Morgunblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Tökum þátt í 1. maí kröfugöngu og útifundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og INSÍ. Safnast verður saman við Hallgrímskirkju kl. 13:30. Útifundurinn hefst kl. 14:35. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Aðalræðumenn á fundinum eru: Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, og Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Fjölmennum að fundi loknum í 1. maí kaffi Kennarasambandsins í safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13. Finnbogi Sigurðsson, formaður FG, segir frá kjaraviðræðum grunnskólakennara. Kennarasambandið hvetur félagsmenn sína um allt land til að taka virkan þátt í hátíðahöldunum 1. maí. Kennarasamband Íslands Félagsmenn Kennarasambands Íslands „ÁHUGI svokallaðra fagfjárfesta á sjávarútvegi hefur dvínað verulega að undanförnu. Öll umfjöllun grein- ingardeilda og annarra aðila sem fjalla um afkomu fyrirtækja ber keim af áhugaleysi á sjávarútvegi og mikið gert úr óviðunandi afkomu í grein- inni. Þrátt fyrir gríðarlega hagræð- ingu á undanförnum árum, með til- heyrandi áhrifum á ýmsar byggðir í landinu, er álit þeirra sem teljast hafa vit á málunum að afkoma fyrirtækja í greininni sé óviðunandi,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, á aðalfundi félagsins í gær. „Þetta kemur berlega í ljós í verði hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands sem hefur lækkað á meðan önnur fyrirtæki, sérstaklega bankar og lyfjafyrirtæki, hafa hækk- að gríðarlega. Auðlindagjald Á sama tíma hefur Alþingi ákveðið að leggja sérstakan skatt á sjávarút- veginn í formi svokallaðs auðlinda- gjalds, og með því talið að sátt hafi náðst um málefni sjávarútvegsins. Blekið var ekki þornað á undirskrift laganna um auðlindagjaldið þegar samþykkt var svokölluð línuívilnun þar sem enn ein tilfærslan milli út- gerðarflokka átti sér stað. Stjórnvöld kalla á hagræðingu í greininni en jafnharðan og hún kemur í ljós er ígildi hennar tekið og fært í óhag- kvæmari útgerðarflokka og kvóta- sjóði, svo sem byggðakvóta. Allt gert í því skyni að styrkja landsbyggðina. Raunin er hins vegar sú að slíkar til- færslur hafa ekki áhrif á landsbyggð- ina á heildina litið. Tekið er frá einum stað á landsbyggðinni og fært á ann- an vegna þess að kvótinn er að lang- stærstum hluta á landsbyggðinni. Svo er verið að gera grín að Ragnari Reykás. Það að álagning auðlindagjalds hefjist í september næstkomandi og aukist í áföngum getur ekki gengið upp í mínum huga. Öll slík sértæk skattlagning hlýtur að draga úr framþróun fyrirtækjanna og minnkar alla möguleika til frekari uppbygg- ingar því að sjálfsögðu verðum við að ná fram hagræðingu í rekstri fyrir þessum kostnaði, fjárfestar munu ekki sætta sig við að hagnaður félag- anna minnki sem þessu gjaldi nemur. Verkefnið okkar er að ná tiltrú fjárfesta þannig að sjávarútvegsfyr- irtæki verði áhugaverður fjárfesting- arkostur aftur. Til þess að svo geti orðið þurfum við að sjá stöðugleika til lengri tíma litið. Við verðum að horfa á sambærilegt rekstrarumhverfi og í öðrum atvinnugreinum. Ég tel að það sé mikil þekking í sjávarútvegi á Ís- landi sem hefur skilað okkur langt og getur skilað okkur ennþá lengra,“ sagði Björgólfur. Dýrmætur tími til spillis Þorsteinn Már Baldvinsson, for- maður stjórnar SVN, ræddi meðal annars um loðnuvertíðina í vetur: „Í leiðangri sem Hafrannsóknastofnun fór í í byrjun janúar, í samvinnu við loðnuútgerðir, kom í ljós að loðnu- stofninn væri 130 þúsund