Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 14
flyttum, en þyrfti ekki að sækja það i bækur. bá safnaði ég krökkunum i kringum mig, án þess að ég vissi sjálf- ur, hvað ég ætlaði að segja við þau, og ; upp úr mér rann einhvers konar leik- saga. Sjálfsagt hefur imyndunarafliö oft hlaupið með mig i gönur, en það hljóp — og þaö var fyrir mestu. — Svo hefur þú auðvitað lika verið hinn mesti bókaormur frá upphafi vega? — Ég hafði gaman af bókum, já, ekki vantaði nú það. En i barnaskóla var ég þó aldrei neinn sérstakur garp- ur. Hugurinn dreifðist svo viða. Og svo slæm var réttritunin hjá mér, fyrst framan af, að stilarnir minir voru allir rauðflekkóttir, þegar þeir komu til min frá kennaranum. Það var gagn, að hann var mikið ljúfmenni, sem alltaf lagði sig allan fram aö hjálpa mér, annast hefði sjálfsagt farið illa. En svo fékk ég allt i einu uppreisn æru einn góðan veðurdag, og frá þvi langar mig að segja. Við áttum að skrifa endur- sögn. Hún fjallaði um konu, sem sat á hrisbagga, sem hún hafði borið utan úr skógi. Hétt, hjá var litið hús, húsið gömlu konunnar, en i grennd mátti sjá skip innifrosin, og allt var umhverfið heldur nöturlegt. En það var ljós i glugga gömlu konunnar og það lagði ljósbjarma út á hjarnið. Þetta var nú myndin, sem við áttum að skrifa um og leggja út af. Og nú var það hug- myndaflug mitt, sem tók sprett. Ég fór að hugsa mér hvernig væri umhorfs inni hjá konunni, hvað hún ætti af ætt- ingjum og vinum, og svo framvegis. Ég man það vist ekki allt nú, sem ég diktaði upp i kringum þetta. En hitt man ég, að þegar kennarinn kom til okkar með stilana, þá sagðist hann ætla að lesa einn þeirra fyrir okkur. Það var stillinn minn. Og hann bætti við, þegar hann hafði lokið lestrinum: Þetta getur nú hann óskar Aðalsteinn. Það þarf vissa hæfileika til þess að skrifa svona, og mér kæmi það ekki neitt á óvart, þótt hann ætti eftir að veröa þjóökunnur rithöfundur. — Þetta hefur þér vist þótt gaman að heyra? — Auðvitað, varð ég glaður, en þó vissi ég varla hvaö það var að vera rit- höfundur, ég var svo ungur. — Veiztu hvað þú hefur verið gamall, þegar þetta var? — Ekki nákvæmlega, en þó hygg ég, að ég hafi verið ellefu ára. Og hitt held ég að ekki fari á milli mála, að þetta hafi verið fyrsta endursögnin sem ég skrifaði um æfina. —Hún hefur þá jafnframt oröið þinn fyrsti listræni sigur? — Nei, svo virðulegt orð vil ég nú ekki nota. Hins vegar skal ég segja þér frá þeim atburði, sen nær væri að kalla þvi nafni. Þá var ég enn á barnsaldri. Það var þegar ég náði i fyrsta sinn að sefja áheyrendur mina og halda þeim föngnum. — Já, blessaður leystu frá skjóðunni! — Svo var mál með vexti, að bióstjóri staðarins átti son, sem Hörður hét. Hann var ákaflega skemmtilegur og við vorum mikið saman. Ég hafði lika miklar mætur á föðurnum, þvi hann leyfði mér svo oft að horfa á myndir, þótt ég hefði ekki aðgangseyri hand- bæran. Afi Harðar minnti mig á jóla- svein, þvi að hann hafði mikið hvitt skegg, var alltaf i kápu og stigvélum, og með húfu. Auk þess var hann nokkuð rauðleitur i andliti, eins og jólasveinar eiga að vera. Að minnsta kosti tengdist þetta svona i minum barnshuga, enda þótymér vænt um þá alla, bióstjórann, afann og jóla- sveininn. Svo var það eitt sinn að haldin var mikil veizla heima hjá Herði. Hann átti afmæli. bar voru margir strákar, og það var haft svo mikið við, að tekin var mynd af okkur öllum. Allt i einu segir einn drengurinn: ,,Nú segir Óskar okkur sögu.” Jú, jú, það stóð svo sem ekki á mér, ég hóf töluna. Og nú kom það yfir mig, sem hver rit- höfundur þekkir af eigin raun (eða