Morgunblaðið - 01.05.2004, Side 18

Morgunblaðið - 01.05.2004, Side 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKA dagblaðið Express- en skýrði frá því í gær, að hugsanlega væri lögreglunni að takast að upp- lýsa morðið á Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóð- ar, en hann var myrtur á götu í Stokk- hólmi 28. febrúar 1986. Er ástæðan sú, að tekist hefur að finna líf- sýni á frakka Palmes og á að bera þau saman við lífsýni úr Christer Pettersson, sem var sýknaður af morðinu vegna ónógra sannana. Expressen hefur það eftir ónefndum heim- ildarmanni innan lögreglunnar, að hugsanlega sé lausnin á morðinu á næsta leiti og snúist þá einkum um Pettersson. Þegar Palme var myrtur var DNA-tæknin ekki komin í notkun hjá lögreglunni en nú er unnt að greina slík lífsýni þótt þau séu afar smá. Fram kom á sínum tíma, að banamað- ur Palmes hefði lagt höndina á öxl honum og auk þess staðið álútur yfir Palme eitt augna- blik eftir að hafa skotið hann. Ekki efna- vopnaárás Á segulbandsupptöku sem sögð er vera frá einum æðsta manni al-Qaeda, Abu Mussab al-Zarqawi, er fullyrt að sam- tökin hafi lagt á ráðin um að eyðileggja höfuðstöðvar jórd- önsku leyniþjónustunnar, en ekki með efnavopnaárás, svo sem jórdönsk stjórnvöld hafa fullyrt. Sá sem talar á segulbandinu segir jórdönsk stjórnvöld ljúga því að þeim hafi tekist að koma í veg fyrir að saklausir múslím- ar væru myrtir. „Ef við ættum efnavopn – og við biðjum til Guðs að við megum eignast slík vopn sem fyrst – myndum við hiklaust beita þeim á ísraelska bæi, s.s. Eilat, Tel Aviv og fleiri,“ sagði röddin. „Tækifæri“ í Fallujah BROTTHVARF bandarískra hermanna frá Fallujah í Írak í gær var spurning um „tækifæri en ekki endilega samkomulag“ til að binda enda á átökin sem geisað hafa þar undanfarið, sagði John Abizaid, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak í gær. Vopnaðar sveitir Íraka tóku við öryggisgæslu í borg- inni við brotthvarf Bandaríkja- manna, en yfirmaður írösku sveitanna er Jassem Moham- med Saleh, fyrrverandi höfð- ingi í her Saddams Husseins. Greina frá fjöldagröfum STJÓRN Bosníu-Serba hefur nú í fyrsta sinn gert uppskátt um staðsetningu sex fjölda- grafa er hafa að geyma líkams- leifar fórnarlamba fjöldamorð- anna í Srebrenica 1995, þar sem um sjö þúsund íslamskir karlmenn og drengir voru myrtir af serbneskum her- mönnum. STUTT Er Palme- málið að leysast? Pettersson SENDIFULLTRÚI bresku stjórnarinnar í mannréttindamál- um í Írak fordæmdi í gær fram- ferði nokkurra bandarískra herlög- reglumanna í landinu eftir að bandarísk sjónvarpsstöð sýndi myndir af íröskum föngum sem sættu pyntingum og voru látnir vera í auðmýkjandi, kynferðisleg- um stellingum. Sex herlögreglu- menn hafa verið ákærðir og búist er við að sjö herforingjum verði einnig refsað vegna málsins, en þeir hafa þegar verið leystir frá störfum. Myndirnar hafa vakið hörð við- brögð víða um heim. „Mér finnst að þær séu hreint og beint hrylli- legar. Þetta gengur algerlega fram af mér,“ sagði Ann Clwyd, sendi- fulltrúi bresku stjórnarinnar í mannréttindamálum. Hún er þing- maður breska Verkamannaflokks- ins og studdi stríðið í Írak eftir að hafa gagnrýnt fyrrverandi ráða- menn landsins harðlega í mörg ár fyrir mannréttindabrot. „Endalokin fyrir Bandaríkjamenn í