Morgunblaðið - 16.06.2004, Page 44

Morgunblaðið - 16.06.2004, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk STATTU HÉRNA! ÆTTUM VIÐ KANNSKI AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA Í KVÖLD? EN EKKI Í GÆLUDÝRABÚÐINA AÐ FÁ OKKUR GULLFISKA OG PÁFAGAUKA GETUM VIÐ SAMT EKKI KOMIÐ VIÐ Á LEIÐINNI HEIM Í EFTIRMAT? ÉG ER MEÐ PÍNU GLAÐNING! ÉG ÞARF LÍKA AÐ SEGJA ÞER DÁLÍTIÐ... VEISTU HVAÐ... ÉG.. NEI! ÉG VAR LOKSINS HÆTTUR OG NÚNA ER ÉG ORÐINN HÁÐUR AFTUR! ÉG HÉLT AÐ ÉG VÆRI AÐ GERA RÉTT... MÉR FANNST ÉG EIGA SÖK Á ÞVÍ SEM VARÐ UM TEPPIÐ... ÞANNIG AÐ ÉG KEYPTI NÝTT... Svínið mitt © DARGAUD ELSKAN. ADDA. KOMIÐ OG SJÁIÐ NÝJU DAGMÖMMUNA! GÓÐAN DAGINN HERRA. GÓÐAN DAGINN ADDA KONAN MÍN HEFUR FARIÐ FÖGRUM ORÐUM UM ÞIG ÉG VERÐ AÐ JÁTA AÐ MEÐMÆLIN ÞIN VORU FRÁBÆR TAKK EN ÞAÐ VERSTA ER AÐ ÖDDU VERÐUR AÐ LÍKA VEL VIÐ ÞIG HÚN HEFUR NÁÐ GÓÐUM TENGSLUM VIÐ BARNFÓSTRU SÍNA SEM ER Í FRÍI EIGUM VIÐ EKKI AÐ VERA GÓÐAR VINKONUR? MÉR FINNST ÞÚ SVÖL! GIV MÍ FÆV! FÆV! ÉG ER ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ ÞETTA SMELLUR SVONA HJÁ YKKUR... VIÐ ERUM BÚIN AÐ PRÓFA NOKKRAR BARNFÓSTRUR EF YKKUR ER SAMA ÞÁ LANGAR MIG AÐ SLAPPA AÐEINS AF OG FÁ MÉR Í GOGGINN VILTU FÁ PURULAUKSTERTU? NEI TAKK. ÉG SMURÐI MÉR SKINKUSAMLOKU ÁÐUR... GROIN!! ! ! ! FASISTAR!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ lifum í heimi voðaverka. Það eitt er víst og satt. Fjölmiðlarnir minna okkur skilmerkilega á það daglega svo það ætti ekki að vera hætta á því að sú staðreynd gleymist. Tuttugasta og fyrsta öldin sem átti að hefjast með nýrri samstöðu alls mannkyns, eftir ógnarreynsluna af fyrri öld, bar í skauti síns fyrsta árs hryðjuverkin í Bandaríkjunum og síðan þá hafa ver- ið framin stöðug hryðjuverk um heim allan. Flestum er sjálfsagt í fersku minni harmleikurinn á Spáni og hugs- anlega hefði verið framið stórfellt hryðjuverk í Bretlandi nýlega ef lög- reglu hefði ekki tekist að hindra fram- kvæmd þess. Við höfum frétt af þjóðarmorði í Rúanda og hræðilegum atburðum í Júgóslavíu, þar sem allir aðilar gerð- ust sekir um stríðsglæpi, þó löngum hafi verið látið sem aðeins Serbar hafi verið sekir. Við erum stöðugt minnt á Sbrenica, en lítið er talað um ástandið í Kosovo og Metohija, þar sem Serbar eru nú ofsóttir af albönskum öfga- mönnum og kirkjur þeirra brenndar til grunna eða sprengdar í rúst. Þar er gamla sagan að gerast, að sá sem of- sóttur hefur verið, fer í hlutverk of- sækjandans þegar honum eru gefin skilyrði til þess. Þegar Nató gerði árásarbandalag 1999 og hugðist skakka leikinn í Júgóslavíu héldu víst margir að það myndi leiða til lausna á vandamálunum. Nýleg atburðarás í Kosovo sýnir hinsvegar að nær fimm ára friðarstarf hefur nánast engu skil- að. Hatrið kraumar enn sem fyrr og kannski aldrei meir en nú. Og hvernig var brugðist við eftir að allt fór í loft upp? Talað var um að fjölga í svo- nefndu friðargæsluliði um 2000 manns! En eru 19000 hermenn líkleg- ir til að ráða við það sem 17000 her- menn hafa ekki ráðið við hingað til, mér er spurn? Enn eru morð framin á báða bóga og ofbeldið í fullum gangi, en fréttaflutningur er enn sem fyrr hræðilega hlutdrægur. Sannleikurinn er enn sem fyrr fyrsta fórnarlambið í slíkri atburðarás. En glæpur er glæpur, sama hver drýgir hann og sú var tíðin að Íslend- ingar litu almennt svo á. Við vorum friðsöm þjóð og vildum vera hlutlaus gagnvart öllu stríðsbrölti. En í seinni tíð virðist