Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 2003
YNDISFAGRIR tónar leika í eyrum blaða-
manns Morgunblaðsins þegar hann bíður eftir
Margréti Árnadóttur sellóleikara til viðtals.
Hún er að æfa fyrir tónleika sem haldnir verða
í Salnum annað kvöld kl. 20, en þar kemur hún
fram ásamt píanóleikaranum Lin Hong.
Margrét er á þriðja ári í BA-námi í sellóleik
við Juillard-háskóla í New York, en hún lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 2000. Lin Hong stundar mast-
ersnám við sama skóla. „Þetta eru þriðju tón-
leikarnir sem við höldum saman,“ segir Mar-
grét þegar hún sest niður með blaðamanni. „Í
nóvember héldum við tónleika í Paul Hall í
Juillard og einnig á vegum Faculty Concert
Series í Columbia-háskóla í New York þar sem
við undirbjuggum sömu efnisskrá. Mér fannst
því góð hugmynd að koma hingað heim og
flytja þessa tónleika.“
Á efnisskránni eru Bach-svíta nr. 5 í c-moll,
Beethoven-sónata nr. 4 í c-dúr, og noktúrna í
es-dúr, etýða op. 10 nr. 1 og sónata í g-moll op.
65 eftir Chopin. Af hverju skyldu þessi verk
hafa orðið fyrir valinu? „Ja, ég held auðvitað
mikið upp á Bach og er alltaf með einhverja af
einleikssvítum hans í gangi. Um þessar mund-
ir er það sú fimmta,“ svarar Margrét.
„Beethoven-sónötuna æfði ég á sínum tíma
hér heima og tók hana nýverið aftur til æf-
inga. Chopin-sónatan er líka í miklu uppáhaldi
hjá mér.“ Noktúrnan og etýðan eftir Chopin
eru fyrir einleikspíanó og eru því í höndum
Lins Hong. „Tónlist Chopin er mjög rómantísk
og tilfinningaþrungin,“ bætir Margrét við.
„Sónatan er til að mynda eitt af hans síðustu
verkum, og það kemur greinilega fram að
hann samdi hana þegar hann átti stutt eftir
ólifað.“
Ekki stendur til að flytja þessa efnisskrá í
bili á fleiri stöðum af hálfu Margrétar og Lins,
enda hefst skólinn í New York aftur um miðj-
an janúar.
Ýmislegt er þó á döfinni á árinu hjá Mar-
gréti, en hún hefur meðal annars verið valin af
hálfu Lionshreyfingarinnar á Íslandi til þess
að vera fulltrúi Íslands í samkeppni ungra
sellóleikara, sem haldin er á vegum Evrópu-
þings Lions, sem fram fer á eynni Kýpur í nóv-
ember næstkomandi.
ALLTAF MEÐ
BACH Í GANGI
Morgunblaðið/Jim Smart
Margrét Árnadóttir sellóleikari og Lin Hong píanóleikari halda tónleika í Salnum annað kvöld.
S
AMSPIL er heiti sýningar sem
hefur staðið undanfarið í Hafn-
arborg. Á sýningunni eiga
verk fimm íslenskar myndlist-
arkonur, þær Ása Ólafsdóttir,
Bryndís Jónsdóttir, Kristín
Geirsdóttir, Magdalena Mar-
grét Kjartansdóttir og Þor-
gerður Sigurðardóttir, sem takast á við mis-
munandi viðfangsefni með ólíkum miðlum.
Samhljómurinn sem heyra má á þessari sýn-
ingu felst því ekki í hugmyndafræðilegum
kjörorðum, heldur er það sá tónn sem ómar
þegar listamenn takast af einlægni og án for-
dóma á við efni sitt og hugmyndir, eins og
Pétrún Pétursdóttir sýningarstjóri segir í
sýningarskrá.
Þessi sameiginlegi tónn sem vísað er til í
sýningarskrá hefur orðið til í löngu samstarfi
þeirra fimm að sögn Bryndísar Jónsdóttur, en
þær hafa allar haft vinnustofu á Korpúlfsstöð-
um undanfarin sex ár. „Við fimm höfum eytt
löngum stundum saman á undanförnum ár-
um, hver á sinni vinnustofu, en sækjum hvatn-
ingu og gagnrýni hver til annarrar,“ segir
hún. Á þessari sýningu sýnir Bryndís skúlpt-
úra í leir, Ása sýnir krosssaum og þráðaverk,
Kristín sýnir málverk og Magdalena Margrét
og Þorgerður sýna grafíklist en þó á afar ólík-
an hátt. „Við vorum allar mjög mótaðir lista-
menn þegar við hófum störf á vinnustofunum
á Korpúlfsstöðum. Innblásturinn fáum við því
frekar af viðveru okkar þar uppfrá en af verk-
um hver annarrar,“ segir hún.
