Morgunblaðið - 01.05.2004, Síða 28
LANDIÐ
28 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Húsavík| Í vetur hefur staðið yfir á
Húsavík nýstárlegt verkefni sem
lýtur að starfsmenntun öryrkja.
Verkefnið, sem vakið hefur mikla
athygli og þótt takast vel, er sam-
vinna Félags- og skólaþjónustu
Þingeyinga, Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga og Framhaldsskólans á
Húsavík.
Þessir aðilar hafa nú fengið sem
nemur 40 milljónum króna, svo-
nefndan Leonardo da Vinci-styrk
frá Starfsmenntunaráætlun Evr-
ópusambandsins. Sótt var um
styrkinn til þriggja ára í samvinnu
við Holland, Ítalíu, Litháen og Slóv-
eníu.
Þetta þróunarverkefni um end-
urhæfingu öryrkja hófst á Húsavík í
ágúst síðastliðnum. Þá hófu sextán
einstaklingar níu mánaða endur-
hæfingu á sviði menntunar, heil-
brigðis- og félagsþjónustu með það
að markmiði að fara í vinnu eða
halda áfram í námi að endurhæf-
ingu lokinni. Árangurinn af verk-
efninu er góður, en 75% þeirra sem
hófu endurhæfinguna munu ljúka
henni með virkri þátttöku í skóla-
og eða atvinnulífi.
Styrkurinn skiptir miklu máli
Verkefnið hefur eins og áður seg-
ir fengið mikla athygli, en það þykir
m.a. sérstakt fyrir það að einstak-
lingarnir eru heima hjá fjölskyldum
sínum á meðan á endurhæfingu
stendur. Þeir eru byggðir upp fjár-
hagslega, félagslega, heilsufarslega
og menntunarlega samfellt í níu
mánuði sem skilar sér síðan í virk-
ari þjóðfélagsþegnum.
Soffía Gísladóttir, félagsmála-
stjóri Þingeyinga, var að vonum
ánægð þegar styrkurinn var í höfn.
„Styrkurinn skiptir verkefnið miklu
máli, en viðurkenning sem þessi er
líka mjög mikilvæg. Þróunarstarfi
því sem hófst fyrir tæpu ári verður
fram haldið með stuðningi Evrópu-
sambandsins næstu þrjú árin og
munu þessar húsvísku stofnanir
halda áfram að þróa og útfæra
verkefnið.
Þá er einnig mikilvægt að inn-
lendir aðilar komi áfram að verk-
efninu því vissulega fara talsverðir
fjármunir af þessari upphæð í þró-
unarstarf í hinum löndunum fjór-
um,“ sagði Soffía að lokum.
Verkefni um endurhæfingu öryrkja
fær 40 milljóna Evrópustyrk
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Soffía Gísladóttir félagsmálastjóri.
Nýr Landbúnaðarháskóli | Eft-
irfarandi samþykkt var nýlega gerð
á fundi skólanefnar Garðyrkjuskól-
ans vegna frumvarps landbún-
aðarráðherra um sameiningu Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins og
Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
í Landbúnaðarháskóla Íslands.
„Skólanefnd Garðyrkjuskólans
fagnar þeim skrefum sem er verið að
stíga til sameiningar mennta- og
rannsóknastofnana landbúnaðarins.
Skólanefndin telur hins vegar að
starfsemi Garðyrkjuskólans eigi
margt sameiginlegt með starfsemi
Rannsóknarstofnunar landbúnaðar-
ins og að mörgu leyti Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyri. Því tel-
ur nefndin einsýnt að sameina eigi
nú þegar Rannsóknarstofnun land-
búnaðarsins, Landbúnaðarháskól-
ann á Hvanneyri og Garðyrkjuskól-
ann undir hatti
Landbúnaðarháskóla Íslands sem
yrði deildaskiptur. Nefndin bendir
einnig á að Garðyrkjuskólinn hefur
nú þegar leiðbeiningaþjónustu í
garðyrkju í náinni samvinnu við
fræðslu og rannsóknir á Reykjum.
Því telur nefndin að hugsa þurfi mál-
ið í víðu samhengi til að fræðsla,
rannsóknir og leiðbeiningar gagnist
landbúnaðinum sem best.“
Ólafsfjörður | Hið árlega fyrirtækjamót í bandý var
haldið í Íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði fyrir skömmu í
fimmta sinn.
Þátt taka félög og fyrirtæki í bænum sem hafa það
að markmiði að efla liðsandann og skemmta sér ræki-
lega einn dag. Í þeim tilgangi eru hannaðir nýir bún-
ingar fyrir hvert mót, hvatningarhróp æfð, inngangan
skipulögð og ýmislegt fleira sem ætíð vekur gleði.
Mótin síðustu ár hafa tekist frábærlega, og var
mótið núna engin undantekning, enda þátttaka mikil
og lífsgleðin á háu stigi. Mótinu lýkur alltaf með
skemmtun í félagsheimilinu Tjarnarborg um kvöldið,
þar sem skrautleg skemmtiatriði voru flutt og sitt-
hvað fleira.
Verðlaun voru veitt einstaklingum fyrir allt mögu-
legt og ómögulegt en einnig voru veitt liðaverðlaun-
:Litríkasta liðið: Úrvalslið Valbjargar; flottustu leiknu
eftirhermuna: Sparisjóðurinn; flottustu búninga:
Tækjasalur; sigur: Sjópullur; draumaliðið: Leikskól-
inn Leikhólar; og að lokum er það sjálft lið mótsins:
Múlatindur.
Efldu liðsandann á bandýmóti
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Lið ársins: Starfsmenn á bifreiðaverkstæðinu Múlatindi og makar þeirra mynduðu lið ársins
að þessu sinni, sem var í meira lagi vígalegt.Laugavegi 32 sími 561 0075
Banki allra landsmanna