Morgunblaðið - 01.05.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HJÓLSAGARBLÖÐ
95 GERÐIR
HANDFRÆSITENNUR
120 GERÐIR
DMO5
PRÓFÍLSAGARBLÖÐ
HSS- HEFILTENNUR
STINGSAGARBLÖÐ
HJÓLSAGARBLÖÐ
60 GERÐIR
BANDSAGRBLÖÐ
150 GERÐIR
BIM BANDSAGRBLÖÐ
20 GERÐIR
Smiðjuvegi 11 200 Kópavogi
Sími 564 2488 Fax 564 2550
MIKIÐ traust milli borgaranna er
ástæða þess hversu vel Norðurlönd-
unum hefur vegnað í efnahagslegu
tilliti, að mati Gert Tinggaard Svend-
sen, prófessors í hagfræði við Við-
skiptaháskólann í Árósum. Hann
hefur mælt traust almennings til
samborgaranna og ýmissa stofnana
samfélagsins í tólf löndum í Vestur-
og Austur-Evrópu og í Mið- og Suð-
ur-Ameríku. Traustið mælist mest á
Íslandi og kemur Danmörk fast á
hæla Íslands, en þau voru einu löndin
í Vestur-Evrópu sem skoðuð voru.
„Markmiðið með rannsókninni er
að reyna að skýra af hverju sum lönd
eru ríkari en önnur,“ segir Gert
Tinggard Svendsen, sem hélt erindi
á málþingi um félagsauð og mik-
ilvægi hans við stefnumótun í gær.
Hann segir að efnahagslegur auður
og mannauður skýri ekki nema um
75% af efnahag þjóða. Efnahags-
legur auður er t.d. fjárfestingar á
borð við verksmiðjur og tæki og í
mannauði felast hæfileikar, menntun
og reynsla fólksins.
„Félagsauður er þriðji stóri fram-
leiðsluþátturinn sem getur skýrt
hvers vegna eitt land er ríkt og ann-
að fátækt,“ segir Svendssen. Með fé-
lagsauði er átt við þau félagstengsl
sem einstaklingar mynda í fjöl-
skyldu, vinahópum, vinnustöðum, fé-
lagasamtökum og víðar og þau verð-
mæti sem skapast af því, t.d. með
auknu trausti í samfélaginu og meiri
vellíðan.
Traustið mest á
Íslandi og í Danmörku
Rannsóknin var unnin þannig að
íbúar tólf landa voru spurðir sömu
spurninga um traust þeirra í garð
samborgaranna og stofnanir sam-
félagsins. Niðurstöðurnar hér á landi
fengust úr spurningalista sem Gallup
vann og 725 Íslendingar svöruðu.
Íslendingar virðast aðeins vantrú-
aðri en Danir á að treysta megi öðr-
um, samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar. 78% Dana töldu að
almennt mætti treysta fólki en 61%
Íslendinga. Hlutfallið er aftur á móti
7,4% á Costa Rica, 9,5% í Ekvador og
15,8% í Lettlandi, svo dæmi séu tek-
in.
48% Íslendinga treysta lögreglu
mjög vel og 42% frekar vel, í Dan-
mörku bera 35% íbúa mjög mikið
traust til lögreglu og 60% frekar
mikið. Eingöngu 2% Litháa og 4%
íbúa Ekvador segjast treysta lög-
reglu mjög vel. 25% Litháa treysta
lögreglunni frekar vel og 9% Ekva-
dora.
Þá segjast 23% Íslendinga treysta
stjórnvöldum mjög vel og 43% frekar
vel. Í Danmörku treysta 11% stjórn-
völdum mjög vel og 62% frekar vel.
Danir bera meira traust til lagakerf-
isins en Íslendingar. 32% treysta því
mjög vel og 59% frekar vel, en á Ís-
landi treysta 27% lagakerfinu mjög
vel og 50% frekar vel. Þessu er aftur
öfugt farið hvað varðar opinbera
stjórnsýslu. Tíundi hver Dani treyst-
ir stjórnkerfinu mjög vel og 67%
frekar vel, á Íslandi treysta 20%
stjórnkerfinu mjög vel og 58% frekar
vel.
Meira traust í smáum
samfélögum
Svendssen hefur skrifað tvær
bækur um félagsauð í félagi við bróð-
ur sinn. „Við teljum að félagsauður
byggist upp í smáum samfélögum.