ætti að minnsta kosti að þekkja): Ég fékk innblástur. Ég hreifst af efninu, sem ég var að flytja, og minir ungu áheyrendur sem allir voru á likum aldri og ég hrifust með. Allt i einu vissum við ekki fyrr en hjónin i húsinu stóðu i dyrunum, og faðir Harðar sagði: „Hvað er þetta, drengir? Þið grátið — og ég, sem hélt, að þið væruð að skemmta ykkur.” Það stóð ekki lengi á svarinu: „Hann Óskar var að segja okkur sögu, og hún var svo falleg og átakanleg.” Þar með var það út- rætt. — Og ))etta er þinn fyrsti listræni sigur? — Já, það held ég sé óhætt að segja. Að visu voru þeir ungir að árum, áheyrendur minir, en engu að siður er þessi stund einhver hin eftirminnileg- asta sem ég hef lifað. — Þetta hefur kannski orðið til þess að ýta undir löngun þina til ritstarfa? — Já, á þvi er ekki nokkur minnsti vafi. Upp úr þessu fór að sækja á mig sú löngun að skrifa um lifið i kringum mig. Ekki beinlinis dagbækur, heldur ritgerðir, um það sem ég sá, heyrði og las. Leið þá ekki á löngu, unz farnar voru aö fæöast beinar frásagnir i sögu- stil, eiginlega án þess ég vissi af. — Hvenær kom svo fyrsta bók þin út? — Hún kom út árið 1939. Það er skáld- saga og heitir Ljósið i kotinu. — Þú myndir kannski vilja segja okkur litið eitt frá efni hennar? — Það er ekki nema sjálfsagt, en þar verður nú að stikla á stóru, þvi ekki er auðvelt að gefa fólki hugmynd um heila skáldsögu i fáum orðum. Aðalpersóna sögunnar er ungur maður, sem hefur óslökkvandi þrá til ménntunar og ritstarfa. Hann heitir Steinn Þorfinnsson. En timarnir voru erfiðir i meira lagi og það er skemmst af þvi að segja að draumar Steins og tilraunir hans til þess að láta þá rætast, — það fór allt út um þúfur. Sagan endar á þvi að hann er kominn heim aftur á æskustöðvar sinar eftir eins vetrar dvöl i Reykjavik. Kominn heim i kotið, þar sem hann hafði alizt upp, sama kotið, sem fátæklingar höfðu búið i, mann fram af manni. Hann stendur úti fyrir dyrum kotsins, nýkvæntur maður, og það heyrist barnsgrátur innan úr húsinu — skyldan. — Gætu nú ekki illgjarnir lesendur talið þessa sögupersónu hálfgerða sjálfslýsingu? — Það þarf ekki neina illgirni til þess, blessaður vertu. Steinn Þorfinnsson tekur talsverða likingu af mér, en þar með er auðvitað ekki sagt að við séum eins, og þvi siður að allt, sem fyrir hann kemur i sögunni, þurfi endilega að hafa hent mig. Sama er að segja um sögusviðið. Umhverfi sögunnar og fólk hennar á rætur sinar að rekja til þess, sem ég hafði kynnzt, þótt auðvitað sé fráleitt að ætla að ég hafi klippt það út eins og það kom fyrir og limt það þannig inn i bók mina. Þetta gera rit- höfundar aldrei, þótt saklausum lesendum hætti stundum við að álykta sem svo. # Nú hafa komið frá þinni hendi eitthvað sextán bækur, — ef ég tel rétt. Hvernig hefur gengið að koma öllu þessu út? — Þegar ég skrifaði Ljósið i kotinu, þá datt mér alls ekki i hug að hún yrði nokkru sinni gefin út. Ég vil leggja alveg sérstaka áherzlu á þetta hér, þvi það hafa einmitt margir sagt við mig, að ég hafi hlotið aö skrifa hana með út- gáfu i huga. En það er hreinn og ó- mengaður sannleikur, að ég skrifaði bókina ekki með það fyrir augum, og reyndar ætti nú ekki að vera svo mikill vandi að trúa þvi, þegar allar að- stæður eru hafðar i huga: Unglingur úr verkamannastétt, án sambands við skáld og rithöfunda — hvernig átti honum að koma slikt i hug? Nei ekki þá, fyrir meira en þrjátiu árum. En það verður eitthvað til hverrar sögu að bera. Einn góðan veðurdag kom faðir minn til min og sagði að ég væri farinn að eyða anzi miklum tima 566 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.