Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003 15 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar býður tónlistarfólki að sækja um þátttöku í þriðjudagstónleikum sumarið 2003 sem eru haldnir vikulega í júní, júlí og ágúst. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. febrúar nk. með upplýsingum um flytjendur, kjörtíma tónleika og drögum að efnisskrá. Valið verður úr umsóknum og öllum svarað. SUMARTÓNLEIKAR LISTASAFNS SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR 2003 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Reykjavík. Netfang: lso@lso.is S ÝNING á verkum átta fær- eyskra listamanna verður opn- uð í dag kl. 15 í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þetta er sumar- sýning Norðurlandahússins í Þórshöfn sem í ár kallast Haf- sýn. Sumarsýning Norðurlandahússins hefur lengi verið árviss viðburður í Þórshöfn. Áður voru þessar sýningar einkasýningar en síðustu tvö ár hefur verið um samsýningu að ræða. Með þessu fyrirkomulagi vilja stjórnendur Norðurlandahússins sýna þá fjölbreytni sem ríkir í færeyskri myndlist í dag. Breiddin í verkum listamannanna átta sem sýna að þessu sinni leynir sér heldur ekki, en það eru þau Hanni Bjartalíð, Hansína Iversen, Anker Mor- tensen, Kári Svensson, Eyðun av Reyni, Sigrun G. Niclasen, Hans Pauli Olsen og Astri Luihn sem eiga verk á sýningunni í ár. Þegar haft er í huga að Færeyingar eru að- eins um 48.000 er myndlist á eyjunum ótrúlega blómleg og það er skemmtileg staðreynd að stór hluti listamannanna lifir af list sinni. Þetta verður ekki síður merkilegt í ljósi þess hve saga myndlistarinnar í Færeyjum er ung, en eins og kunnugt er voru kveðskapur og dans þær listgreinar sem aðallega voru stundaðar þar fram undir aldamótin 1900. Hansína Iversen er talsmaður hópsins, og segir að margir fáist við myndlist í Færeyjum, en ekki sé víst að allir þeir gætu kallast mynd- listarmenn. „Áhuginn á myndlist er mikill í Færeyjum, en það gildir þó fyrst og fremst um málverkið, – áhugi á annarri myndlist er ekki jafn mikill, en þó er svolítill áhugi fyrir skúlp- túr og grafík. Það er eins og margir Færeying- ar haldi að myndlist sé bara málverk, en það er kannski skiljanlegt. Í öðrum löndum er það ekki stór hópur fólks sem fylgist vel með því nýjasta í myndlistinni. En það hefur líka sitt að segja að flestir færeyskir myndlistarmenn eru að mála.“ Á sýningunni eru að mestu hefð- bundin málverk; – Hans Pauli sýnir gyllta skúlptúra af fólki, og Astri Luihn sýnir verk máluð á línóleumdúk sem hún sker líka í. En náttúran á augljóslega sterk ítök í færeysku myndlistarmönnunum. „Já, náttúran er mjög sterkt afl í færeyskri myndlist. Náttúran í landinu er svo sterk og útlendir myndlistar- menn sem koma til Færeyja verða líka oft fyrir mjög miklum áhrifum af henni; þessari sér- stöku birtu. En það er þó ekki þannig að fær- eysku málararnir séu endilega að mála lands- lag; – það hefur allt leyst upp og er orðið meira abstrakt og expressíft, en andi náttúrunnar er oft nærri.“ Í veglegri sýningarskrá sem fylgir sýningunni kemur fram að færeyskir málarar hafi næstum frá fyrstu pensilstroku túlkað náttúruna í kringum sig. Þetta er líka einmitt það sem listamennirnir sem eiga verk á sum- arsýningunni í ár gera þó að túlkun þeirra sé oft expressíónísk og óhlutbundin eins og Hans- ína segir. Sérstaklega á þetta við um verk Eyð- uns av Reyni, Kára Svensson og Hansínu. Í verkum Eyðuns getum við grillt í húsið á milli fjallanna og sjávarins og ofsafengnar pensil- strokurnar ógna nákvæmu jafnvægi mynd- anna. Kári notar aðallega hlýja jarðliti sem, líkt og birtan í Færeyjum, sveiflast á milli dýpsta myrkurs og skerandi birtu og umlykja útlínur mannveranna. Verk hans eru áminning um það hvernig við erum mótuð af umhverfinu. Þó að verk Hansínu séu óhlutbundin á hún margt sameiginlegt með Eyðuni og Kára. Ein- lit, ákveðin formin í verkum hennar eru alls- ráðandi og flæða djarflega um strigann. Astri Luihn er kannski sú sem er mest leitandi í hópnum. Hún er óhrædd við að gera tilraunir með tengingu málverks og tölvutækni en þó eru fínleg verk hennar alltaf auðþekkt. Hanni Bjartalíð er ekki eins augljóslega færeyskur í list sinni. Frumstæðar mannverur hans eru innilokaðar í þröngum formunum og minna einstaka sinnum á verk Hieronymous Bosch, en verur hans eru þó alltaf einar í einföldu um- hverfi sínu og í nýjustu verkunum má stundum greina vissa kátínu. Sigrun G. Niclasen fer sín- ar eigin leiðir í list sinni en andrúmsloftið í myndum hennar leiðir hugann ósjálfrátt að Giorgio de Chirico. Verkin virðast auðskilin við fyrstu sýn en tengingin við hið ómeðvitaða er sterk. Hans Pauli Olsen er höggmyndalista- maður. Í grófgerðum gifs-, brons- og plast- verkunum má alltaf finna fyrir handbragði listamannsins og formtilfinningu en draum- kenndar verurnar virðast þrátt fyrir jarð- bundna áferðina svífa fyrir ofan okkur. Verk Ankers Mortensens á sýningunni eru ljóðræn og mettuð miðjarðarhafsbláma. Staðbundin og persónuleg umræða um myndlist Listamennirnir unnu verk sín sérstaklega fyrir sumarsýninguna í Þórshöfn, en þar sem hún var einnig sölusýning, þurftu þeir að bæta verkum við fyrir ferðina til Íslands. „Við vild- um líka að verkin pössuðu rýminu í Hafnar- borg, og því eru þetta ekki alveg sömu verk og voru á sumarsýningunni.