sem áður óþekkt hernaðar- hyggja sé að nema land hér á Fróni. Íslensk stjórnvöld eru farin að axla pólitíska ábyrgð á stríðsrekstri og taka þátt í framferði sem hefði verið óhugsandi af Íslands hálfu hér áður fyrr. Lýðveldið litla í norðri er farið að spillast af of nánu samneyti við of- beldisfulla pólitík annarra þjóða. Og við lokum augum og eyrum fyrir glæpum núorðið og unga fólkið okkar vill fara að stunda hernaðarleiki. Svo langt er hægt að ganga í að lofsyngja hernaðarhyggju og stríðsstand, að jafnvel Íslendingar kasti friðarfánan- um. Hverju frömdu hryðjuverki er mætt með auknum vígbúnaði og hægri öfl allra landa æpa á sérsveitir og aukna hörku – jafnvel hér. Erum við endanlega að glata fyrri friðar- stöðu okkar í samfélagi þjóðanna og hverfa frá öllu því sem hefur áunnið okkur sanna virðingu hingað til? Eig- um við að fara að taka undir með of- beldiskór allra landa og syngja ásamt þeim morðingjastefin? Ég segi nei – Guð forði okkur frá slíkum ófögnuði ! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. Um Hrunadans hryðjuverkanna Frá Rúnari Kristjánssyni: ÓLAFUR Ragnar Grímsson stað- hæfði 2. þ.m. að gjá sé milli þingvilja og þjóðarvilja um fjölmiðlalögin. Í krafti hvaða stað- reynda hélt hann því fram? Í ’undir- skriftasöfnun’ margra aðila, þar sem nöfn voru slegin inn á tölvur með kennitölum sem allir geta afl- að sér úr íbúa- og nafnnúmera- skrám, söfnuðust 31.752 nöfn. Í öðru fjöldaátaki í marz 1974, mun vandaðra, með raunveru- legum undirskriftum, skoruðu 55.522 kosningabærir Íslendingar á Alþingi að tryggja, að hér yrði áfram varið land. Þá voru á kjörskrá rúmlega 126.000 manns. Þetta var þá um helm- ingur kjósenda, jafngildir tæplega 90.000 manns nú. Á kjörskrá til forsetakosninga 26. júní verða um 213.000 manns. Nöfnin 31.752, sem fengin voru með ótrygg- um hætti, eru þá einungis 15% kosn- ingabærra manna, þrátt fyrir alla við- leitnina! Þessi árangur er svo grátbroslega slakur, að tekur ekki nokkru tali. Kemur þó ekki á óvart, þar sem aðeins 30% Íslendinga þekkja vel til fjölmiðlalaganna. Árið 1990 stóð ég fyrir undir- skriftasöfnun með áskorun 640 manna á ríkisstjórnina að viðurkenna fullveldi Litháens þegar í stað. Þar af fékk ég sjálfur 590 manns á fáeinum dögum til að skrifa undir. Með sama hætti, í jafnvinsælu máli, ættu 170 manns að geta safnað 100.000 undir- skriftum gegn fjölmiðlalögunum, en það var aðstandendum þessarar söfn- unar gersamlega ofviða. Spurningin vaknar: Hvar er þessi þjóðarvilji? Nú eru Össur og Ingibjörg Sólrún dauð- skelkuð við þá tilhugsun að meirihluti þjóðarinnar mæti ekki á kjörstað til að hafna fjölmiðlalögunum! Sá forseti, sem ber fyrir sig vilja þjóðarinnar í þessu máli til að rétt- læta þá fordæmalausu ákvörðun að óvirða löggjöf Alþingis, hefur ekkert marktækt í hendi til að sanna þá full- yrðingu sína. Þar með fellur um koll forsendan fyrir synjun hans að und- irrita lögin. Eitthvað annað en virðing fyrir þjóðarvilja hefur ráðið þeirri gjörð, sem skiptir okkur nú upp í and- stæðar fylkingar. Siðferðislegt van- hæfi Ólafs Ragnars vegna hagsmuna- tengsla við Norðurljós er svo kapítuli út af fyrir sig. Maðurinn á fljótt eftir að finna, að hann er ekki sameining- artákn Íslendinga. JÓN VALUR JENSSON, guðfræðingur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Hvar er þjóðarviljinn? Frá Jóni Val Jenssyni: Jón Valur Jensson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.