Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 31

Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 31
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 31 Paul Westdal í Winnipeg var kjörinn for-seti INL/NA á þinginu í Edmonton ífyrra. Í setningarræðu sinni á hótelinuGull Harbour Resort á Heclu ári síðar sagði hann að það væri vel til fallið að halda þingið á þessum stað, ,,því hér eru ræturnar“, og vísaði til þess að fyrstu íslensku landnemarnir í Manitoba hefðu sest að við Winnipegvatn, frá Gimli norður í Heclu. Paul gat þess að árið hefði verið mjög annasamt og áhugavert ,,með sam- stöðu að leiðarljósi“. Ólýsanleg upplifun Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Edda B. Hákonardóttir, eiginkona hans, voru heiðursgestir þingsins, en á meðal annarra sér- stakra gesta voru Peter Bjornson, mennta- málaráðherra Manitoba, og Joanne Bjornson; Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg, og Þrúður Helgadóttir; Júlíus Hafstein, fram- kvæmdastjóri og formaður verkefnisstjórnar vegna 100 ára afmælis Heimastjórnar og 100 ára afmælis stjórnarráðsins, og Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar; Guðríður Sigurðardóttir, for- stöðumaður Þjóðmenningarhúss, og Almar Grímsson, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga, og Anna Björk Guðbjörnsdóttir. ,,Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari upplifun,“ segir Árni Magnússon um þingið og heimsóknina til Manitoba, en á síðustu stundu hljóp hann í skarðið fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sem átti ekki heimangengt. ,,Við hjónin erum mjög snortin yfir því sem við sjáum og heyrum hérna,“ bætir ráðherrann við. ,,Þær lýsingar sem ég hef heyrt og lesið um rifjast upp og ein- hvern veginn stendur líf þessara ættingja okkar manni fyrir hugskotssjónum þegar hingað er komið. Það er stórkostlegra en hægt er að lýsa að aka framhjá hverjum bænum af öðrum sem heitir íslensku nafni, og hitta fólk sem er eins og það hafi farið frá Íslandi í gær og talar íslensku reiprennandi. Ég tala ekki um að koma á þingið og hlusta á íslenska bændur og Ungmennakór Nýja-Íslands syngja lögin sem við syngjum sjálf. Það sem snertir mann einna mest er hvað fólkið hérna er stolt af því að vera Kanadamenn af íslenskum uppruna. Hvað það heldur fast og ríkt í Íslendinginn í sér.“ Fjölbreytt dagskrá Íslendingafélagið Brúin í Selkirk sá um und- irbúning og framkvæmd þingsins í samvinnu við Íslendingafélögin í Gimli, Lundar og Árborg. Dagskrá þingsins var með hefðbundnum hætti, en skráning hófst á fimmtudag og þingstörfum lauk á sunnudag. Greint var frá starfsemi nefnda og félaga, fjallað um sérstök málefni, eins og til dæmis blaðið Lögberg – Heims- kringlu og ,,íslensku“ söfnin í Manitoba, og boð- ið upp á skemmtiatriði, en þar á meðal voru Dægurkórinn og Regnbogakórinn frá Íslandi. Júlíus Hafstein rakti sögu heimastjórnar á Ís- landi, Loren Gudbjartson fjallaði um íslensku- kennslu í Vesturheimi, Joan Eyjolfson-Cadham sagði frá störfum verkefnisnefndarinnar Int- ernational Visits Program, David Gíslason greindi frá ferð Ungmennakórs Nýja-Íslands til Íslands, Harley Jonasson, Almar Grímsson og Ásta Sól Kristjánsdóttir ræddu um ferðina ,,Heim í átthagana 2004“ og Snorraverkefnin og Sandra Sigurdson fræddi viðstadda um Íslend- ingadagshátíðina í Gimli í sumar, svo fátt eitt sé nefnt. Árni Magnússon flutti gestum kveðju frá ís- lensku ríkisstjórninni og benti