Morgunblaðið - 16.06.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.06.2004, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ágúst Bragi Björnsson, Daði Óm- arsson, Ingvar Ásbjörnsson allir með 4 vinninga o.s.frv. Verðlaun fyrir heildarúrslit fengu allir í sex efstu sætunum: Halldór Brynjar, Dagur Arngríms- son, Guðmundur Kjartansson, Sverrir Þorgeirsson, Hjörvar Steinn og Alex Cambray. Sverrir er 12 ára gamall og Hjörvar Steinn ný- orðinn 11 ára. Veitt voru sérstök aldursflokka- verðlaun: Stúlknaverðlaun: 1. Elsa María Þorfinnsdóttir 2. Jóhanna Björg Jó- hannsdóttir . Kvennaverðlaun: Sigurlaug Frið- þjófsdóttir. Verðlaun 14 ára og yngri: 1. Atli Freyr Kristjansson 2. Daði Ómars- son. Sérstök verðlaun fyrir 12 ára og yngri: Sverrir Þorgeirsson. Verðlaun fyrir 10 ára og yngri: 1. Guðni Fannar kristjánsson 2. Einar Ólafsson. Mótið fór fram í húsakynnum, Skákskóla Íslands og var vel skipað en þátttakendur voru 27. Í fyrstu þremur umferðunum voru tefldar atskákir en lokaumferðirnar fjórar voru kappskákir. Skólastjóri Skák- skólans er Helgi Ólafsson stór- meistari. Björn og Ingvar nálgast AM-áfanga Nú stendur yfir Sumarskákmót Ístaks sem skipulagt er af Hrókn- um. Þeir Björn Þorfinnsson (2.345) og Ingvar Þór Jóhannesson (2.302) hafa fengið 4 vinninga af 5 og þurfa 2½ vinning úr síðustu fjórum um- HALLDÓR Brynjar Halldórs- son sigraði á geysispennandi meist- aramóti Skákskóla Íslands sem nú var haldið í þrettánda sinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni sem var hápunktur mótsins og sýndi í hnotskurn þá hörðu og jöfnu baráttu sem jafnan á sér stað á hin- um skemmtilegu mótum Skákskól- ans. Þegar lokaumferðin hófst var Halldór Brynjar með hálfs vinnings forskot á meistarann frá því í fyrra, Dag Arngrímsson. Halldór mætti Atla Frey Kristjánssyni og hafði hvítt. Í 15. leik missteig hann sig illa þegar honum yfirsást snjöll flétta sem Atli Freyr lumaði á og færði honum gjörunnið tafl. En á mikil- vægu augnabliki valdi Atli rangan stað fyrir hrók sinn sem féll eftir einfaldan svarleik Halldórs. Þar með var sigur Halldórs tryggður. Hörð barátta var um þriðja sætið en eftir æsilegt tímahrak náði Guð- mundur Kjartansson að máta Stef- án Bergsson og ná þriðja sætinu. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Halldór Brynjar Halldórsson 6½ v. 2. Dagur Arngrímsson 6 v. 3. Guðmundur Kjartansson 5½ v. 4.–6. Sverrir Þorgeirsson, Hjörv- ar Steinn Grétarsson, Alex Cambray Orrason 4½ v. 7.–13. Stefán Bergsson, Atli Freyr Kristjánsson, Aron Ingi Ósk- arfsson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, ferðunum til að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Björn á eftir að mæta mönnum úr neðri hluta mótsins en Ingvar á m.a. eftir að tefla við tékkneska stórmeistarann Jan Votava (2.511) og finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2.372), en þeir deila nú efsta sætinu á mótinu með þeim Birni og Ingvari. Staðan á mótinu: 1.