Írak“ Bandaríska sjónvarpið CBS sýndi myndir á miðvikudagskvöld þar sem fangar í Abu Ghraib-fang- elsinu í Írak sáust sæta illri og auðmýkjandi meðferð. Nokkrir þeirra sáust í kuflum með raf- magnsvíra vafða um líkamann. Aðrir voru allsnaktir með víra festa við kynfærin, hundur var lát- inn ráðast á einn fanganna og þeir voru neyddir til að vera í stell- ingum sem bentu til þess að þeir ættu kynmök hver við annan. Á einni myndanna sást fangi standa á kassa með rafmagnsvír festan við hendurnar og honum var sagt að ef hann dytti af kassanum fengi hann raflost, að sögn CBS, sem sagði að vírinn hefði þó ekki verið raftengdur. Á annarri mynd sáust naktir fangar með hettu yfir höfðinu liggja í hrúgu á gólfinu og mynda píramída. Ennfremur sáust glott- andi fangaverðir á nokkrum mynd- anna sem herlögreglumenn tóku. Clwyd kvaðst áður hafa rætt við háttsetta bandaríska embættis- menn um meðferðina á föngum í Abu Ghrail en þeir hefðu neitað því að komið hefðu upp vandamál í fangelsinu. „Þeir sem réðu vissu augljóslega ekki að þetta væri að gerast.“ „Þetta eru endalokin fyrir Bandaríkjamenn í Írak,“ sagði rit- stjóri arabíska dagblaðsins Al- Quds Al-Arabi í London. „Fólk verður ævareitt, kynferðislegt of- beldi er það versta sem getur gerst í þessum heimshluta. Öllum múslímum í heiminum ofbýður þetta.“ „Haldið nöktum í klefum án salernis og loftræstingar“ Einn herlögreglumannanna sem hafa verið ákærðir, Ivan Frede- rick, segir yfirmenn sína hafa virt að vettugi beiðnir um að fanga- vörðunum í Abu Ghraib, nálægt Bagdad, yrðu settar hegðunarregl- ur og þaggað niður í honum þegar hann hafi kvartað yfir hrottalegri og auðmýkjandi meðferð á föngum. Rannsóknarmenn hersins yfir- heyrðu Frederick fyrst í janúar vegna málsins og hann byrjaði þá að halda dagbók þar sem aðstæð- unum í fangelsinu er lýst. Hann skrifaði að föngunum væri stund- um haldið nöktum í þrjá daga í röð í rökum og gluggalausum klefum, án salernis og loftræstingar. Gólf- flötur hvers klefa væri aðeins einn fermetri. „Þegar ég vakti máls á þessu við yfirmann herfylkisins sagði hann: mér væri sama þótt hann svæfi standandi. Það var þá sem hann sagði foringja undirfylkisins að hann væri yfirmaður herfylkisins og ég ætti að gera það sem hann segði,“ skrifaði Frederick. Móðurbróðir hans, William Law- son, afhenti fréttastofunni AP dag- bókina. Hann sagði að systursonur sinn hefði sætt ósanngjarnri með- ferð við rannsókn málsins. Lawson og eiginkona Fredericks, Martha, segja að hann hafi verið gerður að blóraböggli í málinu til að hylma yfir með herforingjum sem bæru ábyrgð á því að örfáir verðir voru látnir gæta fanga sem skiptu hundruðum, án leiðbeininga og fullnægjandi búnaðar. Talsmaður Bandaríkjahers vildi ekki tjá sig um orð Fredericks en sagði að ásakanirnar á hendur honum hefðu verið rannsakaðar með eðlilegum hætti. Starfsmenn einkafyrirtækja yfirheyra fangana Gary Myers, lögmaður Freder- icks í Washington, sagði að ljóst væri að Bandaríkjaher hefði samið við tvö bandarísk einkafyrirtæki um að starfsmenn þeirra yfir- heyrðu fangana í Írak. Þetta vekti spurningar um eftirlit og umsjón með fangelsunum og meðferð fang- anna. „Þetta er einn af umdeilanleg- ustu þáttum þessa máls,“ sagði Myers. „Þetta er spurning um hvers konar leiðsögn og þjálfun Frederick fékk.