Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003
BRESKU Whitbread-bókaverð-
launin fyrir bestu skáldsöguna
falla þetta árið í skaut Michael
Frayn fyrir skáldsögu hans
Spies, eða
Njósnarar, en
tilkynnt var
nú í vikunni
hverjir verð-
launahafar
þessa árs
væru. Spies
gerist á tím-
um síðari
heimsstyrj-
aldarinnar og fjallar um tvo
unga drengi og baráttu þeirra
við hinn illskiljanlega heim
hinna fullorðnu og fullvissu
þeirra um að friðsælt úthverfið
sem þeir búa í geymi þýska
njósnara. Að mati dómaranna er
bókin fallega rituð, fyndin og full
fortíðarþrár, auk þess sem hún
vekur athygli á varanlegum mál-
efnum.
Besta fyrsta skáldsagan var
hins vegar valin verk Norman
Lebrecht, The Song of Names,
sem útleggja
má sem Söng-
ur nafnanna.
Sú bók gerist
einnig á
stríðstímum
og fjallar um
einmana
dreng sem
finnur fóst-
bróður í Dov-
idl, flóttamanni frá Varsjá og
tónlistarsnillingi. Dovidl hverfur
síðan skyndilega og það líða 40
ár þar til skýring finnst á hvarfi
hans. Að mati dómaranna er
saga Lebrecht „vel gerð og ein-
staklega áhrifamikil“.
Verðlaun fyrir bestu ljóðabók-
ina féllu síðan í hlut Paul Farley
fyrir bók hans The Ice Age, eða
Ísöldin, besta ævisagan var valin
ævisaga Samuel Pepys eftir
Claire Tomalin, Samuel Pepys:
The Unequalled Self, og besta
barnabókin var að þessu sinni
Saffy’s Angel eða Engill Saffíar
eftir Hilary McKay.
Skjöl Malcolm X
í Schomburg-safnið
SCHOMBURG-miðstöðin, sem er
hluti almenningsbókasafns New
York-borgar fékk á dögunum til
varðveislu
umtalsvert
magn af skjöl-
um, dag-
bókum og
ljósmyndum
sem tilheyrt
höfðu bar-
áttumann-
inum Malcolm
X. Skjölin,
sem selja átti á uppboði í mars sl.
eftir að þau fundust í geymslu á
Flórída, eru talin geta veitt nýjar
upplýsingar um Malcolm X.
Pappírarnir eru í eigu dætra
Malcolm X en hafa verið lánaðir
safninu næstu 75 árin.
Á fréttamannafundi á þriðju-
dag sagði Howard Dodson, yf-
irmaður Schomburg-miðstöðv-
arinnar, um „einstaka gullnámu“
að ræða, en að sögn Dodson ná
skjölin yfir um tvo áratugi af ævi
Malcolm X. Þau hafa ekki komið
fyrir augu fræðimanna, en áður
en af því getur orðið mun safnið
skrá skjölin vandlega.
„Mér vitanlega hefur enginn
utan fjölskyldunnar séð þetta
efni, þó að mögulega kunni Alex
Haily að hafa séð dagbækurnar
þegar hann vann að ævisög-
unni,“ sagði Dodson.
ERLENDAR
BÆKUR
Michael
Frayn hlýtur
Whitbread-
verðlaunin
Norman Lebrecht
Michael Frayn
Malcolm X
I Ekki er víst að margir foreldrar unglinga í dagviti gjörla hver Freddy Kruger er. Hann er morð-
óður náungi sem gengið hefur aftur í bókstaflegri
merkingu í einum sjö kvikmyndum sem gerðar
hafa verið um hann undir samheitinu Martröð á
Álmstræti og eiga miklum vinsældum að fagna
hjá yngri kynslóðinni. Það sem vekur athygli er að
allar eru myndirnar bannaðar börnum yngri en
16 ára en það virðist ekki koma í veg fyrir að
stærstur hluti aðdáendahóps myndanna er undir
þeim aldri. Eitthvað segir þetta um að eftirliti
með hverjir horfa á bannaðar kvikmyndir er
ábótavant og sinnuleysi foreldra og yfirvalda með
eindæmum. Í grein Roalds Eyvindssonar um Mar-
traðarmyndirnar kemur ennfremur fram að aðdá-
endaklúbbur Freddy Krugers var fjölmennari í lok
9. áratugarins en klúbbur einnar þekktustu rokk-
sveitar heimsins, U2, og segir það meira en flest
annað um vinsældir afturgöngunnar við Álm-
strætið í Smábænum í Bandaríkjunum.
II Líklega er þessi árátta mannskepnunnar íhrylling ekki ný af nálinni ef marka má vin-
Öllu þekkilegri er innræting náttúruunnandans
Bergþóru Sigurðardóttur sem lýsir af fölskvalausri
hrifningu ferð sinni um hálendið norðan Vatna-
jökuls fyrir um aldarfjórðungi. Í því samhengi er
rétt að minnast hlægilegra ummæla hagfræðings-
ins á dögunum sem kvað virkjunarframkvæmdir
við Kárahnjúka vera sér og öðrum „umhverf-
issinnum“ sérstaklega geðþekkar. Orkufram-
leiðslan yrði nefnilega algerlega mengunarlaus.