-4. Björn Þorfinnsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Heikki Wester- inen, Jan Votava 4 v. 5. Faruk Tairi 2½ v. 6. Lenka Ptacnikova 2 v. 7.-8. Róbert Harðarson, Páll Þór- arinsson 1½ v. 9. Bjarni Hjartarson 1 10. Ingvar Ásmundsson ½ v. Sjötta umferð var tefld í gær, þriðjudag, en teflt er daglega í húsakynnum Hróksins, Skúlatúni 4, og hefst taflið klukkan 18. Hægt er að fylgjast með skákunum beint á heimasíðu Hróksins (www.hrok- urinn.is). Furðuverk Sautjánda Leon-skákmótið var haldið 3.-7. júní og var útsláttarmót eins og áður. Mótið var haldið í Leon á Spáni. Sigurvegari mótsins var Alexej Shírov (2.713), sem sigr- aði Peter Svídler (2.733) 3½-½ í úr- slitum. Vafalítið eiga margir skák- áhugamenn erfitt með að trúa því að eftirfarandi skák sé viðureign of- urstórmeistara, en engu að síður er það raunin. Þetta var fyrsta skákin í úrslitaeinvíginu og eftir að hafa skoðað hana er auðvelt að skilja að Svídler hafi ekki átt auðvelt með að ná sér á strik í síðari skákunum. Hvítt: Peter Svídler Svart: Alexej Shírov Frönsk vörn 1.e4 e6 2.d4 d5 3.e5 c5 4.c3 Db6 5.Rf3 Bd7 6.Be2 Bb5 7.dxc5 – Algengast er að leika 7.c4!? Bxc4 8.Bxc4 dxc4 (8...Db4+ 9.Rbd2 dxc4 10.a3 Db5 11.De2 cxd4 12.Rxd4 Dd5 13.R4f3 Rd7 14.Rxc4) 9.d5 exd5 10.Dxd5 Re7 11.Dxc4 Da6 12.Ra3 Dxc4 13.Rxc4 Rd5 14.Bg5 Rd7 15.0–0–0 R7b6 16.Rxb6 Rxb6 17.Rd2 Be7 18.Bxe7 Kxe7 19.Re4 Hhd8 20.Rd6 og hvítur stendur bet- ur McShane-Þröstur Þórhallsson, ólympíuskákmótinu í Bled 2002). 7...Bxc5 8.b4? Bxf2+ 9.Kf1 Bd7 Nýr leikur. Þekkt er 9...Bc6 10.Dd3 a6 11.a4 Re7 12.Ha2 Rf5 13.g4 Rh4 14.a5 Da7 15.Rxh4 Bxh4 16.Be3 b6 17.Bxb6 Db7 18.Bd4 f6 19.Rd2 0–0 20.exf6 Rd7 21.Rf3 Bxf6 22.g5 Bb5 23.De3 Bxd4 24.cxd4 og svartur vann (Stefán Kristjánsson- Ólafur B. Þórsson, Reykjavik 1998). 10.Dd2? -- Nauðsynlegt er að leika 10.c4! og þá hefur svartur um tvær leiðir að velja: 10...Re7 11.c5 Dxb4 12.Kxf2 Rf5, með tvísýnni stöðu, eða 10...dxc4 11.Ra3! a5 12.Rxc4 Da7 13.Rd6+ Ke7 14.Dd2, sem lítur illa út fyrir hann. 10...Rh6! 11.Bd3? – Skárra er 11.a4 a5 12.Bd3 Rg4 13.Dg5 h5 14.h3 Be3 15.Bxe3 Dxe3 16.Dxe3 Rxe3+ 17.Kf2 Rf5 og svartur á peð yfir. 11...Rg4 12.Dg5 Bb5! 13.c4 -- 13.-- Bg3! og hvítur gafst upp. Eftir 14.Dd2 Bf4 15.De2 Bxc4 16.Bxc4 Bxc1 17.Bb5+ Rc6 18.Bxc6+ bxc6 19.a3 Bh6 20.Rc3 Re3+ 21.Ke1 0–0 á hvítur tveimur peðum minna og mjög slæma stöðu. Mjóddarmót Hellis Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 19. júní í göngugöt- unni í Mjódd. Mótið hefst kl. 14 og er öllum opið, en þátttakan á þessu móti hefur aukist jafnt og þétt ár frá ári. Síðasta ár sigruðu Suzuki- bílar en fyrir þá tefldi Arnar E. Gunnarsson. Skráning fer fram með netpósti (gunnibj@simnet.is) og í síma 856 6155 (Gunnar). Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugs- unartíma. Einnig er nægjanlegt að mæta á skákstað kl. 13:50 en mjög æskilegt er að skákmenn skrái sig fyrirfram. Halldór Brynjar meistari Skákskóla Íslands Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Skákskóli Íslands MEISTARAMÓT SKÁKSKÓLANS 11.