Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003 13 V EFHAUGARNIR, eða The Webwaste, nefnist gagnvirkt netlistaverk Ragnars Helga Ólafssonar sem opnað var formlega í París í haust og hefur vakið nokkra athygli. Þar er um að ræða nokkurs konar deiglu, í formi rusla- haugs í netheimum, sem netverjar geta lagt til efni í og hrært í að vild. Webwaste var form- lega opnað og kynnt á sýningunni Digit@art í París í haust, og hlaut m.a. jákvæða umfjöllun í franska dagblaðinu Liberation. „Hugmyndin með verkinu er að skapa á Net- inu nokkurs konar almenning eða opið svæði þar sem notendur Netsins geta skilið eftir sig spor. Þar verður netnotandinn ekki einungis áhorfandi heldur skilur eftir sig merki um til- vist sína. Þannig á hann á óbeinan hátt sam- skipti við aðra netnotendur í gegnum þennan ruslahaug. Þetta er líka nafnlaust svæði, því ekki er hægt að vita hver henti hverju,“ segir Ragnar Helgi Ólafsson myndlistarmaður um þetta nýstárlega verk. Frá því að Nethaugar voru opnaðir hafa net- notendur víðs vegar úr heiminum hent þangað rusli úr tölvunni sinni, textabrotum, myndum, hljóðskrám og öðru tölvutæku efni, en vef- svæðið er hægt að nálgast á slóðinni www.web- waste.net. Þannig getur netnotandinn ýmist skoðað og vafrað um netruslahaugana eins og þeir líta út í dag, eða hlaðið litlum ruslakarli inn í tölvuna sína sem sér um að færa innihald tölvuruslatunnunnar yfir á nethaugana. Þarna búa líka rottur eins og á öllum ruslahaugum „Haugurinn verður þannig samansafn af nafnlausum texta, hljóði og myndbrotum víðs vegar að sem fólk getur gengið í að vild, sótt sér eða hent þangað efni. Þarna búa líka rottur eins og á öllum ruslahaugum, og er þetta því sjálfbært kerfi, því rotturnar éta efni af haugn- um, eftir því hversu mikið æti er þar, og fjölg- ar þeim og fækkar í samræmi við það. Þær láta líka frá sér úrgang og „kúka“ kannski orði úr einum texta í annan. Þannig afmyndast hlutirnir og umbreytast á haugnum smám sam- an eftir því sem þeir dvelja þar lengur. Með þessum rottum er líka orðin til nokkurs konar saga sem netnotendur geta fylgst með eða tek- ið þátt í að móta, því það er í raun undir þeim komið hvernig rottunum reiðir af. Það væri til dæmis sorglegt ef rotturnar dæju alveg út.“ Ragnar Helgi starfar sem grafískur hönn- uður samhliða myndlistinni en hann útskrif- aðist úr Listaháskólanum í Aix-en-Provence í Frakklandi þar sem lögð er mikil áhersla á þróun listar í nýjum miðlunarformum. Sjálfur vinnur hann að mestu leyti á því sviði og bein- ist áhugi hans ekki síst að gagnvirkni tölvu- tækninnar. „Vefhaugarnir eru dæmi um verk þar sem ég er beinlínis að fjalla um veruleika netnotkunar og framtíðarmöguleika þess. En ég hef einnig sýnt nokkuð af hljóðinnsetningum sem tengjast einnig gagnvirkni, t.d. í galleríum í Frakklandi og Amsterdam. Gagnvirkni er möguleiki í tölvutækni sem lítið hefur verið rannsakaður og mun áreiðanlega verða áber- andi í framtíðinni.“ Vefhaugar eða Webwaste vekur ýmsar spurningar um þann veruleika sem netverjar lifa og hrærast í. Þar má segja að Ragnar Helgi gangi þvert á þá umræðu sem áberandi hefur verið um persónuvernd og leynd í með- ferð efnis. „Með því að nota rusl er verið að brydda upp á ákveðinni nýbreytni í net- umhverfinu. Langstærstum hluta af því efni sem er að finna á Netinu hefur verið ritstýrt og gefið út af tilteknum aðilum. Það fór tals- verð vinna í það að hanna verkið þannig að hægt væri að nota það á þennan opna hátt. Ég vann grunnvinnuna og einfaldari forritun sjálf- ur og flóknari forritunarvinnu vann ég í sam- vinnu við félaga minn Douglas Edric Stanley. En verkið er líka á gráu svæði hvað höfund- arrétt varðar og vísar kannski til þeirra breyt- inga sem orðið hafa á hefðbundnum hug- myndum um frummynd og eftirmynd verka með nýrri tækni. Í töluvtækninni verða þessi skil enn óljósari enda enginn munur á frumriti og afriti. Í verkinu Webwaste eru spurningar um höfundarrétt á mjög gráu svæði, og sleppa menn í raun hendinni af öllum eignarrétti með því að henda efni á hauginn. Hvaða netnotandi sem er getur síðan sótt sér afrit af efninu á haugnum. Þannig er verkið í raun bæði sjálf- skapandi (self-generatvie) og nokkurs konar al- menningseign, og var mitt hlutverk fyrst og fremst að skapa aðstæður fyrir verkið til að vaxa.