Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003 H INN framsýni markgreifi af Pombal vissi hvað hann var að gera þegar hann stjórn- aði uppbyggingu Lissabon eftir jarðskjálftana miklu 1755, sem lögðu hálfa borg- ina í rúst. Kjörorðið var; grafið hina dauðu og gefið hinum lifandi að borða! Nýskipulagið skyldi hreint og markað, og forvitnilegt um að litast, hvergi andvana fletir. Gleggsta dæmið um framsýni og snilli Pombals er borgarmiðjan í Baixa-hverfinu, sem hann reisti aftur frá grunni og er enn snertipunktur mannlífs og viðskipta, hér ekki tjaldað til einnar nætur. Nærtækt að upp komi í hugann til saman- burðar að borgaskipuleggjendur síðustu aldar, jafnt austan hafs sem vestan, hefðu betur leitað í mal fortíðar þá ný hverfi skyldu hönnuð. Út- borgir margar hverjar sótthreinsaðar af öllu lífi, þannig að ágangurinn er allur í gömlu borg- arhlutana ef menn vilja hlaða sálartetrið lífs- mögnum. Yfirsýn og gáfur fylgja ekki endilega tæknilegum framförum og alls ekki því sem menn nefna gjarnan „trendy“, útleggst það heitasta á augnablikinu. Ekkert úreldist eins fljótt og því kústað burt fyrir eitthvað annað, síðasta öld og þá helst nýliðnir áratugir gleggsta dæmi þess frá upphafi tímatals okkar. En þetta á sem sagt minna við um Lissabon en flestar stórborgir Evrópu og heillar ferðalang- inn upp úr skónum. Jarðhræringarnar sjálfar vöktu mikil við- brögð um alla Evrópu, komu af stað eldheitri rökræðu í þá veru hvort um væri að ræða nátt- úruhamfarir eða refsingu almættisins. Borgin ein hin blómlegasta í álfunni og þekkt fyrir ríki- dæmi sitt, en svo einnig trúvillingadóm og skurðgoðadýrkun. Hamfarirnar eðlilega vatn á myllu prédikara, sem sögðu þetta guðs vilja, spáðu áframhaldandi hamförum í mannheimi hvar dansað væri kringum gullkálfinn. Voltaire orti meira að segja kvæði þar sem hann lagði áherslu á þá trú sína að hið illa væri alls staðar nærri, maðurinn vanmáttugur og dæmdur til óöruggrar vistar á jörðinni. Þrátt fyrir jarðskjálfta og seinni tíma elds- voða hafa menn kappkostað að Lissabon héldi yfirbragði sínu og einkennum, frekar treyst þau en hitt. Þó má víða sjá nýbyggingar sem stinga í stúf við eldri stílbrögð og er nýrri tíma þróun. Og þeir vita sem reynt hafa að sérstök nautn fylgir því að koma í ný og ný hverfi stór- borga sem hafa sitt sérstraka gróna yfirbragð og mannlíf. Eitt eiga allir borgarhlutar Lissabon sam- eiginlegt, sem er blái liturinn í Azulejos-vegg- flísunum sem er margþætt skreyti á húsgöflum um allt landið og geymir drjúga stílsögu gegn- um aldirnar. Í fljótu bragði mætti ætla þetta kennimark siglinga- og fiskveiðaþjóðarinnar miklu, en kemur líkast til meira fyrir þá sök hve blái liturinn er ódýr og auðveldur í sam- setningu og vinnslu. Þetta er annars arfur frá Márum með spönskum áhrifum, sem hefur yfir sér sérportúgalskt yfirbragð. Skreytihefðin rík í Portúgölum ekki síður en Spánverjum og slóðin frá Norður-Afríkubúunum auðrakin í báðum tilvikum, einkum suðurhlutum Íberíu- skagans. En að handverkið tengist á sama hátt þróun á æðri stigum lista líkt og myndlistar, einkum málaralistar, eins og hinum megin landamæranna, er ekki til að dreifa hvernig sem á því stendur. Portúgalar hafa að vísu átt nokkra framúrskarandi málara en enga röð stórmeistara, hvorki í fortíð né á seinni tímum. Enga í líkingu við Ribera, Zurbaran, El Greco eða Goya, hvað þá Picasso, Miro, Salvador Dali og Tapies, hinum megin landamæranna. Eitt- hvað til að brjóta heilann yfir, og forvitnilegt rannsóknarefni. Hæfileikana hefur naumast skort og síst fjárráðin á gullaldartímabilinu, öllu frekar skilyrðin, sköpunarástríða af hárri gráðu hvarvetna sýnileg, jafnvel á götum, gangstéttum og torgum í formi mósaíkur. Þótt sköpunargáfunnar sjái minna stað í málverk- inu hefðu Portúgalar aldrei orðið þessi mikla siglingaþjóð hefði hún ekki verið þeim eðlislæg, frekar en hinir herskáu víkingar í norðri öldum áður. Hið skapandi og háleita jafnaðarlega að baki mikilla afreka og landvinninga í allri sam- anlagðri sögunni, án fulltingis og döngunar þeirra eðliskosta mannsins hafa öll þjóðfélags- hvörf verið dauðadæmd. Hér er öldin sem leið einnig gleggsta dæmið. Að vitneskjan um þetta og þjóðararfinn sé innbyggð í borgarbúum staðfesta hin mörgu söfn og vel við höldnu hallir og minnismerki innan Lissabon og í úthverfum hennar, sem tekur marga daga að skoða til nokkurrar hlítar. Víða verið að endurbæta söfnin og þau lokuð að hluta eins og til að mynda fornminja- og þjóð- háttasafnið, en það sem til sýnis var lofar góðu og gefur mikil fyrirheit, einungis mögulegt að fá nokkra nasasjón af safneigninni sem stend- ur. Borgin, saga hennar og andblær býr yfir segulmagni sem allir er sækja hana heim verða varir við hafi þeir á annað borð augun opin og innri ratsjá í lagi. Altekur suma eins og danska Þjóðarhöllin í Sintra. LÍF OG LIST Í LISSABON Lífið ólgar frá norðri til suðurs í Baixa, miðju og hjarta Lissabon, ferðalangurinn leitar þó ekki síður í hin að- alhverfin til hægri og vinstri, Alfama og Bairro Alto/ Estrela. Og svo er það auðvitað Belém, við mynni Tejo-fljótsins lengst í vesturhlutanum, lífæð Portúgala á gullaldartímabilinu, þar sem karavellurnar undu upp seglin á vit ókannaðra heimshluta. Lönduðu seinna fullfermi af kryddi, gulli og eðalsteinum. BRAGI ÁSGEIRSSON heldur áfram að herma hér frá. Þrískipt altaristafla Hieronimusar Bosch. Ein af fjórum risastórum Azulejos-skreyting- um framan á Pavillon Carlos Lopez í garði Eduordo VII í Lissabon. Stytta af tveim stúlkum á svæði ofar garðs Eduordo VII. Vísar til texta úr kvæði Pessoa. Draugahús í Sintra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.