-13. júní 2004 dadi@vks.is Er Örlygur bróðir minn var með í smíðum bækur sínar „Úr torf- bæjum inn í tækniöld“ hélt hann ljósmynda- sýningu og kynningar- kvöld í húsnæði F.Í. í Mörkinni. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur var kynnir. Umræddar myndir var mjög fróðlegt að sjá fyrir þá, hverra minni spannaði hluta af tímabilinu milli stríða. Kynning Árna var mjög góð og lifandi. Ræddi hann m.a. um að þessu tímabili hefði ekki verið veitt sú athygli sem skyldi. Einnig að þeir sem mundu sól og regn þeirra daga væri fólk komið yfir sjö- tugt, – nokkuð sem ég gat tekið til mín. Við systkinin ólumst upp í Viðey, gengum þar í barnaskóla, fermdumst þar og fluttum þaðan vorið 1941 að Vegamótum á Seltjarnarnesi. Það voru mikil viðbrigði að mörgu leyti. Ekki fór stríðið, sem komið var á fulla ferð, framhjá neinum. Það verður ekki rakið hér. Eftir myndakvöldið góða og orð Árna fór ég að hugsa um stríðið, þó aðallega stríðslokin. Reykvíkingar losnuðu ótrúlega hratt við alla her- menn héðan af svæðinu. Þótt nóg væri af stríðsminjum úti um allt, var fólk orðið vant því í umhverfinu og tók ekki sérstaklega eftir þeim. Yfir Reykjavík lagðist yndislegur friður og ró eftir fimm ára stríðsástand og einmitt í þessu andrúmlofti sá ég fyrst og var kynntur fyrir Ásgeiri Jónssyni verðandi eiginmanni systur minnar. Ásgeir var glæsilegur maður, afar viðkunnanlegur í allri umgengni, aldrei langt í brosið og húmorinn í ÁSGEIR JÓNSSON ✝ Ásgeir Jónssonvar fæddur á Ísa- firði 21. apríl 1919. Hann lést á heimili sínu í Efstasundi 92 í Reykjavík 29. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 11. júní. góðu lagi. Við vorum fimm systkinin, systir elst og fjórir bræður. Hulda var okkur bræðr- unum vægast sagt góð systir og ekki síst á okk- ar uppvaxtarárum, og endurguldum við henn- ar væntumþykju. Það gladdi mig því strax hvað mér leist vel á Ásgeir og hve vel þau Hulda áttu saman. Ég hygg að ég hafi naum- ast kynnst öðru eins kærleikshjónabandi sem þeirra, og þar hall- aðist ekki á hjá þeim. Þótt ég vegna starfs míns hafi heimsótt þau sjaldan í áratugi, var alltaf tekið á móti manni með fölskvalausri gleði þegar maður birtist á tröppunum. Við sáum Huldu og Ásgeir síðast saman daginn þegar hann varð 85 ára. Það var mikil kaffi- og kökuveisla, allir kátir og mikið tal- að. Það var ánægjulegt að sjá alla þá umhyggju sem Margrét og Guð- mundur Páll sýndu þarna foreldrum sínum, sem þau hafa reyndar alla tíð gert og alveg sérstaklega eftir að þau tóku að eldast. Þökk sé þeim. Á kveðjustund vil ég minnast Ásgeirs með virðingu og þakklæti og færa Huldu, börnum þeirra, tengdabörn- um og barnabörnum samúðarkveðjur frá okkur Gerðu. Sveinn B. Hálfdanarson. Ásgeir Jónsson, fyrrum skrifstofu- stjóri við embætti Skattstjórans í Reykjavík, er látinn. Við fráfall hans vakna minningar um ágætan starfs- félaga frá liðnum árum, sem kom ung- ur til starfa í skattkerfinu og valdist snemma til mannaforráða. Ásgeir var greindur maður og vel- viljaður og í alla staði vel af guði gerð- ur. Hann aflaði sér menntunar af eig- in rammleik, sem