Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003 Við kirkjuna mína, sem kennd er við Nes, tveir klerkar í einingu þjóna. Þar sönginn ég heyri og sálmana les og sætustu hlýði á tóna. Þar líður mér vel eina léttfleyga stund, þótt löng finnist ræðan á stundum. Mér finnst, að það gefi mér gleði í lund; ég glaðari kem af þeim fundum. Þar klerkum við heilsum við kirkjunnar dyr, og kaffi á eftir við gleypum. Til altaris göngum við allmörg sem fyrr, og oblátu í vínið við dreypum. Við rísum á fætur, þó fótur sé sár, og fegin við setjumst á bekki, sem finnum til þreytu með öll okkar ár, þótt ungir ei hana þekki. Til kirkju ég hraða mér, held mínum stíl; þar hitti ég nokkra af vinum, sem fresta því aðeins að bóna sinn bíl, svo beri af allflestum hinum. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON Höfundur er rithöfundur í Reykjavík Í NESKIRKJU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.