Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003 Þ ETTA ae í Staech er borið fram eins og langt, ofurlítið áblásið a, sem sagt á hollensku eins og í nafni ljóðskáldins Verhaeren. Sá sem ber þetta ae fram eins og e gerir íbúa staðarins – nær ein- göngu Benediktsmunka – tauga- óstyrka. Því nefni ég þetta fyr- irfram. Ég get einungis ýjað að frekara ágreiningi er varðar nafnið; heiftarlegri deilu örnefnafræðinga um hvort þetta ae vitni ekki ótvírætt um germanskan uppruna eða – að því er hinir álíta – hvort þetta ch í endann sé ekki eindregið til vitnis um keltneskan uppruna nafnsins. Ég mæli með keltnesku, ég veit of vel hve auðvelt er að bjaga sérhljóða; auk þess finnst mér mállýskan á svæðinu kringum Staech grunsamleg. Bærinn er í Rínlandi. Ég verð að neita mér um að skilgreina hvað er rín- lenskt, ég held mig við mörkin sem Rínlandi voru sett við hernám Prússa sem staðið hefur frá 1815 og samkvæmt þessum mörkum er Staech í Rínlandi. Bærinn er gamall, frægur, fallegur, yndislegur; óviðjafnanlegur grámi rín- lenskrar miðaldarómantíkur inni á milli hárra trjáa. Lítil straumhörð á sem nefnist Brülle sér fyrir vatni, þessum mikilvæga þætti í landslag- inu. Í Staech eru tvö hótel, annað er lúxushótel, hitt fábrotið; farfuglaheimili; félagsheimili sem notað er fyrir fundi. Mikilvægast er Bene- diktsklaustrið. Þar getur maður líka dundað sér við að leika munk. Kyrrð, gregorískur kirkju- söngur, friðsæld innra sem ytra. Þar við bætast munkarnir, virðulega búnir, einhver þeirra prýðir ævinlega landslagið eða garðinn við bænagjörð, hugleiðslu eða í samræðum við ein- hvern gest. Allt afar einfalt, næstum hrátt; land- búnaður er stundaður, ávaxtarækt, loftslagið er of kalt fyrir vínrækt. Ég get sparað mér frekari smáatriði um leið og ég staðfesti að bærinn Staech er prísaður sem „blátt áfram unaðslegur“ af siðameisturum utanríkisráðuneytisins í höfuðborginni sem ekki er langt undan. Háttsettur, jafnvel hæstsetti starfsmaður siðameistaraembættisins á einu sinni að hafa sagt: „Hvað viljum við meir? Vest- urlönd í sinni fáguðustu mynd eru í aðeins fimm- tíu Mercedes-mínútna fjarlægð frá okkur.“ Staðreyndin er: tæpast nokkuð gæti víst komið í stað Staech; ellefta (kannski líka tíunda eða tólfta) öld, grá rínlensk rómantík, gregor- ískur kirkjusöngur, tækifæri til að verða munk- ur um tíma eða búa á lúxushóteli og öðlast jafn- framt hlutdeild í öllum unaðssemdum messusöngsins sem og hugfró nær allra náð- armeðalanna. „Beinlínis óviðjafnanleg umgjörð fyrir gönguferðir“ – ég vitna aftur í starfsmann siðameistaraembættisins – þar sem eyða má, allt eftir því hvernig ástatt er um hjartað, lung- un eða kirtlana hverju sinni, hálftíma, klukku- tíma, hálfum öðrum tíma, já heilum degi á gönguferð, útbúinn handhægu göngukorti sem hvaða kjáni sem er getur farið eftir og fá má ókeypis hjá dyraverði lúxushótelsins. Meinfýsn- um mönnum, sem vita að þar gildir trúnaður og ekki er verið að heimta nein vottorð, er kunnugt um að þar getur maður líka verið eiginmaður eða eiginkona tímabundið. Einungis siðameistaraembættið getur dæmt um það hve ómissandi Staech er fyrir dömur karlmanna í opinberri heimsókn. Meðan karl- mennirnir í Bonn tala skýrt og skorinort láta dömurnar gjarnan aka sér í Mercedes-bifreið siðameistara til Staech. Brottförinni er hagað þannig að komið er í áfangastað á nón- eða há- degisbænatíma; hægt er að dást með augum og eyrum að prúðbúnum munkunum (það kváðu meira að