hann fjármagnaði með sjómennsku á sumrum, en hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands. Hæfileikar ásamt með uppeldi og reynslu urðu honum haldgott vega- nesti. Hann hafði næma sýn á þjóð- félagsaðstæður og kjör almennings og hagi þeirra sem minna máttu sín. Ásgeir var dagfarsprúður maður, sem lagði aldrei illt til nokkurs manns, en hafði næmt auga fyrir til- brigðum mannlífsins og gat verið glettinn og gamansamur. Hann var þannig spaugsamur maður í vinahópi og hafði unun af græskulausu gamni og skemmtilegum sögum. Hann sagði gjarnan slíkar sögur sjálfur og eigin reynslusögur frá fyrri tíð og miðlaði fróðleik af viðkynningu við merkilega menn og lærdómsríka. Sumar þessar sögur urðu samstarfsmönnum það hugleiknar að þeir eignuðu sér þær óafvitandi og bættu við eigin reynslu- heim. Þannig urðum við nánir sam- starfsmenn Ásgeirs allir með tíman- um kyndarar á „Kapítönu“, sem var gufuknúin seglskúta síðast til farm- flutninga og fékk þann endi að „slá úr sér“, eins og sjómenn nefna það, og sökkva fullhlaðin fyrir Austfjörðum á útleið, en þá var Ásgeir vinur okkar víðsfjarri sem betur fór. Ásgeir starfaði um áratugi að skattamálum samhliða umsjón rekstrar- og starfsmannamála. Hann var m.a. deildarstjóri þáverandi rann- sóknardeildar Skattstofu Reykjavík- ur, sem annaðist skatteftirlit, og síðar skrifstofustjóri embættisins til starfs- loka. Hann hafði og um árabil á hendi úrskurði vegna umsókna um skattí- vilnanir til þeirra, sem áttu um sárt að binda vegna hvers konar veikinda, slysa eða tjóna, og fórst það sem ann- að vel úr hendi. Á áttunda áratugnum hvarf hann til starfa hjá þáverandi Ríkisskattanefnd, en sneri aftur árið 1978 til að taka við starfi skrifstofu- stjóra og varaskattstjóra í Reykjavík. Ásgeir var mannblendinn á vinnu- stað og vinsæll maður af samstarfs- fólki og átti ríkan þátt í að skapa þann góða anda sem lengstum hefur ein- kennt embættið. Hann var glöggur maður og farsæll í störfum og fórust vandasöm úrlausnarefni vel úr hendi, og skipti engu hvort um var að ræða flókin skattamál eða fjármál og starfsmannamál. Ásgeir var lipur maður í samskipt- um og laginn við að leysa úr deilu- málum, ráðhollur maður og velviljað- ur bæði gjaldendum og starfsmönnum. Hógvær var hann og lítillátur og tranaði sér ekki fram, en var sökum mannkosta og hæfileika kallaður til trúnaðarstarfa. Ásgeir var þægilegur maður í um- gengni, skapgóður og viðmótsþýður og sem yfirmaður fremstur meðal jafningja. Framkoma hans var látlaus og til fyrirmyndar. Hann hafði heil- brigðan metnað sem beindist að hon- um sjálfum, en ekki lagði hann steina í götu annarra, því hann var vandaður og grandvar maður. Ásgeir var glæsimenni á velli, í hærra meðallagi, grannvaxinn og samsvaraði sér vel, sviphreinn, blá- eygður og bjartur yfirlitum með grá- sprengt hár. Hann var einstakt snyrtimenni í klæðaburði og hafði á sér snið heldrimanna. Hann kom jafn- an til vinnu í millibláum fötum eða gráum með viðeigandi hálsbindi og vakti athygli fyrir