Morgunblaðið - 01.05.2004, Page 56
56 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
ÉG VAR AÐ
HUGSA...
ÞAÐ VAR
LAGIÐ JÓN!
ÉG VAR EKKI BÚINN
MEÐ ÞAÐ SEM ÉG
ÆTLAÐI AÐ SEGJA
AFHVERJU
HÆTTIRÐU
ALDREI Á
TOPPNUM
HEIMSKUR?
ÞEGAR MAÐUR ER VALINN Í
SÉRSTAKT VERKEFNI ÞÁ
HEFUR MAÐUR EKKI TÍMA
YFIRHUNDURINN HEFUR
SKIPAÐ FYRIR! SKILDAN
KALLAR, LEIÐIN ER GREIÐ
OG ÉG VERÐ AÐ HLÝÐA!
ÆI! ÉG GLEYMDI AÐ FÁ
EIGINHANDARÁRITUN
TIL
HAMINGJU!
SNOOPY!
SKRÍTNI
KRAKKINN
MEÐ STÓRA
NEFIÐ!
HÆ, SNOOPY! HVERNIG
HEFUR ÞÚ ÞAÐ Í DAG?
FYRIR
SELPUR!
HÉR
STEND ÉG
HJÁ YFIR-
HUNDINUM
JÁ HERRA! JÁ HERRA...
SKAL GERT! ÞÚ GETUR
REITT ÞIG Á MIG HERRA!
Leonardó
© LE LOMBARD
ENN EINN JARÐSKJÁLFTINN!
FLJÓTUR LÆRISVEINN, KOMDU
MEÐ RICHTERKVARÐANN!
GET
ÞAÐ
EKKI ?
MÆLIRINN
ER UNDIR
RÚSTUNUM... OG ÉG
LÍKA!
ÉG
VISSI
ÞAÐ!
ALVEG
HRÆÐILEGT! ÞAÐ ER
ÓÞARFI AÐ
TALA SVONA
VIÐ MIG ÞÓ AÐ
ÉG HAFI TÝNT
MÆLINUM
ÉG VAR BARA AÐ MEINA AÐ ÞETTA HÉRAÐ SÉ AÐ VERÐA OF
HÆTTULEGT. TAKTU SAMAN DÓTIÐ ÞITT OG VIÐ SKULUM
KOMA OKKUR HÉÐAN. VIÐ SKULUM FARA LANGT Í BURTU Á
RÓLEGAN STAÐ Í KATANÍU
HVAR ER KATANÍA?
Á SIKILEY
ÉG ER NEFNILEGA MEÐ NÝJA HUGMYND
HVAR Á
SIKILEY? VIÐ RÆTUR
ETNU!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
„ÞEGAR æðsti valdamaður Banda-
ríkjanna hvetur til stríðs mun eyja
samhæfingarinnar fyrirlíta hann.
Eftir ár velfarnaðar verður kvíðvæn-
legt ástand þegar einræði breytir
búsæld eyjarinnar.“
Þannig þýðir höfundur bókarinnar
„Nostradamus“ erindi x:36 í bókinni.
Þessi athyglisverðu orð mættu land-
ar vorir ígrunda gaumgæfilega þeg-
ar utanríkismál ber hér á góma. En
þau mál má helst ekki minnast á svo
að utanríkisráðherra missi ekki
stjórn á skapi sínu og kreppi jafnvel
hnefana framan í þingheim. Þar er
ekki verið að spyrja um vilja eða vald
þjóðarinnar, heldur skulu þessir
furstar Davíð og Halldór einir ráða
því hvort Ísland skuli segja öðrum
þjóðum stríð á hendur. Varnarmál
skulu ekki rædd eða borin undir
þjóðina heldur skal pukrast með þau
í skúmaskotum og þessir tveir skulu
einir ráða þar för og hafa allt um að
segja. Þegar þeir sjá að þeir hafa
hlaupið herfilega á sig og rofið helg-
asta sáttmála þjóðarinnar um ævar-
andi frið við allar þjóðir, þá koma
þeir fram fyrir þing og þjóð og hæla
sér af þessu blessuðu stríði sem þeim
fannst sjálfsagt að blanda þjóðinni í.
Þetta er slíkt spor í átt til einræðis,
að full ástæða er að óttast um fram-
tíðina undir stjórn þessara manna.
Líklega hefir sjaldan verið slíkum
blekkingum beitt sem í síðustu kosn-
ingum. Landsmenn hljóta að horfa á
það með forundran hvernig farið er
gjörsamlega öfugt að við það sem
lofað var, og nú eru breiðu brosin
stirðnuð. Það væri ekkert undarlegt
þó margur vaknaði við vondan
draum, sem trúði lýðskruminu á
annan veg, og svo hrakspánum á
hinn veginn ef einhverjir aðrir en
þeir kæmust til valda. Það mætti
draga fram mörg dæmi af þessu
sjónarspili, eitt nægir þó til þess að
hver maður sem ekki er heilaþveg-
inn gapi af undrun: Það eru sem sé
allar fjöldauppsagnirnar á sjúkra-
húsum og þá ekki síst, að hafa uppi
hugmyndir um að loka bráðavöktum
fyrir hjartasjúklinga um helgar.