Sýningargestum gefst tækifæri til að sjá
myndlistarkonurnar við störf sín á Korpúlfs-
stöðum í stuttri kvikmynd sem gerð er af Þor-
geiri Guðmundssyni og sýnd er í Hafnarborg
samhliða verkunum. „Kvikmyndin sýnir brot
úr vinnuferlinu að verkunum á sýningunni og
hefur vakið óvenjumikla athygli,“ segir Bryn-
dís.
Sýndu fyrir norðan
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listakon-
urnar fimm sýna saman, en þær voru með
sýningu á Listasumri á Akureyri síðastliðið
sumar og sýndu áður í Norska húsinu á
Stykkishólmi. „Við opnuðum í raun þessa
Samspils-sýningu fyrir norðan síðasta sumar,
en hún var talsvert öðruvísi en sýningin sem
nú stendur yfir í Hafnarborg. Við teljum að
nú sé komin grunnur að sýningu sem við ætl-
um að fara með til annara landa,“ segir Bryn-
dís. Hún segir viðbrögðin við sýningunni hafa
verið mjög jákvæð og rekur það fyrst og
fremst til fjölbreytninnar í verkunum sem þar
er að finna. „Við erum mjög ólíkar innbyrðis
og vinnum auðvitað í ólík efni, en samt standa
verkin mjög fallega saman á sýningunni.“
Leiðsögn um sýninguna
Myndlistarkonurnar hafa verið með leið-
sögn um sýninguna Samspil fyrir gesti. Boðið
verður upp á slíka leiðsögn í dag og á morgun
kl. 15, en safnið er opið milli kl. 11 og 17 alla
daga nema þriðjudaga. Sýningunni lýkur á
mánudag.
SAMSPIL ÓLÍKRA MIÐLA
Listakonurnar Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir standa að sýningunni Samspil í Hafnarborg.
KVENNAKÓR Kópavogs heldur jólatónleika
sína í Kópavogskirkju á morgun. Þetta eru
fyrstu jólatónleikar kórsins, en hann var stofn-
aður af stjórnandanum,
Natalíu Chow, í janúar á síð-
asta ári. „Mörg nágranna-
sveitarfélögin voru komin
með kvennakór, Reykjavík,
Hafnarfjörður og Garða-
bær, svo mér fannst komið
að því að stofna kvennakór í
Kópavogi,“ segir Natalía um
tilurð kórsins. Áhugi fyrir
starfseminni var greinilegur
frá byrjun, því á fyrstu æf-
ingunum voru kórfélagar um 40 talsins. Talan
hækkaði þó fljótlega upp í 60 og hefur sá fjöldi
haldist í kórnum til þessa. „Kórfélagar eru kon-
ur á öllum aldri, úr öllum starfsstéttum. Við
héldum eina tónleika síðastliðið vor og hlutum
þá dóma gagnrýnenda að kórinn væri mjög
frambærilegur miðað við ungan aldur hans.“
Karlakór Kópavogs gestur
Jólatónleikarnir nú eru því aðrir tónleikarnir
á ferli kórsins. Til stendur að flytja blandaða
dagskrá, íslensk þjóðlög í bland við ýmis jólalög.
Á tónleikunum mun kvennakórinn fá til sín sér-
stakan gest, en það er Karlakór Kópavogs, sem
stofnaður var í október síðastliðnum. Natalía á
einnig heiðurinn að stofnun hans, og er jafn-
framt stjórnandi. „Karlakórinn skipa 25 karl-
menn, með meiri eða minni reynslu í kórsöng.
Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma opinber-
lega fram og syngja þrjú lög á tónleikunum,“
segir Natalía og bætir við að spennan sé mikil í
báðum kórum fyrir tónleikana.
Aðspurð hvers vegna jólatónleikarnir séu
haldnir eftir áramót, svarar Natalía að mikið
framboð tónleika í desember hafi fyrst og
fremst ráðið því að tónleikarnir eru haldnir nú.
„Við ákváðum í staðinn að halda einskonar
þrettándatónleika og lengja þannig jólin fyrir
þá sem koma og hlýða á,“ segir hún að lokum.
Tónleikarnir í Kópavogskirkju á morgun
hefjast kl. 17. Einsöngvarar á tónleikunum eru
Inga Þórunn Sæmundsdóttir, Sigríður Sif Sæv-
arsdóttir og Natalía Chow. Undirleikari er Jul-
ian Hewlett.
KVENNAKÓR KÓPAVOGS
ÞJÓÐLÖG Í
BLAND VIÐ
JÓLALÖG
Natalía Chow