“ Hið endanlega alþjóðatungumál á þessum ruslahaugi? Þegar Ragnar Helgi er að lokum spurður hver viðbrögðin við verkinu hafi verið segir hann þau góð. „Ég hef ekki auglýst verkið sér- staklega, en þetta hefur spurst smám saman út, líkt og gengur og gerist á Netinu. Það ferli er mjög lýsandi fyrir það hvernig Netið virkar. Til að byrja með hefur efnið aðallega verið bundið við hinn frönskumælandi heim, en síðan hefur verið að bætast inn efni frá öðrum lönd- um. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þeim tungumálahræringi sem verður til eftir því sem notkunin á ruslahaugnum breiðist út. Kannski verður til hið endanlega alþjóðatungu- mál á þessum ruslahaugi,“ segir Ragnar Helgi og bendir á að margir nálgist vefhaugana af ákveðinni varfærni, mun fleiri láti sér t.d. nægja að heimsækja ruslahaugana og skoða sig þar um en að henda rusli þangað. „Það eru þó alltaf einhverjar hugrakkar sálir sem sturta úr fötunni sinni á haugana og hefur alls kyns efni komið inn. Sumir virðast hafa valið sérstaklega það efni sem þeir bæta í sarpinn, en aðrir tæma einfaldlega úr ruslatunnunni hjá sér. Einn af hinum meðvitaðri netnotendum hefur verið að henda einhverjum tónsmíðum á haug- inn og hef ég verið mjög þakklátur að sjá það efni. Eða öllu heldur rotturnar, því verkið er í raun alveg komið úr mínum höndum frá því að það var opnað. Ég er bara eins og hver annar áhorfandi að því,“ segir Ragnar Helgi að lok- um. Kannski verður til alþjóðatungumál Ragnar Helgi Ólafsson myndlistarmaður hefur bú- ið til gagnvirkan ruslahaug á Netinu, nokkurs konar netlistaverk sem skapar sig sjálft með þátttöku net- verja. HEIÐA JÓHANNS- DÓTTIR spjallaði við Ragn- ar Helga um Vefhauga, nýja miðla í listsköpun og höfundarrétt á gráu svæði. Webwaste eða Vefhaugar eru samsafn mynda, texta og hljóða sem netnotendur hafa tæmt úr rusla- tunnum sínum yfir í, rottur fara svo um haugana og umbreyta efninu. Morgunblaðið/Jim Smart „Í raun er ég eins og hver annar áhorfandi að verkinu,“ segir Ragnar Helgi Ólafsson sem skapað hefur gagnvirka ruslahauga á Netinu. heida@mbl.is GUGGENHEIM-safnið í Las Vegas, sem opnað var fyrir að- eins 15 mánuðum með yf- irgripsmikilli mótorhjólasýn- ingu, verður lokað um óákveðinn tíma frá og með helginni. Lokun safnsins, sem er í Feneyja-hótel- og spilavíta- kjarnanum í Las Vegas og hannað er af Rem Koolhas, er aðeins einn liður í niðurskurði á vegum Guggenheim-sjóðsins sem hefur orðið að sætta sig við verulega breyttar fjárhags- aðstæður undanfarið. „Við erum að vinna í því að finna styrktaraðila fyrir næstu sýningu,“ sagði Lisa Dennison aðstoðarframkvæmdastjóri safnsins. „Þar til við höfum fundið réttu sýninguna og réttu styrktaraðilana þá mun safnið vera lokað.“ Á síðasta ári var fjárhags- áætlun Guggenheim-safnsins tekin til gagngerrar endur- skoðunar og starfsfólki fækkað verulega, en störfum hefur fækkað úr 339 í 181 frá því í nóvember 2001. Alls hefur 102 starfsmönnum verið sagt upp störfum, auk þess sem sýning- artími safnsins hefur verið styttur verulega. Það var í nóvember sl. að að- alstyrktaraðili Guggenheim- sjóðsins, Peter Lewis, kom sjóðnum til bjargar á síðustu stundu með 12 milljóna dollara framlagi, eða tæpum milljarði íslenskra króna, sem nægir sjóðnum til að hefja þetta sýn- ingarár réttum megin við rauða strikið. Féð veitti Lewis þó eingöngu að uppfylltum vissum skilyrðum, m.a. því að forstjóri Guggenheim-safnsins, Thomas Krens, ræki safnið í samræmi við fjárhag þess. Í framhaldi af þessu var svo á dögunum tilkynnt að hætt hefði verið við að reisa nýtt Guggen- heim-safn suður af Brooklyn- brúnni á neðri hluta Manhattan sem hafði verið í undirbúningi. Mary Wesley látin BRESKI rithöfundurinn Mary Wesley lést nú í vikunni í heimabæ sínum, Totnes í Dev- on á Eng- landi. Wes- ley, sem var níræð er hún lést, naut mikilla vinsælda fyrir mun- úðarfullar bækur sínar sem jafn- framt byggðu á kaldhæðn- islegum húmor. Á sjöunda ára- tugnum sendi Wesley frá sér tvær barnabækur, „Speaking Terms“ og „The Sixth Seal“, en það var ekki fyrr en árið 1983 að Wesley sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, „Jumping the Queue“, þá sjötug að aldri. Bækur Wesley komu síðan út næstum árlega á níunda ára- tugnum og vel inn í þann tí- unda. Umfjöllunarefnið var gjarnan uppvaxtarár breskra miðstéttarbarna, en Wesley skapaði að sögn gagnrýnanda New York Times „sérvisku- legan ævintýraheim ensku mið- stéttarinnar“. Þrengir að Guggenheim ERLENT Mary Wesley

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.