fyrirmannlega framkomu, útlit og yfirvegun. Kurt- eisi kunni hann og til hlítar. Ásgeir var mikill fjölskyldumaður og var vakinn og sofinn yfir velferð eiginkonu, barna og barnabarna. Það fór ekki fram hjá vinnufélögum hve fjölskyldan var honum dýrmæt og hve vel hann sinnti henni og af mikilli kostgæfni. Starfsfélagar eiga góðar minningar um Ásgeir Jónsson skrifstofustjóra. Hann var hlýr og góður félagi og virt- ur starfsmaður, sem setti svip á emb- ættið með góðri framkomu og ástund- un. Hann var gætinn og íhugull, fór vel með það sem honum var trúað fyr- ir, og sýndi jafnan aðgát í nærveru sálar. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu eru færðar innilegar samúðarkveðjur við fráfall Ásgeirs Jónssonar. Blessuð sé minning hans. Samstarfsmenn við embætti Skattstjórans í Reykjavík. Látinn er í Reykjavík Ásgeir Jóns- son, fósturbróðir móður minnar og frændi, 85 ára að aldri. Hann var ákaflega vandaður maður, hlýr í framkomu og góðlátlega glettinn. Þegar ég kom fyrst til höfuðborg- arinnar tóku Hulda og Ásgeir frændi á móti okkur mömmu af sinni alkunnu gestrisni. Hlýjan og ástríkið sem barst frá frænda og Huldu, hans ynd- islegu konu, líður mér ekki úr minni og hefur oft yljað mér um hjartaræt- ur. Fóstursystkinin rifjuðu upp æsku- dagana og fölskvalaus væntumþykja þeirra kom glöggt í ljós. Ég man að þau töluðu um æskuárin í Bolungar- vík, Jónu ömmu og fóstursystkini sín, sem nú eru öll látin. Frændi og Hulda áttu hlýlegt og fallegt heimili í Efstasundi 92 og voru einstaklega samhent og samtaka í einu og öllu. Þau eignuðust tvö frábær börn, Guðmund og Margréti, sem fyr- ir löngu eru búin að stofna eigin heim- ili. Ég bið Huldu minni guðsblessunar og veit að bjargföst trú hennar mun milda söknuðinn og sorgina. Mumma, Möndu og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Ásgeirs frænda. Steinunn. Í dag kveðjum við vin okkar Ásgeir Jónsson. Kynni okkar hafa verið löng og farsæl og tókst strax með okkur mikill vinskapur sem aldrei bar skugga á. Ásgeir var einstakur heiðursmað- ur, rólegur og yfirvegaður sama á hverju gekk. Hann var ávallt reiðubú- inn að veita góð ráð og aðstoð. Allir fjölskyldumeðlimir áttu gott athvarf á heimili þeirra Huldu og Ásgeirs í Efstasundinu. Þetta fundu börnin fljótt enda ávallt tekið á móti þeim eins og höfðingjar væru á ferð. Þau voru því ekki gömul þegar þau fóru að venja komur sínar á heimili þeirra hjóna. Ásgeir var sérstaklega barngóður og fór ótalmarga bíltúra og veiðiferðir með okkur þar sem hann sá til þess að allir skemmtu sér vel. Hjónaband Ásgeirs og Huldu var einstaklega farsælt og þau hjón sam- stiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Missir Huldu er því mikill við skyndilegt fráfall hans. Elsku Hulda, við eigum ekki öll kost á því að vera hjá þér í dag en sendum þér, Mumma, Möndu og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Við kveðjum vin okkar Ásgeir Jónsson með mikilli virðingu og þakk- læti. Gréta J. Ingólfsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.