meðal annars á að arfleifð og saga Íslendinga og fólks af íslensk- um ættum í Norður-Ameríku væri sú sama og skipti alla viðkomandi máli. Áhugi á Vesturför- unum og afkomendum þeirra hefði aukist mikið á Íslandi á undanförnum árum, bæði vegna auk- innar umfjöllunar og ekki síst vegna ákvörðunar íslensku ríkisstjórnarinnar 1995 um að leggja sitt af mörkum til að efla og styrkja tengslin. Í því sambandi nefndi hann stuðning utanrík- isráðuneytisins við endurvakningu Þjóðrækn- isfélags Íslendinga og þá ákvörðun að opna að- alræðismannsskrifstofu í Winnipeg 1999 og senda þangað aðalræðismann frá Íslandi. Hann nefndi einnig mikilvægi samskipta Háskóla Ís- lands og Manitoba-háskóla, stuðning rík- isstjórnarinnar við Menningarmiðstöðina í Gimli og Safn íslenskrar menningararfleifðar í Nýja-Íslandi og stuðning við Snorraverkefnið og Vesturfarasetrið á Hofsósi. Þá þakkaði hann liðsmönnum Þjóðræknisfélagsins fyrir gott og öflugt starf í áratugi. ,,Íslenska þjóðin er hreyk- in af árangri ykkar,“ sagði hann. Walter Sopher forseti Paul Westdal, forseti INL, og Harley Jonas- son, 2. varaforseti, gáfu ekki kost á sér áfram vegna anna í starfi. Walter Sopher í Edmonton var kjörinn forseti, Garry Oddleifson frá Tor- onto 1. varaforseti og Geraldine McDonald frá Vancouver 2. varaforseti. Næsta þing verður í Vatnabyggð í Saskatchewan að ári en vorið 2006 verður það í Victoria, en síðan er stefnt að því að halda næstu þing í Winnipeg og Salt Lake City. Walter Sopher segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að öll starfsemi í Norður- Ameríku sem tengist Íslandi á einn eða annan hátt sé mikilvæg. ,,Við þurfum að starfa sem ein heild en ekki sem einstaklingar,“ segir hann. Walter leggur áherslu á að félagsmönnum þurfi að fjölga og áfram þurfi að vinna að því að ná frekar til unga fólksins. ,,Það hefur tekist vel þar sem það hefur verið reynt og við þurfum að halda áfram á sömu braut. Unga fólkið er fram- tíðin og við höfum alla möguleika til að ná sterkri stöðu.“ Árni Magnússon segist álíta að samskiptin milli Íslands og Manitoba séu að þróast á réttan hátt. Lýsingin á Snorraverkefninu veki meðal annars vonir um að með því hafi menn hitt nagl- ann á höfuðið, því það sé verkefni sem sé mjög líklegt til að viðhalda tengslunum og hefðunum. ,,Það er auðvitað það sem við þurfum að gera. Við þurfum að rækta frændsemina með unga fólkinu beggja vegna hafsins,“ segir Árni og bætir við: ,,Ég get ekki hamið mig í því að hvetja Íslendinga til þess að velta því verulega fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að leggja land undir fót og sjá þessi heimkynni frændfólks okkar. Eftir að hafa upplifað þetta umhverfi finnst mér það vera eitthvað sem enginn má missa af. Lýsing Atla Ásmundssonar, aðalræðismanns í Winni- peg, lýsir þessu langbest: ,,Þetta er ferðalag til- finninganna“.“ 85. ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi haldið á Heclueyju Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Heiðursgestir á Þjóðræknisþinginu á Heclu. Frá vinstri: Peter Bjornson, menntamálaráðherra Manitoba, Joanne Bjornson, Edda B. Hákonardóttir og Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Ferðalag tilfinninganna Ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi er hápunkturinn í starfsemi félagsins. Þingið var haldið í 85. sinn um liðna helgi. Steinþór Guðbjartsson var á meðal gesta. steg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.