segja hafa verið gerðar tilraunir til að beita snertiskyninu); síðan er snæddur einskon- ar morgun- eða hádegisverður, farið í gönguferð gegnum makalaust dýrlega skógana, lengd hennar ræðst af tíma, skapi og úthaldi hverju sinni, verið síðdegis við nón- eða aftanbænina, drukkið te og haldið í djúpum innra friði til baka til höfuðborgarinnar. Og Staech er ekki aðeins ómissandi hugleiðslu- og hreinsunarstaður fyrir erlenda stjórnmálamenn heldur líka þýska; þeg- ar hafa eitilharðir karlar sést krjúpa þar og gráta í auðmýkt. Gestir frá Bandaríkjunum og Afríku eru einkar hrifnir af Staech, það kvað þegar hafa komið til sjálfsprottinna trúskipta. Þar sem „ora“ er sýnd á svo trúverðugan hátt gleyma menn auðvitað ekki heldur „labora“: grófhentir bræður með óhreinindi á höndum og fótum, já vinnukuflar ataðir kúamykju hafa sést af og til og það undarlega er: þessum vinnandi munkum er ekki stillt upp einhvernveginn, þeir eru ósviknir. Furðu gegnir að munkarnir fara svo gjarnan burt úr þessum unaðsreit. Ferða- gleði munkanna í Staech hefur ekki farið framhjá ástúðlegu skopskyni rínlenska þjóðar- krílisins umhverfis: efnaður gárungi sem var í skuld við munkana ku eitt sinn hafa gefið þeim heilt safn af ferðatöskum fyrir jólin. Munkarnir fara sannarlega gjarnan í ferða- lög, halda erindi, með og án skuggamynda, taka þátt í fundum, rökræðum, pallborðsumræðum; sumir vinna sem lausráðnir blaðamenn við blað- auka alvarlegra blaða sem gefin eru út á lands- vísu, fjalla um guðfræði, trúarleg og kristileg efni og nota hvert tækifæri sem gefst til að fara til Hamborgar, München eða Frankfurt. Já, þeir fara gjarnan burt, munkarnir, og koma ekki alltaf gjarnan til baka. Sumir ferðast ak- andi, flestir ekki. Þeir fylla þannig sjaldan þá tölu sem að nafninu til á að vera mætt, um þess- ar mundir fjörutíuogsjö munkar og bræður. Þegar hefur komið fyrir að aðeins ellefu hafi verið við nónbænina síðdegis, einu sinni meira að segja bara níu. Eftir bænagjörðina spurði mjög háttsett dama frá Taílandi embættismann siðameistara angistarfull hvort það væri kannski pest að ganga og hvort – hún hafði lært þýsku af bókmenntum fyrrihluta 19. aldar – herrarnir væru „hrörlegir“. Embættismaðurinn sá sig tilneyddan að biðja ábótann um að upp- lýsa málið og fékk það niðursallandi svar að að- eins einn væri veikur, hinir væru allir á ferða- lagi. Þar eð fjöldi launaðra starfsmanna eykst náttúrlega sífellt á tækniöld (í landbúnaði, hót- elrekstri, stjórnun) ber Staech sig ekki fjár- hagslega. Staðurinn nýtur verulegs fjárstuðn- ings frá ríkinu og erkibiskupsdæminu; um leið telst sú staðreynd að hann nýtur stuðnings sjálf- sagt mál; aldrei nokkru sinni hefur þessi stað- reynd mætt andstöðu í fjárlaganefnd, ekki held- ur hjá þeim upplýstustu af nefndarmönnum. Hver mundi vilja að Staech væri án styrkja? Það væri eins og einhver legði til að selja Köln- ardómkirkju sem grjótnámu. Jafnvel villtum fríþenkjurum, trúlausum sósíalistum (enn eru til nokkrir) hefur aldrei dottið í hug að sam- þykkja ekki þá upphæð sem Staech hefur verið ætluð. Svo mótsagnakennt sem það er hefur gagnstæðrar tilhneigingar orðið vart á undan- gengnum árum: fulltrúar hinna hefðbundnu kristilegu flokka hikuðu nokkuð meðan hinir veittu samþykki sitt svo viðstöðulaust að jaðraði við hneisu. Öruggt má telja: jafnvel smásálar- BREYTINGAR Í STAECH SMÁSAGA E F T I R H E I N R I C H B Ö L L

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.