Morgunblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Tökum þátt í 1. maí kröfugöngu og útifundi Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og INSÍ.
Safnast verður saman við Hallgrímskirkju kl. 13:30.
Útifundurinn hefst kl. 14:35.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur
leika fyrir göngu.
Aðalræðumenn á fundinum eru:
Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, og
Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM.
Fjölmennum að fundi loknum í 1. maí kaffi
Kennarasambandsins í safnaðarheimili Fríkirkjunnar,
Laufásvegi 13.
Finnbogi Sigurðsson, formaður FG, segir frá
kjaraviðræðum grunnskólakennara.
Kennarasambandið hvetur félagsmenn sína um allt land til
að taka virkan þátt í hátíðahöldunum 1. maí.
Kennarasamband Íslands
Félagsmenn Kennarasambands Íslands
„ÁHUGI svokallaðra fagfjárfesta á
sjávarútvegi hefur dvínað verulega
að undanförnu. Öll umfjöllun grein-
ingardeilda og annarra aðila sem
fjalla um afkomu fyrirtækja ber keim
af áhugaleysi á sjávarútvegi og mikið
gert úr óviðunandi afkomu í grein-
inni. Þrátt fyrir gríðarlega hagræð-
ingu á undanförnum árum, með til-
heyrandi áhrifum á ýmsar byggðir í
landinu, er álit þeirra sem teljast hafa
vit á málunum að afkoma fyrirtækja í
greininni sé óviðunandi,“ sagði
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, á
aðalfundi félagsins í gær.
„Þetta kemur berlega í ljós í verði
hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja í
Kauphöll Íslands sem hefur lækkað á
meðan önnur fyrirtæki, sérstaklega
bankar og lyfjafyrirtæki, hafa hækk-
að gríðarlega.
Auðlindagjald
Á sama tíma hefur Alþingi ákveðið
að leggja sérstakan skatt á sjávarút-
veginn í formi svokallaðs auðlinda-
gjalds, og með því talið að sátt hafi
náðst um málefni sjávarútvegsins.
Blekið var ekki þornað á undirskrift
laganna um auðlindagjaldið þegar
samþykkt var svokölluð línuívilnun
þar sem enn ein tilfærslan milli út-
gerðarflokka átti sér stað. Stjórnvöld
kalla á hagræðingu í greininni en
jafnharðan og hún kemur í ljós er
ígildi hennar tekið og fært í óhag-
kvæmari útgerðarflokka og kvóta-
sjóði, svo sem byggðakvóta. Allt gert
í því skyni að styrkja landsbyggðina.
Raunin er hins vegar sú að slíkar til-
færslur hafa ekki áhrif á landsbyggð-
ina á heildina litið. Tekið er frá einum
stað á landsbyggðinni og fært á ann-
an vegna þess að kvótinn er að lang-
stærstum hluta á landsbyggðinni.
Svo er verið að gera grín að Ragnari
Reykás.
Það að álagning auðlindagjalds
hefjist í september næstkomandi og
aukist í áföngum getur ekki gengið
upp í mínum huga. Öll slík sértæk
skattlagning hlýtur að draga úr
framþróun fyrirtækjanna og minnkar
alla möguleika til frekari uppbygg-
ingar því að sjálfsögðu verðum við að
ná fram hagræðingu í rekstri fyrir
þessum kostnaði, fjárfestar munu
ekki sætta sig við að hagnaður félag-
anna minnki sem þessu gjaldi nemur.
Verkefnið okkar er að ná tiltrú
fjárfesta þannig að sjávarútvegsfyr-
irtæki verði áhugaverður fjárfesting-
arkostur aftur. Til þess að svo geti
orðið þurfum við að sjá stöðugleika til
lengri tíma litið. Við verðum að horfa
á sambærilegt rekstrarumhverfi og í
öðrum atvinnugreinum. Ég tel að það
sé mikil þekking í sjávarútvegi á Ís-
landi sem hefur skilað okkur langt og
getur skilað okkur ennþá lengra,“
sagði Björgólfur.