“ Hansína segir að umræða um myndlist sé ekki mikil á opinber- um vettvangi í Færeyjum, en að almenningur hafi þó mikinn áhuga á listinni, þótt hann sé lít- ið að velta fyrir sér straumum og stefnum. „Umræðan er fyrst og fremst staðbundin. Fólk spyr mjög mikið, og vill vita hvað það er sem maður er að gera, og af hverju maður hefur hlutina á þennan veginn en ekki hinn. Fólk vill sjá og skilja hvað við erum að gera. En tímarn- ir eru að breytast og fólk er smám saman farið að fylgjast betur með. Fólk er forvitið á já- kvæðan hátt og það er mjög gaman; – það er óhrætt við að segja: Ég skil ekkert í þessu, – en vill gjarnan ræða málið og er ófeimið við að láta skoðanir sínar í ljós.“ Sýningin er sett upp í samvinnu við Norð- urlandahúsið í Færeyjum og fer frá Íslandi til Svíþjóðar og Þýskalands. Allir Færeyingar bú- settir á Íslandi eru velkomnir á opnun sýning- arinnar. Safnið er opið alla daga nema þriðju- daga frá kl. 11 til 17, en sýningunni lýkur 27. janúar. Morgunblaðið/Sverrir Færeysku myndlistarmennirnir Sigrún Gunnarsdóttir Niclasen, Kári Svensson, Astri Luihn, Anker Mortensen og Hansína Iversen við Hafnarborg. Á myndina vantar Hans Pauli Olsen, Eyðun av Reyni og Hanna Bjartalíð. BIRTINGARMYND- IR NÁTTÚRUNNAR MYNDLIST Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Gróf- arhúsinu: Reykjavík í hers höndum: Ljósmyndasýning. Til 26.1. Gallerí Sævars Karls: Arnar Herberts- son. Til 30.1. Gerðarsafn: Hallgrímur Helgason, Hú- bert Nói og Bjargey Ólafsdóttir. Til 2.2. Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bau- haus. Til 23.2. Hafnarborg: Joan Backes og Sumar- sýning Norðurlandahússins í Þránd- heimi. Til 27.1. Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs- dóttir. Til 1.3. Listasafn ASÍ: Þóroddur Bjarnason og Ívar Valgarðsson. Til 26.1. Listasafn Borgarness: Sigurður Freyr Guðbrandsson. Til 29.1. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er lokað til mánaðamóta. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1980–2000. Til 15.1. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Borg – innsetning Ingu Svölu Þórs- dóttur. Nútímalist frá arabaheiminum. Til 19.1. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað- ir: Martin Bigun. Odd Nerdrum. Til 31.1. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And- litsmyndir og afstraksjónir. Opið e. í janúar. Til 30.3. Mokkakaffi: Hildur Margrétardóttir. Til 15.1. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Giovanni Garcia-Fenech. JBK Ransu. Til 12.1. ReykjavíkurAkademían, Hringbraut 121: Ingólfur Júlíusson. Til 31.1. Þjóðmenningarhúsið: Íslandsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8. Handritin. Landafundir. Skáld mánað- arins: Þórarinn Eldjárn. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Háskólabíó: Vínartónleikar. Hljóm- sveitarstjóri: Peter Guth. Garðar Thór Cortes einsöngur, Lucero Tena, ein- leikari á kastanettur. Kl. 17. Ýmir við Skógarhlíð: Tónlistarhópur- inn Andromeda frá Boston. Kl. 20. Sunnudagur Salurinn, Kópavogi: Slagverkshópur- inn Benda og píanóleikararnir Hrefna Eggertsdóttir og Jóhannes Andreas- sen. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Einleikari: Sharon Bezaly. Kór Langholtskirkju. Hljóm- svstj.: Ilan Volkov. Kl. 19.30. Föstudagur Hlégarður, Mosfellsbæ: Vinsæl lög Jóns Múla Árnasonar í flutningi Hönnu Dóru Sturludóttur, Ólafs Kjartans Sig- urðarsonar og hljómsveitar. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með fullri reisn, lau., sun., fim., fös. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Karíus og Baktus, sun. Rakstur, frums. fös. Borgarleikhúsið: Sól og Máni, sun., þrið., fös. Honk!, sun. Jón og Hólm- fríður, lau., fös. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, lau., sun. Beyglur, sun. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Listasafn Reykjavíkur - Egg-leikhúsið: Dýrlingagengið. Lau., sun. Nasa: Sellófon, fim., fös. Leikfélag Akureyrar: Hversdagslegt kraftaverk, sun. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.