Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Blaðsíða 14
\ lokinni stikuðuií vi.ð beint til skólastjóra með opna b.5kina og sýndum honum staðinn, þar sem prentvillan var. Hann leit á og sagði ekki orð. Ég held meira að segja, að það hafi vottað fyrir brosi á góð- mannlegu andlitinu. Að minnsta kosti fengum við ekki neinar ávít- ur. Sjálfur hafði hann ekki tekið eftir neinni villu fyrr en nú. Hef- ur hann áreiðanlega kunnað sálm- inn of vel til þess að grandlesa hvert orð. En fyrst ég nú var kominn þarna að hljóðfærinu til þeirra, sem þar voru, gat ég ekki stillt mig um að spyrja, hvers vegna ekki væru sungnir fleiri Passíu- sálmar en þeir, sem ég hafði heyrt og tekið þátt í að syngja. „Vegna þess, að við höfum ekki handbær lög við þá“, svaraði skólastjóri. Ég vildi aftur á móti halda því fram, að ég kynni lög við þá alla, að minnsta kosti væru þeir alltaf sungnir heima hjá mér á föstunni. Þetta þótti Birni athyglisvert og líklega hefur hann strax sagt Sig- tryggi frá því. Að minnsta kosti leið ekki á löngu, unz kallað var á mig heim til Sigtryggs, þar sem ég mátti kyrja allt hvað ég kunni af gömlum passíusálmalögum, en Sigtryggur skrifaði jafnóðum upp eftir mér. Um vorið færði hann mér bók að gjöf, og auk þess skrifað lag eftir sjálfan sig, samið við texta eftir mig. Hét kvæðiskorn mitt Sólar- ljóð. Þessa minjagripi um Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi á ég enn. — Hvað þótti þér annars merki- legast við skólavei-una? — Það þótti mér merkilegast við að vera á Núpi og laðaði mig langmest að skólanum, að okkur voru kennd fundarsköp og mælskulist. Það er að segja, að semja ræður og flytja þær. Ég fann fljótt hver nauðsyn þetta var, ekki aðeins til þess að kunna að tala á fundum, heldur engu síð- ur til þess að hrista af mönnum feimni og minnimáttarkennd. Gerði ég því allt, sem ég gat, til þess að vanda lærdóm minn á þessu sviði. Annars langar mig að ljúka kaflanum um Núpsveruna með því að segja, að ég minnist þeirra daga sem eins bjartasta hluta ævinnar. En þar með er líka mitt skóla- nám upp talið, því fjárhagurinn leyfði ekki að háldið væri lengra á þeirri braut. Ég verð þó að játa, að mér fannst það hábölvað, eink- um fyrst í stað. Það var einhvern veginn svo sárt að verða að hætta einmitt þegar maður hafði loksins lært að læra. — Hvað tókst þú þér fyrir hendur, þegar námsbrautin lokað- ist? — Ég fór heim í sveit mína og fékkst þar við kennslu fyrst í stað. Það þótti mér skemmtilegt verk og lærði ýmislegt á því. Næst er þar til að taka, að ég fastnaði mér konu og fluttist með hana að Galtarvita. Það gerðist vorið 1941. Hún hét Elín Guðmundsdóttir og var frá Horni. Hún er nú látin fyrir noikkrum árum. — Hvernig stóð á því, að þið byrjuðuð búskapinn í Galtarvita? — Það var nú bara einfaldlega af því, að staða vitavarðar losnaði. Gerðist það með þeim atburðum, að brezka hernámsliðið tók vita- vörðinn fastan og flutti hann til Englands. En grunur lék á, að hann hefði aðstoðað Þjóðverja nokkurn, sem verið hafði á flakki um þessar slóðir. Það var víst ekki rangt til getið, en hitt þó jafnör- uggt, að vitavörður hafði skotið skjólshúsi yfir Þjóðverjann fyrir beiðni annarra manna — vina sinna. En þótt Bretar næðu vita- verðinum, þá fórst þeim ekki handtaka hans neitt sérlega mynd- arlega, fremur en margt annað, sem þeir tóku sér fyrir hendur á landi hér. Þeir komu vestur á stóru herskipi, skutu síðan út létt- báti og komu honum að landi. Þó tókst ekki betur til en svo, að þeir brutu bátinn í fjörunni, sem er stórgrýtt. Var hann nú gersamlega ósjófær. En svo vel vildi til, að vitavörður var smiður góður, og varð hann nú að hjálpa Bretunum að gera við bátinn, svo handtakan færist þó ekki alveg fyrir! Jæja. Þetta var nú annars útúrdúr, en þetta voru sem sagt tildrögin að því, að ég gerðist vitavörður í Galt- arvita. — Varstu lengi þarna? — Það urðu aðeins tvö ár. Mér líkaði aldrei að vera þar, fannst ég of einangraður. Auk þess voru launin hraksmánarlega lág. Það er nú ekki heldur neitt upplífgandi að hírast í húskofa í afskekktri vík og heyra skothríðina úti fyrir allt að því daglega. Á þessum árum voru stöðugar ferðir skipalesta á milli Ameríku og Rússlands. Þær fóru allar fram hjá íslandi, þarna úti fyrir Vest- fjörðum. En sikothríðin, sem ég gat um, stafaði af því, að hersíkipin. sem auðvitað voru í fylgd með skipalestunum, voru alltaf að skjóta í sjóinn með stuttu milli- bili, þótt enginn óvinur virtist ná- lægur. — Varðst þú aldrei vitni að sjó- orrustu? — Ekki þannig, að ég horfði á hana. Þegar sjóorrustan fræga var háð úti fyrir Straumnesi, var það of langt frá mér til þess, að ég yrði hennar var á meðan á henni stóð. Við heyrðum ekki einu sinni gnýinn. En fáum dögum seinna fór að reka alls konar drasl úr skip- unum, sem farizt höfðu, olíubrák flaut um allan sjó og fuglinn drapst í hrönnum. Og norður á Ströndum rak mikið af líkum á fjörur. — Greip ykkur aldrei alvarleg hræðsla, eða var það aðeins þessi stöðugi, almenni stríðsuggur og ör- yggisleysi? — Jú, ekki get ég nú svarið fyr- ir að slíkt hafi komið fyrir. — Viltu segja frá því? — Já, því ekki það. Þetta er nú svo sem ekki neitt leyndarmál — allra sízt nú, eftir öll þessi ár. Kvöld eitt á útmánuðum skall á vestan hvassviðri með snjó- og haglhryðjum. Ég brá mér út í fjós til þess að gefa kúnni og mjólka. En á meðan skall ein hryðjan yf- ir. Þegar ég kom inn aftur, sátu þær, kona mín og systir, sem dvaldist hjá okkur þennan vetur, náfölar við eldhúsborðið og spurðu, hvort ég hefði ekki orðið neins var úti. Kváðust þær hafa séð ljósglampa utan við gluggann, og kom þeim það fyrir sjónir, eins og kastljósi væri beint að húsinu ofan úr dal, sem þarna er skammt frá. Ég sagði sem var, að ég hefði ekki orðið neins var. Og nú greip sama hugdettan okkur öll. Undan- farið höfðu gengið alls konar sög- ur um, að Þjóðverjar hefðu sézt í óbyggðum þarna vestur frá — dul- arfull spor hefðu verið rakin og svo framvegis. Voru þeir nú kannski að leita byggða í illviðr- inu? Við störðum öll út í myrkrið stundarkorn. Brátt skall ein hryðj- an enn yfir, og þar með kom skýr- ing á þessu dularfulla ljósi. Vita- 806 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.