Dýrmætur tími til spillis
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
maður stjórnar SVN, ræddi meðal
annars um loðnuvertíðina í vetur: „Í
leiðangri sem Hafrannsóknastofnun
fór í í byrjun janúar, í samvinnu við
loðnuútgerðir, kom í ljós að loðnu-
stofninn væri 130 þúsund tonn. Veið-
ar voru bannaðar, loðnuvertíðin í
uppnámi og mikil hætta á að þorsk-
urinn og aðrar tegundir sem þurfa á
loðnu að halda fengju ekki það æti
sem þarf til að stofnar dafni vel. Sjáv-
arútvegsráðherra gekkst fyrir frek-
ari mælingum, að vísu í tvennu lagi,
og niðurstaðan varð sú að loðnukvót-
inn var aukinn verulega. En ljóst var
að margir höfðu skipulagt veiðar mið-
að við upphafskvótann og horfðu til
frystingar á loðnu fyrir Japansmark-
að og hrognatöku. Dýrmætur tími fór
til spillis og mikil verðmæti töpuðust
fyrir þjóðarbúið. Þetta eru vissulega
alvarleg tíðindi fyrir félög sem
byggja mjög á veiðum og vinnslu á
uppsjávarfiski. Það hlýtur að vera
krafa þeirra sem byggja svo mjög á
þessari starfsemi og einnig þeirra
sem byggja á öðrum stofnum vegna
mikilvægis loðnu í fæðukeðjunni, að
rannsóknir verði efldar þannig að
vitneskja um þennan stofn verði sem
mest. Þetta er óviðunandi ástand fyr-
ir alla aðila, fyrirtækin, starfsfólkið
og hluthafana,“ sagði Þorsteinn Már
Baldvinsson.
Dvínandi áhugi
á útveginum
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Aðalfundur Gísli Baldur Garðarsson hlýðir á Björgólf Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóra SVN, gera grein fyrir afkomu félagsins.
AFLAVERÐMÆTI íslenskra
skipa af öllum miðum nam í janúar
sl. um 4,2 milljörðum króna sam-
anborið við tæplega 5,5 milljarða í
janúar 2003. Aflaverðmæti hefur
því dregist saman um 23,5% á milli
ára eða um nærri 1,3 milljarða
króna, að því er fram kemur í út-
reikningum Hagstofu Íslands.
Verðmæti botnfiskaflans var 3,1
milljarður króna og dróst saman
um 240 milljónir króna eða um
7,1%. Verðmæti þorsks var 2
milljarðar króna og dróst saman
um 7,4% og verðmæti ýsuaflans
nam um 500 milljónum króna og
dróst saman um 10,4%. Verðmæti
loðnuaflans nam rúmum 600
milljónum króna og dróst saman
um rúman milljarð króna en hafa
ber í huga að magnið dróst saman
um 156.800 tonn á milli ára. Þá var
verðmæti skel- og krabbadýraafla
einungis 32,9 milljónir króna en var
rúmar 130 milljónir króna í janúar
2003 og er munurinn 74,8% eða
tæplega 100 milljónir króna.
Verðmæti afla í beinni sölu út-
gerða til vinnslustöðva í janúar
2004 var 1,9 milljarðar króna sam-
anborið við 3,3 milljarða í janúar
2003 og er það 41,8% samdráttur.
Aukning í sjófrystingu
Verðmæti sjófrysts afla var 773
milljónir króna en nam 614 millj-
ónum króna í janúar 2003 og er
þetta ríflega fjórðungs aukning á
milli ára. Verðmæti afla sem seldur
var á innlendum fiskmörkuðum til
fiskvinnslu innanlands dróst saman
um 15,1%, var 785 milljónir króna
samanborið við 925 milljónir króna
í janúar 2003. Í gámum var fluttur
út ferskur fiskur fyrir 522 milljónir
króna í janúar 2004 sem er 17,3%
aukning frá fyrra ári.
Á Suðurnesjum var unnið úr afla
að verðmæti 895 milljónir króna í
janúar 2004 sem er 12,3% minna
verðmæti en í janúar 2003. Mestur
samdráttur milli ára varð á Austur-
landi, 626 milljónir króna eða 53%.
Verðmæti afla íslenskra skipa sem
unninn var erlendis jókst um
16,9%, úr rúmum 511 milljónum í
janúar 2003 í nærri 600 milljónir í
janúar 2004.
Hagstofan hefur endurskoðað
bráðabirgðatölur fiskafla ársins
2003. Heildarafli íslenskra skipa
var 1.979.545 tonn og aflaverðmæt-
ið 67,3 milljarðar króna. Þar af var
þorskafli 206.405 tonn að verðmæti
26,1 milljarður króna, ýsuafli
60.330 tonn að verðmæti 5,9 millj-
arðar króna og loðnuaflinn 675.625
tonn að verðmæti 4,9 milljarðar
króna.
Aflaverðmætið
dróst saman um
tæpan fjórðung
!"
#
#
# $
%
& '
(
)
)
*&" #
" #
+$$#%
&
,,-
./(
0
'
1'2
3124
31526
325
4''26
326
'2'
1423
2
'35623
FALLIÐ hefur dómur í Héraðsdómi
Reykjavíkur í máli SVN gegn ís-
lenska ríkinu, þar sem fallist er á að
SVN eigi ekki að greiða stimpilgjöld
vegna samruna félagsins við SR-
Mjöl hf. í janúar 2003. Fyrir vikið
fellur niður krafa hins opimbera um
greiðslu hárra fjárhæða í umrædd
stimpilgjöld.