Mikill er máttur peninganna og má skynsemin
sín oft lítils gagnvart þeim.
IV Rithöfundurinn Paul Theroux segir það allt-af hafa verið erfitt að vera Bandaríkjamað-
ur á erlendri grund, sérstaklega í löndum þriðja
heimsins þar sem margir líta á Bandaríkin sem
helsta andstæðing sinn. Theroux kveðst oft hafa
þurft að útskýra afstöðu sína fyrir þarlendum til
að verða ekki fyrir barðinu á heift þeirra í garð
Bandaríkjanna. Líklega er eina skýringuna á
heimóttarskap Bush forseta að finna í því hversu
lítið hann hefur ferðast og heimsmynd hans því
hvorutveggja jafneinföld og hún er hættuleg.
sældir sögu Roberts Louis Stevenson um Dr. Jekyll
og Mr. Hyde þar sem dagfarsprúður læknir breyt-
ist í morðótt skrýmsli á næturnar. Mr. Hyde, herra
Moriarty og Kobbi kviðrista voru Freddyar 19.
aldarinnar og á hverjum tíma hafa verið sagðar
sögur sem hleypa köldum hrolli niður hrygginn á
hlustendum. Sagnameistarar nútímans segja sög-
ur sínar margir hverjir með myndum og draga
ekki af sér þegar kemur að því að finna upp sem
viðbjóðslegastar lýsingar á morðum og limlest-
ingum.
III Munurinn á nútímanum og fortíðinni íþessu efni felst fyrst og fremst í aðgenginu og
magninu; áður var það ímyndunarafl lesandans
eða hlustandans sem varð að smíða myndræna
lausn á lýsingum sagnanna en nú eru myndirnar
birtar ljóslifandi á skjánum og tjaldinu, þar sem
hausar fjúka, innyfli velta út og blóðið spýtist,
daglega og oft á dag, þar til engum þykir neitt til
koma og börn langt undir lögaldri virða viðbjóð-
inn stóreyg fyrir sér grunlaus um innræting-
armáttinn.
NEÐANMÁLS
ingu öreiganna á sovézka vísu er
eitt það harkalegasta sem um getur,
og er þó af ýmsu að taka í þeim
efnum. Bókin er sérlega vönduð að
allri gerð og báðum til sóma, Jóni
Baldvini og ekki síður Kolbrúnu
Bergþórsdóttur, sem vinnur afrek
með þessum skrifum.
Sverrir Hermannsson
kreml.is
Ómenning jólanna í janúar
Því er ekki skrýtið eftir tilfinn-
ingasemi desembermánaðar að í
byrjun janúar fái fólk óbragð í
munninn; setji Pottþétt jól á bak við
hina diskana og dragi að nýju
fram Rage against the machine,
gefi smáfuglunum smákökurnar (í
von um að meltingarkerfi þeirra
þoli það), rífi seríurnar niður og
hendi þeim niður í geymslu, á bak
við bilaða stólinn og missi „óvart“
þrjár bangsakúlur í gólfið í von um
að þær gefi þar með upp öndina.
Jólamenningin er orðin ómenning
og fólk hryllir sig í tvo mánuði. Níu
mánuðum síðar færist svo jólafiðr-
ingurinn að nýju yfir fólk. Það fer í
Blómaval, bakar smákökur sem ekki
má borða, hendir seríu yfir svala-
handriðið ... jólin eru að koma.
kj. múrinn.is
Tilhugalíf Jóns Baldvins og Kol-
brúnar Bergþórsdóttur er mikil per-
sónuleg og pólitísk hljómkviða. Og
ekki alltaf af setningi slegið, enda
aðalstjórnandi ekki líklegur til þess.
Tilhugalíf Jóns Baldvins og Bryndís-
ar er ekki síður tilþrifamikið.
Spauglaust virðist það hafa verið á
stundum að eiga hamhleypuna
vestfirzku að félaga og eiginmanni.
Slíkri konu hefur að minnsta kosti
ekki verið fisjað saman. Undirrit-
uðum var hinn mesti fengur að
þessari bók um lífshlaup Vestfirð-
ingsins. Ekki fyrst og fremst vegna
pólitískra umsvifa mannsins sem þó
má heita að hafi fylgt honum frá
barnæsku, heldur vegna afar for-
vitnilegs og fróðlegs lífshlaups, þar
sem farið er með himinskautum og
grundin vaðin í hné þess á milli-
.Það jók líka á forvitni skrifara að
hann er allvel kunnugur ætt Jóns
Baldvins og uppruna og í móðurætt
Jóns ýmsir af nánustu vinum hans.
Greinilega er Jóni í þá ætt skotið
þótt Hannibalseðlið leyni sér ekki.
Með þessum línum verður að sjálf-
sögðu engin tilraun gerð til álits-
gerðar um innihald Tilhugalífsins,
enda verður sjón mönnum sögu rík-
ari. Aðeins nefnt, að uppgjör Jóns
Baldvins við barnatrú sína á bylt-Morgunblaðið/GolliStríðsleikir.