Skyldi vera hægt að finna öllu fárán-
legra örþrifaráð í, að því að talið er;
siðuðu þjóðfélagi nútímans? Öllu
þessu eiga þegnarnir að taka við með
þögn og þolinmæði. En því miður,
við getum ekki kyngt hverju sem er
með þögn og þolinmæði, enda væri
þá líka búið með okkar kæra lýðræði
ef allir héldu að sér höndum á hverju
sem á gengi. Það er leitt að þurfa að
standa í stappi um helgasta rétt
þjóðarinnar, en annars er ekki kost-
ur ef á hann er gengið svo freklega
sem hér um ræðir. Við getum ekki
setið með hendur í skauti þegar okk-
ar mesta hjartans mál er fótumtroð-
ið. Það er án efa eitt göfugasta að-
alsmerki hverrar þjóðar, að hún vilji
halda frið við alla menn. Það er „sómi
Íslands sverð þess og skjöldur“, að
svo verði hér um aldir fram.
GUNNÞÓR GUÐMUNDSSON,
Hvammstanga.
Er einræði í upp-
siglingu á Íslandi?
Frá Gunnþóri Guðmundssyni:
VEGNA umræðna um grisjun trjá-
gróðurs á Þingvöllum og bréfs til
Morgunblaðsins um það efni hér á
þessum stað, vill undirritaður skýra
frá því, að árið 1999 gáfu Þingvalla-
nefnd og Skógrækt ríkisins út sam-
starfsyfirlýsingu um eftirlit og um-
hirðu skógarins í þjóðgarðinum á
Þingvöllum. Í samræmi við hana
gerðu starfsmenn þjóðgarðsins og
skógræktarinnar samkomulag árið
2001 um það, hvernig skógarhöggi og
grisjun yrði háttað.
Í samkomulaginu er það markmið
meðal annars sett, að barrtré í þing-
helginni víki en hlúð skuli að gróðri,
sem á sér lengri sögu á Þingvöllum.
Þetta er gert í því skyni að varðveita
hinn forna þingstað sem opið sögu-
svið fyrir komandi kynslóðir. Sama á
við um nokkra aðra sögufræga staði
innan þjóðgarðsins m.a. Ölkofradal.
Fornleifarannsóknir undanfarin
sumur hafa sýnt, að fornar búðarústir
eru mun fleiri og víðar um þinghelg-
ina en áður var ætlað. Óhjákvæmilegt
er að vernda þessar minjar fyrir rót-
um trjáa, því að annars er hætta á því,
að þær spilli ómetanlegum verðmæt-
um, sem jörðin geymir.
Innan þjóðgarðsins er nauðsynlegt
að huga almennt að grisjun eins og í
öðru skóglendi. Í því sambandi má
nefna svæðið undir Hrafnagjá, þar
sem tré standa mjög þétt. Markmiðið
með grisjun á slíkum svæðum er
skógfræðilegt auk þess sem grisjunin
opnar svæðin fyrir gestum og gerir
þau betri til útvistar.
Að mati þeirra, sem gerst þekkja til
innan þjóðgarðsins, er með öllu
ástæðulaust að telja að vegið sé að
þjóðgarðinum með þeim markmiðum,
sem hér er lýst eða áætlunum á
grundvelli þeirra. Hitt er einnig frá-
leitt að kenna þessa rækt við þjóð-
garðinn við lögbrot.
Lögin um friðun Þingvalla frá 1928
kveða á um að „skógurinn“ skuli vera
algjörlega friðaður. Þar er átt við
þann nauðbeitta birkiskóg sem var á
Þingvöllum á þeim tíma, en ekki barr-
skóg sem gróðursettur var 20- 30 ár-
um síðar.
Allir geta verið sammála um að Fu-
rulundurinn, sem gróðursettur var
neðan Stekkjargjár eftir 1899 sé al-
gjörlega friðaður, enda markar hann
upphaf skipulegrar skógræktar á Ís-
landi.
Við framkvæmd stefnu sinnar
leggur Þingvallanefnd áherslu á gott
samstarf við sérfróða aðila, en lögum
samkvæmt á nefndin síðasta orð um
hvaðeina er lýtur að vernd Þingvalla.
SIGURÐUR K. ODDSSON,
þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
Grisjun trjágróðurs
á Þingvöllum
Frá Sigurði K. Oddssyni: