Morgunblaðið - 01.05.2004, Side 32

Morgunblaðið - 01.05.2004, Side 32
Á FJÖRUKRÁNNI er boðið upp á arabískan matseðil fram til 9. maí og munu kokkarnir Mohamed Oda og Habibilobbad sjá um matseldina. Meðal rétta á matseðlinum er lamba „tatar“-forréttur og grillað mar- ínerað lambainnanlæri í aðalrétt. Kokkarnir brugðust vel við þegar falast var eftir uppskriftum hjá þeim. Uppskriftirnar sem hér koma á eftir eru miðaðar við 4–6. Kiba naia eða lamba „tatar“ ½ kg lambalund 1 bolli „burghul“ (líkist kúskús) 4 mtsk. sítrónusafi 1 rauðlaukur, smátt saxaður 2 stk. ferskur rauður chilli-pipar 5 hvítlauksrif 100 g steinselja 50 g koriander salt, pipar, olívuolía Kjötið ásamt ½ bolla af burghul er sett í matvinnsluvél og blandað þar til úr verður nokkuð þétt mauk. Maukið kælt í ísskáp. Takið það sem eftir er af burghul þ.e. ½ bolla og setjið í matvinnuslu- vél ásamt öðru efni sem eftir er og þeytið þar til úr verður sósa. Sósan kæld í ísskáp. Þegar kemur að því að bera rétt- inn fram eru maukið og sósan hnoð- uð saman í höndum með köldu vatni þar til úr verður mjúkt mauk. Mauk- ið sett á fat og skreytt með ferskri myntu og ögn af olívuolíu hellt yfir. Borið fram með heitu brauði. Að sögn Mohameds þykir þessi réttur sérlega ljúffengur og aðeins borinn fram við sérstök tækifæri. Hafa verður í huga að hráefnið verð- ur að vera ferskt, sérstaklega lamba- kjötið og það verður að vera alger- lega fitusnautt. Kokkurinn mælir með þurru eða hálfþurru rauðvíni með réttinum. Shish kebab eða grillað marinerað lambainnanlæri Kjötið er skorið í meðalstóra bita, sem þræddir eru á grillpinna. Marínering 2 laukar 2 tómatar ¼ bolli olívuolía ¼ bolli sítrónusafi 5 lárviðarlauf salt, pipar Allt efnið sett í matvinnslulvél og blandað vel saman eða þar til úr verður þunn blanda. Setjið blönduna í stóra skál sem einnig rúmar kjötið. Látið kjötið standa og marínerast í ísskáp í nokkrar klukkustundir, helst í sólarhring til að tryggja gott bragð. Pinnana má grilla yfir opnum eldi, eða á gasgrilli en einnig steikja í 195º C í ofni í 30 mín. Rétturinn er borinn fram með fylltum paprikum, salati og sítrónusneið.  MATARKISTAN Lambakjöt eins og í Egyptalandi Morgunblaðið/Jim Smart Aðalrétturinn: Shish kebab eða grillað marinerað lambainnanlæri Forrétturinn: Kiba naia eða lamba „tatar“ Matreiðslumeistarinn: Mohamed Oda. DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STEINSELJA er fyrir mörgum aðeins skraut á mat. Oft er keypt gott búnt af henni, aðeins fáeinar greinar notaðar og afgangurinn skemmist í grænmetisskúffunni. Steinselja fer afar vel með vormat eins og lambakjöti, aspas, eggjum, sítrónum og jafnvel sem uppistöðu- krydd í vorsúpu, eins og fram kemur á vef Washington Post. Hefðbundin steinselja er alltaf til í stórmörkuðunum en annað af- brigði er svokölluð ítölsk steinselja sem hefur flöt lauf og meira afger- andi bragð. Bæði afbrigðin geym- ast vel í ísskáp í um tvær vikur ef Bræðið smjörið við meðalhita í potti. Bætið lauknum við og hrær- ið. Bætið soði og steinselju við og látið krauma í 20 mínútur. Takið pottinn af hitanum og kælið í a.m.k. 10 mínútur. Sigtið súpuna og geymið bæði soðið og það sem er eftir í sigtinu. Setjið hið síðarnefnda í mat- vinnsluvél ásamt nokkrum mat- skeiðum af soðinu og gerið að mauki. Setjið maukið í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hitanum. Hrær- ið saman sítrónusafa og egg í með- alstórri skál. Hrærið einn bolla af heitu soði út í þar til það hefur blandast vel. Setjið þessa blöndu út í maukið í pottinum og hrærið stöð- ugt svo blandan skilji sig ekki. Smakkið og kryddið með salti og pipar og skreytið með sítrónu og steinselju. Berið fram heitt eða kalt.  HEILSA Steinselja er meira en skraut steinseljunni er pakkað í rakan eldhúspappír og sett í opinn plast- poka. Óhætt er að nota mikið af stein- selju þar sem hún er mild á bragð- ið og leyfir öðrum kryddtegundum að njóta sín. Gott er að saxa hana smátt, laufin og eitthvað af stilk- unum líka og snúa svo skurð- arbrettinu um 90° og saxa aftur þannig að hún verði fínhökkuð. Hér er uppskrift að áðurnefndri súpu látin fljóta með. Hún hentar fyrir 6 sem forréttur en fyrir 3 sem aðalréttur. Steinseljusúpa 2 bollar (þjappaðir) fersk steinselja (lauf og stilkar) 1 msk smjör 1 laukur, fínsaxaður 3 bollar kjúklinga- eða grænmetissoð 4-5 msk nýkreistur sítrónusafi (úr 1-2 sítrónum) 3 egg salt hvítur pipar þunnt skorin sítróna til skrauts steinselja til skrauts ÍSLENDINGAR sem leggja leið sína til Minneapolis geta nú bragð- að á kökum og eftirréttum gerð- um af meistarakokkinum Michelle Gayer-Nicholson í bakaríi hennar og kaffihúsi þar í borg. Á boð- stólum eru t.d. súkkulaðimarens, appelsínu- og karamellubúðingur, baka með tómötum og geitaosti eða sætum lauk og brie. Auk þess ýmiss konar kökur, tertur, ís, búð- ingar, vínarbrauð o.fl. Gayer-Nicholson fluttist nýverið til Minneapolis frá Chicago þar sem hún hafði starfað sem yf- irkokkur eftirrétta hjá þekktu veitingahúsi, Trotter’s og vakti ákvörðun hennar nokkra athygli í veitingahúsaheiminum þar sem hún þótti taka skref niður á við, að því er fram kemur á vefútgáfu Star Tribune. Sjálf er hún hins vegar ánægð með flutningana og bakaríið/kaffihúsið sem blómstrar í Minneapolis, en Gayer-Nicholson hrærir, bakar og skreytir fyrir opnum tjöldum og hefur vakið mikla athygli. Gayer-Nicholson leggur mikla áherslu á að nota gott hráefni og engin gerviefni. Hún vill að kök- urnar og eftirréttirnir séu ekki fullkomnir í útliti, heldur lætur sköpunargleðina njóta sín. Sl. haust útnefndi sælkeratímaritið Bon Appetit Gayer-Nicholson eftirréttakokk ársins 2003, en hún er aðeins 33 ára að aldri. Munngæti í Minneapolis  MATUR Franklin Street Bakery á horninu á Franklin Avenue og 11. Avenue Minneapolis Steinselja: Getur verið uppistaða í súpu en passar líka vel með ýmsum mat. Landmann 39.900.- 3 brennarar, tvískipt grill, Gagnvarinn viður ofl . Erum einnig með fleiri grill á staðnum grill Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.