
ir í norðankaldann, sagði Snorri,
þar sem við urðum samferða upp
Tryggvagötuna.
— Rignir, svaraði ég — en það
getur birt til á morgun, ef hann
skefur af sér skýin.
— O-jæja, obkur má standa á
sama. Við verðum í þessari sömu
lest út vikuna, ef við fáum ekki
fleiri menn, sagði Snorri.
Að svo mæltu kvaddi hann. Hann
hélt í vestur en ég í austur, hvor
til síns heima.
........- ■■■—
Þeir, sem hugsa sér
aS halda Sunnudags-
blaðinu saman, ættu
aS athuga hiS fyrsta,
hvort eitthvaS vantar
í hjá þeim og ráSa hót
á því.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
803