“ Áætlað er að um 20.000 starfs- menn fyrirtækja á sviði öryggis- þjónustu séu nú í Írak á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins. Fimm demókratar í öldunga- deild Bandaríkjaþings hafa hvatt til rannsóknar á störfum þessara manna og segja að ráðuneytið hafi ekki sett reglur um starfsemi fyr- irtækjanna í Írak. Foringjarnir reknir úr hernum? Frederick og fimm aðrir herlög- reglumenn voru ákærðir formlega í mars fyrir grimmilega meðferð á tuttugu föngum, árásir og ósæmi- legt framferði í fangelsinu í nóv- ember og desember, auk þess sem þeir eru sakaðir um hafa vanrækt skyldur sínar. Búist er við að þeim verði tilkynnt á næstunni að þeir verði dregnir fyrir herrétt. Verið er að rannsaka þátt fjögurra ann- arra fangavarða í málinu. Talsmaður Bandaríkjahers skýrði frá því í fyrradag að Janice Karpinski, yfirmaður bandarísku herlögreglunnar í Írak, hefði verið leyst frá störfum seint í janúar vegna rannsóknarinnar. Karpinski bar ábyrgð á Abu Ghraib og þrem- ur öðrum fangelsum Bandaríkja- hers í Írak. Hún og sex aðrir herforingjar sæta nú rannsókn vegna ásakana um slæma stjórn á fangelsunum. David McKiernan undirhershöfð- ingi stjórnar rannsókninni og hann lagði til 4. apríl að Bandaríkjaher refsaði herforingjunum sjö. Búist er við að þeir verði fyrst ávítaðir skriflega og hugsanlegt er að þeir verði síðan reknir úr hern- um. „Þetta snýst um að yfirmaðurinn ber ábyrgð á öllu því sem hersveit hans aðhefst eða gerir ekki,“ sagði talsmaður hersins. Fangelsismálin tekin til rækilegrar athugunar Ricardo Sanchez, yfirmaður bandarísku hersveitanna í Írak, kvaðst hafa áhyggjur af því að þetta mál væri „meira en eitt skemmt epli, eitt slæmt atvik“. Sanchez hefur fyrirskipað ræki- lega athugun á öllum fangelsunum í Írak, einkum á þeim aðferðum sem beitt er við yfirheyrslur, að sögn talsmanns hersins. „Lang- flest hefur verið gert rétt í fangels- unum… en það er alltaf svigrúm fyrir úrbætur,“ sagði talsmaður- inn. Bandaríski undirhershöfðinginn Mark Kimmitt sagði að sér blöskr- aði framferði herlögreglumann- anna en bætti við að þeir væru ekki dæmigerðir fyrir þá 150.000 hermenn sem væru í Írak. „Ekki dæma herinn af gerðum fárra manna.“ Um 8.000 fangar eru nú í Írak og þeir voru annaðhvort handtekn- ir fyrir glæpi eða árásir á hermenn í Írak. Mannréttindasamtökin Am- nesty International og fyrrverandi fangar höfðu áður kvartað yfir illri meðferð á föngum og slæmum að- búnaði þeirra. Auðmýkjandi meðferð og pyntingar á föngum í Írak vekja hörð viðbrögð „Öllum múslímum í heiminum ofbýður“ Sex bandarískir fangaverðir ákærðir og sjö herforingjar leystir frá störfum London, Bagdad. AFP, AP, Los Angeles Times. Reuters Janice Karpinski, sem var yfirmað- ur Abu Ghraib-fangelsins, nálægt Bagdad. Hún hefur verið leyst frá störfum í bandaríska hernum. ’Fólk verður æva-reitt, kynferðislegt ofbeldi er það versta sem getur gerst í þessum heimshluta.‘ Frá útsendingu SKY-sjónvarpsstöðvarinnar bresku í gær. Hún sýnir íraskan fanga í Abu Ghraib-fangelsinu, hann er með höfuðið hulið og stendur á kassa. Við manninn eru tengdir vírar sem munu þó ekki hafa verið raftengdir. Honum var að sögn heimildarmanna tjáð að ef hann dytti af kassanum myndi hann fá í sig raflost.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.