Það er því mikilvægt að íbúarnir séu
ekki of margir. Þar sem fólk á sam-
skipti við fáa byggir það upp traust
sín á milli. Reykjavík er t.d. til-
tölulega smá höfuðborg og flestir
þekkjast. Það þýðir að ef einhver
svindlar á öðrum, stelur t.d., veit sá
sem stolið er frá að hægt sé að refsa
viðkomandi,“ segir Svendssen.
Hann segir að einnig geti íbúar
varað aðra við klækjum viðkomandi
og þannig sé honum einnig refsað fé-
lagslega. Áhrif þeirrar refsingar
dvíni eftir því sem samfélagið verði
stærra og auðveldara að falla í
fjöldann.
Inntur eftir því hvernig fé-
lagsauður skili sér í efnahagskerfi
landa segir Svendssen að í samfélagi
þar sem traust ríkir á milli manna sé
hægt að gera óformlegt sam-
komulag. „Ef fólk getur treyst þeim
sem þeir eiga viðskipti við hverju
sinni þarf ekki lögfræðing til að ann-
ast formlega samninga og þú þarft
ekki að fylgjast með því að samn-
ingnum sé framfylgt. Þú sparar mik-
ið fé og fyrirhöfn og hefur þá tíma til
að gera annað. Nemandi getur lært
meira, verkamaðurinn unnið meira
og stjórnandinn tekið fleiri ákvarð-
anir. Þá hefur fólk einnig meiri frí-
tíma, samfélagið verður betra og
fólki líður betur,“ segir hann.
Svendssen segir að til að byggja
upp félagsauð sé mikilvægt að hafa
góða stjórnmálamenn við stjórnvöl-
inn og litla spillingu. „Ef stjórn-
málamenn eru spilltir og almenn-
ingur tekur eftir því, þá veit hann að
stjórnmálamenn vinna ekki með
hagsmuni skattgreiðenda að leið-
arljósi, heldur þeirra eigin og að pen-
ingarnir endi í vasa þeirra en sé ekki
varið til samfélagsins.“
Mikið traust skýrir ríki-
dæmi Norðurlandanna
Traust mælist
mest á Íslandi í
samanburðarrann-
sókn tólf landa
Morgunblaðið/Eggert
„Markmiðið með rannsókninni er að
reyna að skýra af hverju sum lönd
eru ríkari en önnur,“ segir Gert
Tinggard Svendsen, sem hélt erindi
á málþingi um félagsauð og mikil-
vægi hans við stefnumótun í gær.
Málþingið var á vegum Reykjavík-
urborgar, Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, Stofnunar stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála við Háskóla
Íslands og Borgarfræðaseturs.
SKIPVERJARNIR á togaranum
Sóley Sigurjóns voru í óða önn að
gera sig klára fyrir útsiglingu
þegar ljósmyndara Morgunblaðs-
ins bar að garði, en nóttina áður
höfðu þeir komið að landi með um
níutíu tonn af afla eftir tvo og
hálfan sólarhring á veiðum. Þrátt
fyrir þetta mikla magn afla á
stuttum tíma var Benóný Guð-
jónsson skipstjóri ekki alls kostar
hress með útkomu túrsins, enda
reyndust tveir þriðju hlutar aflans
vera ufsi, en verðið á honum er
ekki ýkja hátt. Um þriðjungur
aflans var karfi, ýsa og þorskur.
„Það var eiginlega verið í aðgerð
allan tímann og lítið sofið,“ sagði
Benóný. „Það var mikið haft fyrir
fáum krónum í þessari ferð. Það
er hefur orðið mikil verðlækkun á
þessu.“ Að lokinni löndun lagði
Sóley í karfaleit á Skerjadýpi, með
ellefu skipverja innanborðs.
Morgunblaðið/Eggert
Benóný Guðjónsson, skipstjóri á Sóleyju Sigurjóns, var óhress með lítið
verðmæti aflans, en var þó hvergi banginn hvað varðaði næsta túr.