tonn. Veið- ar voru bannaðar, loðnuvertíðin í uppnámi og mikil hætta á að þorsk- urinn og aðrar tegundir sem þurfa á loðnu að halda fengju ekki það æti sem þarf til að stofnar dafni vel. Sjáv- arútvegsráðherra gekkst fyrir frek- ari mælingum, að vísu í tvennu lagi, og niðurstaðan varð sú að loðnukvót- inn var aukinn verulega. En ljóst var að margir höfðu skipulagt veiðar mið- að við upphafskvótann og horfðu til frystingar á loðnu fyrir Japansmark- að og hrognatöku. Dýrmætur tími fór til spillis og mikil verðmæti töpuðust fyrir þjóðarbúið. Þetta eru vissulega alvarleg tíðindi fyrir félög sem byggja mjög á veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Það hlýtur að vera krafa þeirra sem byggja svo mjög á þessari starfsemi og einnig þeirra sem byggja á öðrum stofnum vegna mikilvægis loðnu í fæðukeðjunni, að rannsóknir verði efldar þannig að vitneskja um þennan stofn verði sem mest. Þetta er óviðunandi ástand fyr- ir alla aðila, fyrirtækin, starfsfólkið og hluthafana,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson. Dvínandi áhugi á útveginum Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Aðalfundur Gísli Baldur Garðarsson hlýðir á Björgólf Jóhannsson, fram- kvæmdastjóra SVN, gera grein fyrir afkomu félagsins. AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa af öllum miðum nam í janúar sl. um 4,2 milljörðum króna sam- anborið við tæplega 5,5 milljarða í janúar 2003. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um 23,5% á milli ára eða um nærri 1,3 milljarða króna, að því er fram kemur í út- reikningum Hagstofu Íslands. Verðmæti botnfiskaflans var 3,1 milljarður króna og dróst saman um 240 milljónir króna eða um 7,1%. Verðmæti þorsks var 2 milljarðar króna og dróst saman um 7,4% og verðmæti ýsuaflans nam um 500 milljónum króna og dróst saman um 10,4%. Verðmæti loðnuaflans nam rúmum 600 milljónum króna og dróst saman um rúman milljarð króna en hafa ber í huga að magnið dróst saman um 156.800 tonn á milli ára. Þá var verðmæti skel- og krabbadýraafla einungis 32,9 milljónir króna en var rúmar 130 milljónir króna í janúar 2003 og er munurinn 74,8% eða tæplega 100 milljónir króna. Verðmæti afla í beinni sölu út- gerða til vinnslustöðva í janúar 2004 var 1,9 milljarðar króna sam- anborið við 3,3 milljarða í janúar 2003 og er það 41,8% samdráttur. Aukning í sjófrystingu Verðmæti sjófrysts afla var 773 milljónir króna en nam 614 millj- ónum króna í janúar 2003 og er þetta ríflega fjórðungs aukning á milli ára. Verðmæti afla sem seldur var á innlendum fiskmörkuðum til fiskvinnslu innanlands dróst saman um 15,1%, var 785 milljónir króna samanborið við 925 milljónir króna í janúar 2003. Í gámum var fluttur út ferskur fiskur fyrir 522 milljónir króna í janúar 2004 sem er 17,3% aukning frá fyrra ári. Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 895 milljónir króna í janúar 2004 sem er 12,3% minna verðmæti en í janúar 2003. Mestur samdráttur milli ára varð á Austur- landi, 626 milljónir króna eða 53%. Verðmæti afla íslenskra skipa sem unninn var erlendis jókst um 16,9%, úr rúmum 511 milljónum í janúar 2003 í nærri 600 milljónir í janúar 2004. Hagstofan hefur endurskoðað bráðabirgðatölur fiskafla ársins 2003. Heildarafli íslenskra skipa var 1.979.545 tonn og aflaverðmæt- ið 67,3 milljarðar króna. Þar af var þorskafli 206.405 tonn að verðmæti 26,1 milljarður króna, ýsuafli 60.330 tonn að verðmæti 5,9 millj- arðar króna og loðnuaflinn 675.625 tonn að verðmæti 4,9 milljarðar króna. Aflaverðmætið dróst saman um tæpan fjórðung  !"   # #  # $   %  & ' ( )  ) *&" #  " # +$$#%       &  ,,- ./(   0  ' 1'2   3124 31526     325 4''26 326   '2' 1423      2 '35623          FALLIÐ hefur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli SVN gegn ís- lenska ríkinu, þar sem fallist er á að SVN eigi ekki að greiða stimpilgjöld vegna samruna félagsins við SR- Mjöl hf. í janúar 2003. Fyrir vikið fellur niður krafa hins opimbera um greiðslu hárra fjárhæða í umrædd stimpilgjöld. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar og segir svo enn- fremur: „Mál þetta er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur mikla þýðingu fyrir Síldarvinnsluna sem, ef málið hefði tapast, hefði þurft að greiða háar fjárhæðir í stimpilgjöld um land allt vegna nafnabreytingar- innar.“ Vinna mál gegn ríkinu SKILNINGUR ríkir hjá stjórnvöld- um þeirra 13 ríkja sem þiggja fé úr þróunarsjóði EFTA-ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs, um að féð sé öðrum þræði til að koma á samstarfi og viðskiptum á milli ríkjanna sem leggja peningana til og þeirra sem þiggja þá. Ekki er þó um að ræða að hægt sé að gera kröfu á ríkin. Þetta kom fram í máli Martins Eyjólfssonar, forstöðu- manns VUR, Viðskiptaþjónustu ut- anríkisráðuneytisins, á ráðstefnu Útflutningsráðs og utanríkisráðu- neytisins um möguleika íslenskra fyrirtækja til þátttöku í verkefnum sem styrkt eru af þróunarsjóði EFTA. Á fundinn voru mættir m.a. fulltrúar fyrirtækja sem sjá við- skiptatækifæri í löndunum, þ.á m. hinum nýju aðildarríkjum ESB. „Sú vinna sem við erum að fara í á næstu vikum og mánuðum er að tala við austur-evrópsku ríkin um að skil- greina [styrkhæf verkefni] án þess að útiloka nokkuð. Þetta er ekki svo- kölluð skilyrt þróunaraðstoð – við gefum ekki þessa peninga á okkar forsendum, en hins vegar ríkir skiln- ingur í löndunum,“ sagði Martin. Um er að ræða styrk að upphæð 600 milljónir evra sem veittur verður í jöfnum hlutum á fimm ára tímabili. Framlag Íslands til sjóðsins verð- ur fimm milljónir evra á ári. Styrkir verða veittir til verkefna á sviði um- hverfisverndar, sjálfbærrar þróun- ar, verndunar menningararfleifðar, þróunar mannauðs og heilbrigðis- þjónustu. Martin sagði að verkefni á sviði umhverfisverndar gætu t.d. snúið að því að draga úr mengun með nýtingu jarðvarma í stað notk- unar á kolum, gasi eða olíu. Hann sagði að á döfinni væri að ráða viðskiptafulltrúa til starfa í Pól- landi, því landi sem fær nær helming styrkjanna. EFTA-sjóðurinn auki viðskipti )/" $ 0 1 %  $% 2!34 5  **# +                   !!!!!" "           #  $%&' ()&( $&( $*&+ ,+&% $&* ($&( ,'%&' (,&( -&$ ).&' )'&. -%&'       *$% - ,&% -&* %&( )&% .&) %&) -&( .-&, -&. $&, *&, *&+ $,&,     *$% - $++&$ -%%&) ,$&* ()-&, )+(&( ((&( .)'&+ )/*,,&) .-+&$ $%-&* '%(&' '.$&$ $/%-.&'     *$% 678 ● UM 81% fyrirtækja í Vestur-Evrópu hafa meiri áhuga á að fjárfesta í ríkj- unum tíu í Mið-Evrópu, sem ganga í Evrópusambandið (ESB) í dag, eftir að þau hafa fengið aðild að sam- bandinu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Deloitte sem náði til 200 stærstu fyrirtækjanna í Vestur- Evrópu, en einnig var leitað álits eitt þúsund stærstu fyrirtækjanna í Pól- landi, Tékklandi og Slóvakíu. Um 77% þeirra telja að löndin tíu verði áhugaverðari fjárfestingarkostur nú. Pólsk fyrirtæki eru sérstaklega bjart- sýn í þessum efnum, en um 89% þeirra búast við auknum fjárfest- ingum fyrirtækja frá Vestur-Evrópu. Aukinn áhugi fyrir fjárfestingum í nýju ESB-löndunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.