Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Side 19
BRÉFRITARINN
— bóndinn i Nesi í Höfðahverfi, Einar
Ásmundsson.
Bréf það, sem hér birtist, skrif-
aði Einar Ásmimdsson í Nesi í
Höfðahverfi séra Sigurði Gunn-
arssyni á Hallormsstað árið 1878.
Það er dagsett í Nesi 2. apríl það
ár. Það sannar í fyrsta lagi, að
menu kveinkuðu sér ekki við að
skrifa löng og rækileg bréf í þá
daga, en í öðru lagi vitnar það fag-
urlega um það, að þá voru uppi
menn sem hugsuðu margt og
nenntu að brjóta það til mergjar,
er þeir hugsuðu um. Vissulega var
Einar í Nesi í fremstu röð. En til
er gnægð gamalla bréfa, sem ber
því órækt vitni, hversu margir af
þeirri kynslóð, er uppi var fyrir
hundrað árum, héldu vöku sinni af
mikilli gerhygli.
Bréf Einars, sem varðveitzt hef-
ur að Stafafelli í Lóni, mun hai|a
orðið þar eftir, er Arnór Sigmunds
VIÐTAKANDI
— presturlnn á HallormsstaS, séra Sig-
uröur Gunnarsson.
son fékk þaðan önnui' bréf hans
vegna söguritunar sinnar. Það er
á þessa leið:
„Elskulegi fornvin!
Þó öllum sé ennþá huliö, hvenær
pöstur gengur austur, þá ímynda
ég mér, það verði innan skamms,
og því vil ég ekki draga að hripa
þér nokkrar línur, en þær eiga
eingöngu að vera til að færa þér
beztu þakkir fyrir vinarbréf þitt
hið síðasta, sem var eins og svo
mörg önnur bréf þín, ágætt í alla
staði og fullt skynsamlegra skoð-
ana. Já, ég þakka þér kærlega fyrir
allar þínar góðu bendingax- og
skýringar bæði um kirknaskipun
og klerkalaun og svo um veginn
milli Norðurlands og Austurlands.
Við Þingeyingar áttum nú í fcbr-
úar allrækilegan sýslunefndar-
fund eða liéraðsþing, sem ég vil
heldur kalla þessar samkomur.
Þar sátum við 5 daga og héldum
vel áfram flestir Þar var meðal
annars samþykkt tii fulls að brúa
Skjálfandafljót að Goðafossi, afla
sér grjóts og útvega steinlím
í sumar, aka því að brúarstæðinu
næsta vetur og hlaða vorið eftir
stöplana við brúarsporðana, fá það
sumar öll önnur efni til brúarinn-
ar, aka þeim veturinn eftir og
koma brúnni á vorið 1880. Þann-
ig var sú ráðagerö
Hætt þykir mér nú við, að lengi
dragist brúargjörðin á Jökul. h í
Axarfirði, einkum ef Þingeyjar
sýslu verður skipt í tvö héruð um
Reykjaheiði, eins og alþingi samdi
lög um í sumar. Skipting sú hefir
nokkra kosti, en einnig ókosti. Þó
eystri hlutinn beiddist hennar, þá
er ég hræddur um, að hún verði
honum meira í óhag, þegar öllu er
á botninn hvolft. Ég þykist sjá, að
Smjörvatnsheiði verði illur þrösk-
uldur á þjóðveginum, sem við höf-
um talað um, öðrum torfærum má
bægja frá. En hvernig mundi að
leggja þjóðveginn héðan til Aust-
fjarða yfir Fljótsdalsheiði, þar sem
þú bendir á? Verður ekki nærri
því eins greiðfær og skammur
vegur úr Ljósavatnsskarði austur í
Seyðisfjörð, ef Fljótsdalsheiði er
farin frá brú hjá Grund á Jökul-
dal að Bessastöðum og svo innan
við botninn á Lagarfljóti?
Ég tel sjálfsagða brú á Fljóts-
dalsá, Gilsá og Eyvindará. Beinast
liefði verið að geta komizt yfir Jök-
ulsá nálægt Skjöldólfsstöðum eða
Hjarðarhaga yfir Fljótsdalsheiði
upp frá Hnefilsdal og beint það-
an að Einhleypingi, en þar hefði
átt að brúa fljótið, þar er gott að
hlaða stöpla í það. Brú sú mundi
sjálfsagt kosta mikið en meira
held ég kostaði að brúa Jökulsá á
Fjöllum, þar sem Mývatnsvegur-
inn liggur, en tækt er það. Það er
annars líklega fullsnemmt að tala
um þetta ennþá, en efcki kostar um-
talið fé, og menn tala um margt
óþarfara hvort sem er.
Eitt atriði er það í kirkjumál-
inu, sem ég man nú ekki hvort
við höfum borið saman skoðanir
okkar um, það er um fjárhald og
bygging kirknanna. Einhver skrif-
aði um það fyrir skemmstu í
„Skuld“, og virðist mér hann álíta
ranglátt, að söfnuðirnir kostuðu
viðhald kirknanna. Þó vildi hann
811
Ur gomlum kistuhandraða:
Sendibréf frá Nesi til
Hallormsstaðarprests
t t M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