TILÞRIFAMIKIÐ
TILHUGALÍF
ÁKAFLEGA digur dagblöð steypast yfirokkur um þessar mundir, fleiri á hverj-um degi vikunnar en við höfum notið íáratugi. Mogginn kemur loksins á
mánudögum, DV kostar bara 100 kall í lausasölu
og Fréttablaðið smýgur inn um lúguna mér að
kostnaðarlausu (vona ég).
Sjálfur er ég naumast kominn í gegnum allan
hauginn sem barst yfir jólahátíðina með öllu því
uppnámi sem varð kringum borgarstjórastólinn í
Reykjavík eða margvíslegar aðrar framboðs-
hremmingar. Ég er til dæmis ekki enn búinn að
kyngja því að Sjálfstæðismönnum þyki bara allt í
lagi með prófkjörið í norðvesturkjördæmi. En
það sem verra er, ég er ekki hálfnaður með
mergjaða umfjöllun Agnesar Bragadóttur um
hið blóði drifna lúdó sem eignamenn spila sér til
dundurs í viðskiptalífinu og telst því varla sam-
kvæmishæfur að sinni.
Í svona miklu blaðaflóði eru það gjarnan smá-
klausurnar sem eftir sitja, naumt skrifaðar frá-
sagnir af litlum atvikum sem opna sýn til skiln-
ings á stærri tíðindum. Þannig situr í mér lítil
klausa sem Eiríkur Jónsson skrifaði um jólin frá
New Orleans og fjallaði um takmarkalausar
stríðsæsingar í fjölmiðlum þar vestra. Það vofir
nefnilega stríð yfir okkur öllum, þó heldur lítið
fari fyrir því í íslensku blöðunum nú um stundir.
Það er eins og við höfum gleymt því um leið og
járntjaldið féll að heimurinn er enn stútfullur af
gereyðingarvopnum. Þessi vopn hættu ekki að
vera til þótt Berlínarmúrinn væri sallaður niður í
rykkorn, þau hurfu einfaldlega bakvið ný leik-
tjöld.
En þótt fjölmiðlar í Bandaríkjunum virðist ölv-
aðir af stríðsæsingi, má enn finna fólk þar í landi
sem er allsgáð og lætur ekki ginnast. Einn þeirra
er háðsádeiluhöfundurinn Michael More, sem
jafnan vekur gríðarlega athygli fyrir rit sín og
heimildarmyndir, einkum vegna þess að hann
varpar fram spurningum sem óbærilegt getur
reynst að svara. Nýlega var hann verðlaunaður í
Cannes fyrir myndina Bowling for Columbine,
þar sem hann fjallar um óskiljanlega byssugleði
bandarískra karlmanna og leggur út af fjölda-
morðunum við Columbine-skólann.
Fjöldi vefrita vestra leitast líka við að greina
sannleikann í gegnum byssugnýinn, t.d. Next-
Draft og ekki síst Truthout, sem nýlega hélt því
fram að opinberar aðvaranir um yfirvofandi
hryðjuverk væru að líkindum verulega ýktar og
áreiðanlega mun fleiri en tilefni væri til. Ástæðan
væri einfaldlega sú að stjórnvöld vildu viðhalda
óttanum til þess að unnt yrði að réttlæta stríðs-
reksturinn.
Í þessu samhengi valt gömul tilvitnun úr varn-
arræðu dauðs stjórnspekings inn í umræðuna og
hún hljóðar nokkurn veginn svona: „Þjóðin vill að
sjálfsögðu ekki stríð … en þegar allt kemur til
alls eru það þjóðarleiðtogarnir sem ákveða stefn-
una, og það er ævinlega einfalt mál að draga
þjóðina á eftir sér, hvort sem um er að ræða lýð-
ræði, einræði fasista, þingræði eða kommúnískt
einræði … hvort sem rödd þjóðarinnar heyrist
eða ekki, er alltaf hægt að láta hana lúta vilja
leiðtoganna. Það er enginn vandi. Það nægir að
segja henni að verið sé að ráðast á hana, og for-
dæma friðarsinnana og saka þá um skort á föð-
urlandsást og fyrir að setja landið í hættu.“
Merkilegt hvað þessi tilvitnun gæti átt við marga
og hvað hún gæti fallið vel að margvíslegu póli-
tísku samhengi. Þetta er hins vegar haft eftir
Hermanni Göring við réttarhöldin yfir honum í
Nürnberg árið 1946, þar sem hann var sakaður
ásamt skoðanabræðrum sínum um glæpi gagn-
vart mannkyninu.
ÆSINGAR, SANNLEIKUR OG STRÍÐ
En það sem verra er, ég er
ekki hálfnaður með mergjaða
umfjöllun Agnesar Braga-
dóttur um hið blóði drifna
lúdó sem eignamenn spila
sér til dundurs í viðskipta-
lífinu og telst því varla
samkvæmishæfur að sinni.
Á R N I I B S E N