„Mikið haft fyrir
fáum krónum“
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
sýknudóm Héraðsdóms Vestfjarða
yfir karlmanni sem ákærður var
fyrir kynferðisbrot, sem talin voru
framin á árunum 1985 til 1988 eða
1989 gegn stúlku sem fædd er árið
1979. Á þeim tíma hefðu ætluð brot
ákærða getað varðað allt að 12 ára
fangelsi og um fyrningu þeirra gilti
því 15 ára fyrningarfrestur. Hæsti-
réttur taldi hins vegar að fyrning
hefði ekki verið rofin fyrr en með
skýrslutöku yfir ákærða 7. maí
2003 og þar sem ekki þótti sannað
að brot hans hefðu verið framin
eftir 7. maí 1988 var talið að sakir
þær, sem hann var borinn, væru
fyrndar.
Herdís Hallmarsdóttir, réttar-
gæslumaður brotaþola, hefur stað-
fest að í undirbúningi sé skaða-
bótamál á hendur íslenska ríkinu
vegna óforsvaranlegs dráttar á
málinu á rannsóknarstigi.
Stúlkan kærði málið í september
2002 en kæran var ekki kynnt sak-
borningi fyrr en 7. maí 2003. Fram
kemur í Hæstarétti, að í ákæru
hafi verið greint frá einu tilviki,
sem hafi gerst á árinu 1985 eða
1986, öðru tilviki á árinu 1988 eða
1989, en að öðru leyti var ákærði
sakaður um að hafa „margsinnis“ á
árunum 1985 til 1989 fengið stúlk-
una til tiltekinna kynferðisathafna
með sér. Áttu atburðir þessir í öll-
um tilvikum nema einu að hafa
gerst á heimili ákærða.
Í dómi Hæstiréttar segir að við
skýrslugjöf fyrir héraðsdómi hafi
stúlkan ekki verið afdráttarlaus um
að eitthvert þeirra ætluðu brota,
sem ákæran tók til, hafi verið
framið eftir að hún náði 9 ára aldri
í maí 1988. Segir rétturinn að sam-
kvæmt því og með vísan til meg-
inreglu laga um meðferð opinberra
mála verði að fallast á þá nið-
urstöðu fjölskipaðs héraðsdóms að
sakir ákærða væru fyrndar.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Garðar Gíslason, Guðrún Erlends-
dóttir, Hrafn Bragason og Pétur
Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var
Björgvin Jónsson hrl. og sækjandi
Bogi Nilsson ríkissaksóknari.
Skaðabótamál á hendur
ríkinu í undirbúningi
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot vegna fyrningar
DÓMUR Héraðsdóms Reykjavíkur í
Landssímamálinu svokallaða verður
fjölskipaður og hefst aðalmeðferð
málsins 2. júní.
Var þetta tilkynnt í milliþinghaldi
sem fram fór í héraðsdómi í gær.
Jafnframt hefur Símon Sigvaldason
héraðsdómari tekið við málinu af Ró-
bert Spanó.
Verjandi ákærða Sveinbjörns
Kristjánssonar, fyrrum aðalgjald-
kera Landssímans, lagði fram beiðni
til ákæruvaldsins um að það aflaði
gagna um verðbréfakaup Landssím-
ans frá 1998–2000 og lýsti ákæru-
valdið því yfir að skorað yrði á
Landssímann að láta ákæruvaldinu
umbeðin gögn í té.
Dómur verður fjölskip-
aður í Landssímamálinu
JÓNAS Guðmundsson, sýslumaður
í Bolungarvík, segir um þann
dráttsem varð á rannsókn á meint-
um kynferðisafbrotum karlmanns
á Vestfjörðum gegn stúlku fæddri
1979 sem talin voru framin á ár-
unum 1985–88 eða 1989 og kærð
voru í september 2002, að emb-
ættið hafi metið það svo að ekki
væri fyrningarhætta fyrir hendi
þegar rannsóknin stóð yfir.
Þær tímasetningar sem upp-
haflega hafi verið nefndar varð-
andi meint brot hafi ekki haldið
fyrir dómi og á því hafi málið fall-
ið. Hæstiréttur hefur staðfest
sýknudóm Héraðsdóm Vestfjarða
yfir karlmanninum.
Að sögn Jónasar sendi hann mál-
ið á sínum tíma til lögreglumanns
á rannsóknardeild lögreglunnar á
Ísafirði sem annaðist rannsóknina.
„Hann er vandvirkur maður og
taldi sig þurfa þennan tíma, það
þurfti að yfirheyra töluvert af
vitnum. Það er annað að afgreiða
15 ára gamalt mál en yngri mál.“
Metið svo að ekki væri fyrningarhætta fyrir hendi