Frá þessu er greint á heimasíðu
Síldarvinnslunnar og segir svo enn-
fremur: „Mál þetta er fyrsta sinnar
tegundar á Íslandi og hefur mikla
þýðingu fyrir Síldarvinnsluna sem,
ef málið hefði tapast, hefði þurft að
greiða háar fjárhæðir í stimpilgjöld
um land allt vegna nafnabreytingar-
innar.“
Vinna mál gegn ríkinu
SKILNINGUR ríkir hjá stjórnvöld-
um þeirra 13 ríkja sem þiggja fé úr
þróunarsjóði EFTA-ríkjanna
þriggja, Íslands, Liechtenstein og
Noregs, um að féð sé öðrum þræði til
að koma á samstarfi og viðskiptum á
milli ríkjanna sem leggja peningana
til og þeirra sem þiggja þá. Ekki er
þó um að ræða að hægt sé að gera
kröfu á ríkin. Þetta kom fram í máli
Martins Eyjólfssonar, forstöðu-
manns VUR, Viðskiptaþjónustu ut-
anríkisráðuneytisins, á ráðstefnu
Útflutningsráðs og utanríkisráðu-
neytisins um möguleika íslenskra
fyrirtækja til þátttöku í verkefnum
sem styrkt eru af þróunarsjóði
EFTA. Á fundinn voru mættir m.a.
fulltrúar fyrirtækja sem sjá við-
skiptatækifæri í löndunum, þ.á m.
hinum nýju aðildarríkjum ESB.
„Sú vinna sem við erum að fara í á
næstu vikum og mánuðum er að tala
við austur-evrópsku ríkin um að skil-
greina [styrkhæf verkefni] án þess
að útiloka nokkuð. Þetta er ekki svo-
kölluð skilyrt þróunaraðstoð – við
gefum ekki þessa peninga á okkar
forsendum, en hins vegar ríkir skiln-
ingur í löndunum,“ sagði Martin.
Um er að ræða styrk að upphæð
600 milljónir evra sem veittur verður
í jöfnum hlutum á fimm ára tímabili.
Framlag Íslands til sjóðsins verð-
ur fimm milljónir evra á ári. Styrkir
verða veittir til verkefna á sviði um-
hverfisverndar, sjálfbærrar þróun-
ar, verndunar menningararfleifðar,
þróunar mannauðs og heilbrigðis-
þjónustu. Martin sagði að verkefni á
sviði umhverfisverndar gætu t.d.
snúið að því að draga úr mengun
með nýtingu jarðvarma í stað notk-
unar á kolum, gasi eða olíu.
Hann sagði að á döfinni væri að
ráða viðskiptafulltrúa til starfa í Pól-
landi, því landi sem fær nær helming
styrkjanna.
EFTA-sjóðurinn
auki viðskipti
)/"$ 01% $%
2!34
5 **#+
!!!!!" "
#
$%&'
()&(
$&(
$*&+
,+&%
$&*
($&(
,'%&'
(,&(
-&$
).&'
)'&.
-%&'
*$%-
,&%
-&*
%&(
)&%
.&)
%&)
-&(
.-&,
-&.
$&,
*&,
*&+
$,&,
*$%-
$++&$
-%%&)
,$&*
()-&,
)+(&(
((&(
.)'&+
)/*,,&)
.-+&$
$%-&*
'%(&'
'.$&$
$/%-.&'
*$%678
● UM 81% fyrirtækja í Vestur-Evrópu
hafa meiri áhuga á að fjárfesta í ríkj-
unum tíu í Mið-Evrópu, sem ganga í
Evrópusambandið (ESB) í dag, eftir
að þau hafa fengið aðild að sam-
bandinu. Þetta er niðurstaða nýrrar
könnunar Deloitte sem náði til 200
stærstu fyrirtækjanna í Vestur-
Evrópu, en einnig var leitað álits eitt
þúsund stærstu fyrirtækjanna í Pól-
landi, Tékklandi og Slóvakíu. Um
77% þeirra telja að löndin tíu verði
áhugaverðari fjárfestingarkostur nú.
Pólsk fyrirtæki eru sérstaklega bjart-
sýn í þessum efnum, en um 89%
þeirra búast við auknum fjárfest-
ingum fyrirtækja frá Vestur-Evrópu.
Aukinn áhugi fyrir
fjárfestingum í nýju
ESB-löndunum